31.10.2008 | 23:38
Forvitnilegt viðtal, þegar horft er í baksýnisspegilinn
Í írafárinu sem varð við þjóðnýtingu Glitnis, þá yfirsást mér viðtal Björgvins Guðmundssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, við Þorvarð Tjörva Ólafsson, hagfræðing á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands, en viðtalið birtist mánudaginn 29. september. Ég rakst á það áðan og held að það sé öllum holl lesning, þar sem í því viðurkennir Tjörvi raunar að seðlabankar og fjármálaeftirlit hafi gert röð af mistökum, sem leiddu til þeirrar fjármálakreppu sem núna ríður yfir. Sérstaklega þykir mér vænt að sjá að hann hnýtir í Basel regluverkið, en ég hef einmitt gagnrýnt það, og að menn hafi gleymt að hafa eftirlit með "hinu" bankakerfinu.
Annað í þessu viðtali, sem birt er að morgni örlagaríkasta dags í hagsögu landsins, er eftirfarandi:
Almennt séð eru því hlutverk seðlabanka óbreytt frá því fyrir kreppuna. Umhverfið er hins vegar allt annað og áskoranirnar meiri. Sjálfsumgleði sumra seðlabankamanna hefur beðið skipbrot. Blómaskeiði síðustu ára er lokið og seðlabankar þurfa að taka á honum stóra sínum, læra af kreppunni sem nú skekur heimsbúskapinn og treysta innviði fjármálakerfisins til að komast í gegnum þessa kreppu en um leið draga úr líkum á frekari kreppum í framtíðinni.
Daginn sem þetta er sagt hrynur íslenska hagkerfið vegna "sjálfumgleði sumra seðlabankamanna".
Viðtalið er öllum holl lesning, ekki síst stjórnmálamönnum. Það sem Seðlabankinn gæti líklegast lært af því, er að heimurinn hefur ekki tíma til að bíða eftir því að fræðilegri umræðu ljúki. Menn þurfa að grípa strax inn í um leið og brestir birtast til að koma í veg fyrir að allt springi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1679966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekki er ég aðdáandi DO, þvert á móti. En hvað ertu að segja? "..hrinur hagkerfið vegna "sjálfumgleði seðlabankamanna"..." og svo vísarðu í Basel þar sem talað er um "aðgengi að lausafjárstuðningi seðlabanka" og "samspil gírunar (eignir/eigið fé) skammtímafjármögnunar og lausafjárþrenginga hefur reynst lykilatriði.."
Má skilja þetta sem svo að þú sért að meina að seðlabankinn hefði bara átt að opna budduna og LÁNA Glitni.....?
sigurvin (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 00:01
Sigurvin, ég er ekki að segja neitt. Ég er að vitna í viðtal við Þorvarð Tjörva Ólafsson, mann sem ég veit að má ekki vamm sitt vita. Þetta eru hans orð ekki mín.
Ef þú ert að spyrja hvað ég hefði viljað sjá hjá Seðlabankanum, þá er kannski best að vitna í gamlar færslur, en hér er smá samantekt af því sem ég hef sagt hér á blogginu síðustu 20 mánuði. Kannski ekki allt með þessum orðum:
Þetta eru atriðin sem fjalla um Seðlabankann. En ég á líka lista yfir það sem bankarnir hefðu átt að gera. Hann er styttri vegna þess að í mínum huga snýst rekstur um þessi þrjú atriði:
Það getur verið að þetta þrennt hafi verið til eða gert í einhverju mæli í bönkunum, en ljóst er að það var ekki nóg. Kaupþing er nokkur vorkunn í þessu máli, en vitum við hvort bankinn hefði lifað vikuna, þó svo að bresk stjórnvöld hefðu ekki gert það sem þau gerðu.
