3.11.2008 | 16:20
Geir, þú átt að segja satt.
Fyrir réttum 5 vikum sagði Geir: "Nei, þetta var enginn krísufundur. Ég er nýkominn að utan og bað um að hitta Davíð til að setja mig inn í málin hérna."
Viku seinna sagði Geir: "Nei, það var bara venjulegur fundur. Björgólfur Thor er sjaldan á landinu og mér finnst gott að hitta hann við og við."
Daginn eftir segir Geir: "Það var niðurstaða okkar að við þurfum ekkert að gera."
(Auðvitað eru þetta ekki orðrétt haft eftir manninum, en nokkurn veginn.)
Hvað kom svo í ljós? Það voru krísufundir um allan bæ síðustu helgina í september, þar sem reynt var að finna leið til að fella, nei fyrirgefið, bjarga Glitni. Dagana á eftir voru nokkrir fundir með Landsbankamönnum, þar sem leitað var leiða til að sameina Landsbankann og Glitni og því var ekkert gott við það að Björgólfur Thor væri að hitta Geir. Síðan kemur mánudagurinn 6. október og sett eru neyðarlög innan við18 klst. eftir að ekkert þurfti að gera.
Rétti þeir upp hönd sem trúa orðum mannsins. Ég geri það ekki og get ekki túlkað orð hans á annan hátt, en þveröfugt við það sem hann segir. Það eru greinilega miklir brestir í samstarfinu og bara sú krafa Samfylkingarinnar að Davíð víki hefði undir öllum öðrum kringumstæðum orðið til þess að stjórnarsamstarfið væri úti.
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég rétti ekki upp hönd, Geir er uppvís að því að segja ítrekað ósatt í fjölmiðlum, ég værum búin að sápuþvo kjaftinn á börnunum mínum ef þau kæmu svona fram.
Hallgrímur Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 19:15
Ég get engan veginn fengið mig til að trúa orðum Geirs og er reyndar hætt að trúa neinu sem persónurnar í þessari farsakenndu sögu segja
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:01
Hvernig í ósköpunum haldið þið að hann hafi getað sagt sannleikann í þeirri aðstöðu sem bankarnir og stjórnvöld voru í?
Eruð þið ekki alveg í lagi? Átti hann að segja sl. vetur að bankarnir væru að reyna að stofna útibú í Bretlandi vegna þess að annars væri hætti á að öll lánin féllu á íslenska skattborgara.
Eða átti hann að segja í september að bankarnir væru sennilega að fara á hausinn og við líka, þegar hugsanlega var hægt að bjarga einhverjum þeirra og þar með Íslandi?
Átti hann að segja frá öllum þreifingum við ESB, IMF, Norðurlöndin, ýmis Evrópulönd, Bandaríkin o.s.frv. ´
Þetta er afskaplega "naïve" afstaða hjá ykkur!
Það er hægt að gagnrýna Geir fyrir marga hluti á undanförnum árum og hann ber vissulega mikla ábyrgð á því, hvernig málum er fyrir komið. En að saka hann um að vera ekki að blaðra um mál, sem eru á viðræðustigi eða einhvernvegin á mjög viðkvæmu stigi er hreint út sagt fáránlegt!
Mér finnst Geir einmitt hafa staðið sig vel sem dánarbús- eða þrotabússtjóri og vildi gjarna að hann hefði verið svona snaggaralegur og athugull sem forsætisráðherra undanfarin ár!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 22:17
... og þá er líka allt í lagi að ljúga bara og segja að hann og Björgúlfur séu svo góðir vinir að þeir hafi ákveðið að nota Stjórnarráði til að hittast yfir kaffi og koníaki ...
Það er hægt að víkja sér undan að svara með öðru en svo áberandi lygi að það dylst engum að um slíka er að ræða. Slíkar lygar eru ekki síst alvarlegar vegna þess að þær segja öllum hugsandi mönnum að það er verið að fela eitthvað og sýna almenningi lítilsivirðingu um leið.
Es: Veit ekkert hvort Marinó getur tekið undir orð mín en ég gat ekki á mér setið með að leggja þessa til athugasemdarinnar hans Guðbjarnar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:46
Guðbjörn, í fyrsta tilfellinu hefði það ekki breytt neinu þó hann hefði sagt að vegna alvarlegra stöðu væri verið að leita leiða til að styrkja stöðu íslensku bankanna. Í öðru tilfellinu, þá hefði hann getað sagt að eftir þjóðnýtingu Glitnis hefði komið upp erfið staða sem verið væri að vinna úr. Í þriðja tilfellinu hefði hann getað sagt að málið væri ekki til lykta leitt og frekari fundarhöld yrðu daginn eftir. En að vera með þetta "það er ekkert að hjá okkur"-kjaftæði var eins og hin aumasta afsökun ofdrykkjumanns um að hann ætti ekki í vandræðum með áfengi. Þetta heitir afneitun og þó að þú viljir kóa hann, þá vil ég það ekki.
Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 22:48
Sannleikur er mjög afstætt hugtak og ég get svosem tekið undir með Guðbirni um upphaf þessa máls. En síðan hefur verið svo svakalega í kringum það sem við köllum sannleika að það eru allir orðnir tortryggnir og það ekki að ástæðulausu. Þegar Geir segir að ekki sé þörf á aðgerðum og setur svo neyðarlög daginn eftir, á er ljóst að hann er að gera mikil mistök og eyðileggja trúverðugleika sinn á mjög afgerandi hátt.
Þó er það eitt sem mér finnst framar öllu örðu hafa skaðað orðspor Geirs og það er þetta svokallaða traust sem hann segist bera til Seðlabankastjóra.
Það getur bara ekki verið satt, því þá er Geir gjörsamlega veruleikafyrtur. Þessi "tryggð" hans við DO er ekki skýrð með öðru en klofningsótta og að hann óttist að DO muni sverta hann svo í fjölmiðlum í kjölfarið að hann sé þar með búinn að vera sem stjórnmálamaður.
Ef Geir hefði stigið fram og sett Seðlabankastjóra af í kjölfar þjóðnýtingar bankanna eða aðeins síðar, Þá væri hann í mun sterkari stöðu nú.
Hann er nú rúinn trausti og verður að taka því.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 22:52
Það var eins gott að ég sleppti því að koma með dæmi um það hvernig Geir hefði frekar átt að svara... Tillögurnar þínar eru líka svo góðar að ég hefði aldrei getað slegið þeim við
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:53
Marinó, það er eins gott að ég sleppti því að koma með tillögur um það hvernig stjórnmálamaður sem vildi vera tekinn alvarlega ætti að svara...
Þú gerir þetta nefnilega svo miklu betur. Mér sýnast hugmyndir þínar reyndar vera svo góðar að þú ættir kannski að bjóða stjórnmálamönnum, og fleirum sem koma fram í fjölmiðlum í krafti embættis síns, upp á namskeið í því hvernig þeir eiga að svara fjölmiðlamönnum ef þeir vilja njóta trausts út á við.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:59
Sannleikur er mjög afstætt hugtak og ég get svosem tekið undir með Guðbirni um upphaf þessa máls. En síðan hefur verið farið svo svakalega í kringum það sem við köllum sannleika að það eru allir orðnir tortryggnir og það ekki að ástæðulausu. Þegar Geir segir að ekki sé þörf á aðgerðum og setur svo neyðarlög daginn eftir, á er ljóst að hann er að gera mikil mistök og er eyðileggja trúverðugleika sinn á mjög afgerandi hátt.
Þó er það eitt sem mér finnst framar öllu öðru hafa skaðað orðspor Geirs og það er þetta svokallaða traust sem hann segist bera til Seðlabankastjóra.
Það getur bara ekki verið satt, því þá er Geir gjörsamlega veruleikafyrtur. Þessi "tryggð" hans við DO er ekki skýrð með öðru en klofningsótta og að hann óttist að DO muni sverta hann svo í fjölmiðlum í kjölfarið að hann sé þar með búinn að vera sem stjórnmálamaður.
Ef Geir hefði stigið fram og sett Seðlabankastjóra af í kjölfar þjóðnýtingar bankanna eða aðeins síðar, Þá væri hann í mun sterkari stöðu nú.
Hann er nú rúinn trausti og verður að taka því.
PS Setti færsluna inn aftur vegna mistaka í stafsetningu sem "púki" skyldi ekki sem von var.
Marinó. Ég verða að játa að ég koaði aðeins með Geir í upphafi færslunar og dreg það til baka. Þú segir réttilega að hann hefði getað sagt allt annað án þess að segja allann sannleikann, því trúnað berður að virða.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 22:52
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.11.2008 kl. 23:01
Rakel, takk fyrir viðbæturnar. Ég veit ekki hvort ég verði eins góður að svara með fjölmiðlana ofan í hálsmálinu á mér. Ég er bara búinn að fá nóg af þessari meðvirkni í þessu þjóðfélagi. Meðvirkni sem er að koma í veg fyrir að hreinsað sé til svo hægt sé að byggja upp á nýtt.
Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að víkja sem fyrst og boða eigi til kosninga í mars eða apríl. Ég er farinn að hallast á þá skoðun að ekki eigi að leyfa neinum af núverandi þingmönnum þjóðarinnar að bjóða sig fram í þessum kosningum. Í framhaldi af kosningunum á að stofna utanþingsstjórn með hæfum, reynslumiklum einstaklingum úr þjóðfélaginu. Hlutverk Alþingis verði að semja og samþykkja lög og þau megi ekki leggja fram nema sérstök laganefnd þingsins hafi fengið þau til meðhöndlunar. Allir flokkar á þingi eigi sinn fulltrúa í laganefnd, en það verði ekki hlutverk nefndarinnar að stöðva frumvörp, heldur að fá vitrænar skýringar á innihaldi þeirra. Fulltrúi laganefndarinnar sjái síðan um að leggja frumvarpið fram í þinginu.
Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 23:06
Besta mál, Hólmfríður, púkinn á það til að frjósa.
Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 23:09
Ekkert að þakka Mig langar til að bæta því við að ég er sammála þér að það þarf að hreinsa til svo það sé hægt að hreinsa upp. Mér finnst tillögur þínar í því sambandi líka góðar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:03
Datt inn á bloggið þitt því fyrirsögnin höfðaði til mín. Ég fór að hugsa þegar ég las færsluna hjá þér og síðan athugasemdirnar - mikið andsk. er/var maður meðvirkur. Einhvern veginn fannst manni það alveg sjálfsagt að forsætisráðherran segði ekki satt. Þú vissir það. Ég vissi það. Það skrýtna er að Geir vissi ábyggilega að þjóðin vissi það.
En kannski er það ekki meðviirkni heldur frekar firring að finnast það fullkomlega sjálfsagt mál að forsætisráðherrann ljúgi að manni - vegna þess að maður veit að ef hann segði satt þá færi allt á annan endann. En það vissu allir að hann sagði ekki satt og samt fóru hlutirnir ekki á annað endann! Þetta er óneitanlega svolítið öfugsnúið - að bregðast ekki við því sem maður veit að er ósatt, bara af því að maður veit ekki nákvæmlega hvað er satt.
Það er ekki bara búið að gengisfella íslensku krónuna, heldur líka trú okkar á þá eðlilegu kröfu að stjórnmálamenn segi satt.
Ágúst Hjörtur , 4.11.2008 kl. 03:21
Ágúst Hjörtur, svo það sem verra er í þessu, er að maður hefur ekki hugmynd hvenær hann er svo að segja satt. Þetta er orðinn svona öfugur úlfur, úlfur.
Annars er það líka merkilegt með siðferði íslenskra stjórnmálamanna, að einhvers staðar í heiminum væru nokkuð margir búnir að segja af sér fyrir að ljúga einu sinni að þjóðinni, en hvað þá þrisvar eða oftar á örfáum dögum.
Marinó G. Njálsson, 4.11.2008 kl. 08:57
Þetta er mjög góð síða hjá þér og hef oft verið þér mjög sammála og fengið góðar upplýsingar. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk einsog þú gefir kost á þér í stjórnmálin. Ég held að mesta áfallið fyrir Íslendinga núna sé að uppgötva hversu handónýtt stjórnkerfi og eftirlitskerfi við búum við. Stór hluti þingmanna er í besta falli "á rangri hillu" og það þarf að endurnýja þann hóp mjög rækilega í næstu kosningum, sem ég vona einsog þú að verði ekki seinna en í mars á næsta ári.
Það er til fullt af hæfum einstaklingum með áhuga og þekkingu á þjóðmálum sem eiga fullt erindi í stjórnmál. Það væri áhugavert að heyra þína skoðun á þessu. Hvernig heldur þú að hægt sé að hrinda af stað þeim breytingum sem flest hugsandi og skynsamt fólk sér að eru nauðsynlegar??
Helga (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:30
Helga, takk fyrir traustið. Ég vil frekar taka þátt í þjóðmálum, en stjórnmálum. Mér finnst svo sem að stjórnmál eigi að fjalla meira um þjóðmál og hvað er þjóðfélaginu fyrir bestu, en ekki hvað er flokkunum fyrir bestu. Því miður finnast mér íslensk stjórnmál ekki snúast um lýðræði og enn síður þingræði. Þau snúast fyrst og fremst um flokksræði.
Marinó G. Njálsson, 4.11.2008 kl. 12:36
Ég hafði orð á því í nokkur skipti við vinnufélaga mína þessar tvær fyrstu vikur í október að mér þætti erfitt að hlusta á forsætisráðherrann verða svona ítrekað beran að beinum lygum. Það hef ég alltaf kennt mínum sonum að það sé alveg sama hversu miklu þau klúðra, ég geti tekið því og hjálpað þeim eftir mætti svo lengi sem þau reyndu ekki að ljúga að mér. Það væri eitt af því fáa sem ég ætti afar erfitt með að þola þeim. Þettamuna synir mínir vel og virða (alla vega að mestu :-). Geir einfaldlega kýs, jafnvel að nokkuð vel ígrunduðu máli að ljúga að þjóðinni. Eitt dæmið enn sem var áberandi var þegar hann sagði að það hefði ekki komið til umræðu í ríkisstjórninni að Davíð/bankastjórn SÍ skyldi víkja. Hann tafsaði á svarinu, en kaus síðan að ljúga. Við getum sem sagt í raun aldrei vitað hvenær hann segir okkur satt og það er að mínu mati óásættanlegt.
Karl Ólafsson, 4.11.2008 kl. 23:39
Afsakið meinlegar málvillur í athugasemd minni hér að ofan. Ég ætlaði að tala um syni mína sem börnin mín, en leiðrétti það svo því miður bara að hluta til
Karl Ólafsson, 4.11.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.