Eins og þú sérð, þá persónugeri ég þetta ekki í Davíð Oddssyni, þó ég telji hann vera stóran hluta vandans. Málið er að allir brugðust, þ.e. Seðlabankinn, ríkisstjórnir, Fjármálaeftirlit, Alþingi, bankarnir, fjárfestar, lífeyrissjóðirnir og almenningur. Við létum dáleiðast af góðærinu og héldum að allt sem við snertum myndi breytast í gull. Við létum glepjast af gylliboðum og misstum dómgreind okkar. Við héldum að áhætta væri eitthvað sem við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af. Það kæmi ekkert fyrir okkur. Við værum svo pottþétt. Við dönsuðum öll í kringum gullkálfinn og dýrkuðum hann. Við hlustuðum ekki á raddir efasemdarmanna og kölluðum þá öfundarmenn, heimska, skilningssljóa, o.s.frv. Verst af öllu er að ákveðinn hópur manna lét stjórnast af ólýsanlegri græðgi, þar sem ekkert skipti máli nema næsta grædda króna.
Loks megum við ekki gleyma því, að við lentum í hamfarastormi. Þessi stormur er ekki af okkar völdum og við höfum fá úrræði til að komast í skjól undan honum. Stærstu bankar heims hafa fallið í þessum stormi. Þjóðríki út um allan heim standa frammi fyrir þroti. Ríkustu lönd heims eru að ausa ómældum fjármunum inn í bankakerfi sín til að koma í veg fyrir fall þeirra. Það algjörlega óvíst að við hefðum staðið þennan storm af okkur í útópísku hagkerfi bara út af stærð hagkerfisins. Að fallið hafi verið jafn harkalegt og raun ber vitni er aftur alfarið sök bankanna, Seðlabanka, ríkisstjórnar, Alþingis og Fjármálaeftirlits. Þetta eru þeir aðilar sem eru ábyrgir (e. responsible) og hafa ábyrgðarskyldu (e. accountable).
Marinó G. Njálsson, 1.11.2008 kl. 00:59
Þakka þér fyrir áhugaverð skrif, sem falla afar vel að mínum skoðunum.
Mér hefur oft verið hugsað til þess á sl. vikum að eitt elsta embætti landsis og að ég best veit enn við líði, sem er skipun forðagæslumanna, er fylgjast með heyfeng fyrir búfénað, og fara yfir hvort þær værum ekki nægar fyrir þann bústofn er settur var á fyrir veturinn. Eg tel að forðagæsluhlutverk Seðlabankans hafi verið vanrækt, og því fór sem fór að skera þurfi niður á þorranum, vegna heyleysis.
haraldurhar, 1.11.2008 kl. 10:53
Takk fyrir þetta Marínó.
Þetta er einhver skynsamlegustu skrif sem ég hef séð um þessi mál. Ég hef alls ekki verið aðdáandi DO í gegnum tíðina og sjálfsagt má gagnrína hann og auðvitað hina seðlabankastjórana líka og hagdeild bankans. En mér finnst alveg útí hött að brjálast alveg útaf honum einum og líka það að truglast alveg útaf því að hann hafi ekkert vit eða menntun á þessum málum. Davíð var nú forsætisráðherra Íslands í fjölda mörg ár og þekkir því mæta vel alla stjórnsýsluna. Sumir tala alltaf í miklum skammaryrðistón að stjórnmálamenn séu alltaf algerlega vanhæfir í alla skapaða hluti. Þetta er þvílíkur misskilningur og stjórnmálamenn þó auðvitað oftast umdeildir séu hafa hlotið miikla eldskýrn í sínu starfi fyrir utan fyrri menntum og starfsreynslu. Það er líka alltaf verið að agnúast útí það að Davíð sé ekki hagfræðimenntaður. En samt voru og eru við hlið hans í Seðlabankastjórninni 2 hámenntaðir og virrtir hagfræðingar. Auk þess sem bankastjórnin hafði undir sér heila hagfræðideild og fullt af hámenntuðu starfsliði í viðskiptum og hagfræði. Það hefur nú þvílík vitleysan og bullið runnið uppúr mörgum hagfræðingnum í aðdraganda þessarar kreppu þannig að það er alls enginn stimpill að menn verði að hafa þá menntun til þess að geta tekið réttar ákvarðanir. ÉG held stundum að einmitt þessi oft á tíðum allt of einlita hjörð fræðinga hafi farið sofandi að feigðarósi. Stundum þurfa augu og eyru úr annarri átt þegar greina þarf vanda sem þennan. Einhvern veginn held ég að það sé rétt hjá þér Marínó að allt regluverkið og stjórnvöld hafa auðvitað í heild brugðist en ég held samt að DO hafi nú einna helst verið sá sem reyndi að vara við þessu þó svo að ýmsir innan og utan bankans hafi talið það svartsýnisraus. Ég held nefnilega að DO hafi haft betri og víðari yfirsýn á þetta og hvað gæti gerst heldur en lang flestir aðrir í þessu máli. Þetta segji ég án þess að hafa nokkurn tímann stutt DO pólitískt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:09
Jæja þá er það komið fram hverjir "kúkuðu í laugina" og tóku stöðu gegn krónunni. Allir "íslensku" bankarnir eiga víst að vera sekir og heildarupphæðin er svimandi 6 miljarðar dollara, ef satt er. þeir hafa síðan notað áhrif sín til að grafa undan Seðlabankanum og íslensku fjármálakerfi. Kanski ekki beint glæpsamlegt? Alla vega er þetta siðlaust.
Sverrir Stormsker á að hafa sagt að kúkurinn flýtur alltaf upp og núna er það væntanlega að gerast.
Þetta kemur að sjálfu sér ekki á óvart enda hafa þessar bankastofnanir verið sterklega grunaðar.
Hvað er satt væri Marínó? Fyrst grafa þeir undan krónunni, heimta fyrirgreiðslu fyrir almannafé og stinga síðan því sem hægt er úr landi. Hvað er hægt að segja við þessu.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/03/vedjudu_a_veikingu_kronunnar/
Gunn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:28
Gunn, ég las þessa frétt og þar kemur svo sem líka fram að þetta hafi allt verið gert fyrir viðskiptivini, þannig að bankarnir voru ekki sjálfir að þessu. Þarna segir er haft eftir heimildarmanni:
Ég feitletraði það sem mér fannst skipta máli. Nú er spurningin hver þessi innlendu félög voru og hvort eitthvað af þessum samningum enduðu hjá bönkunum.
Annars var ég að horfa á mjög forvitnilega fréttaskýringu í 60 minutes í gærkveldi, þar sem fjármálamarkaðnum var bara lýst sem jafn ómerkilegri veðmálastarfsemi og íþróttaveðmálum. Þeir sem ekki komust að kjötkötlunum til að versla með pappírana sjálfa, stóðu í veðmálum um þróun þeirra. Þetta er svo sem ekkert annað en ég hef oft verið að tala hér um í tengslum við skuldatryggingarálag og starfsemi vogunarsjóða en þessi eftirlitslausi markaður er búinn að leggja hátt í 600.000 milljarða USD undir (516.000 milljarða USD í CDO og 56.000 milljarða í CDS).
Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 08:44
"Íslensku" bankarnir blönduðu hefðbundinni bankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi. Það verður fróðlegt að sjá hvaða aðilar voru þarna á bak eða hvort þetta voru að mestu bankarir sjálfir eða stærstu hluthafar þeirra. Þetta var gríðarlegt fjármagn og væntanlega tekið að láni. Bankarnir voru klárlega örvæntingarfullir enda var mynstrið á gengisfalli krónunnar i takt við fjórðungsuppgjör, eins og margoft var bent á.
Gunn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:02
Það er eiginlega verst að bankarnir hafi fallið áður en árfjórðungsuppgjör vegna 3. ársfjórðungs kom. Ég var farinn að bíða spenntur eftir því, þar sem margt var líkt með lokum 1. ársfjórðungs og þess 3. og því ekki ólíklegt að bankarnir myndu skila miklum gengishagnaði.
Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 09:27
Ég hefði svo sem gaman að vita hvaða innlendu fjárfestingafélög stóðu að þessu. Svo má ekki gleyma því, að ein stöðutaka gegn krónunni kallar á aðra með henni. Það hlýtur því líka að vakna sú spurning hver tók stöðuna með krónunni.
Marinó G. Njálsson, 3.11.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.