30.10.2008 | 14:38
Betra lýðræði í Austur-Evrópu en á Íslandi
Það er í raun stórfurðulegt að fylgjast með öllu þessu máli í kringum lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hér á landi er um pukur að ræða, þar sem enginn fær að vita neitt. Á sama tíma eru Úkraína og Ungverjaland einnig að taka svona lán. Þar fer umræðan um lánið fram fyrir opnum tjöldum og lögð er áhersla á að þing landanna samþykki lántökuna. Forsætisráðherra Ungverjalands neitaði t.d. að taka lánið, nema breið samstaða allra flokka á ungverska þinginu næðist um málið. Allir flokkar urðu að samþykja lántökuna, ekki bara sumir. Allir fá að vita um hvað málið snýst, ekki bara sumir. Sama er uppi á teningunum í Úkraínu.
Við stærum okkur af því að eiga elsta löggjafaþing í heiminum. Við stærum okkur af því að vera vestrænt lýðræðisríki með ríka lýðræðishefð. Við teljum okkur vera þess megn að gagnrýna önnur ríki vegna stjórnarhátta þeirra. En ríkisstjórn Íslands, sem starfar í umboði Alþingis og þjóðarinnar, telur hvorki ástæðu til að upplýsa Alþingi eða almenning um hvað var samið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Hún telur ekki ástæðu til að upplýsa Alþingi eða almenning um hver staða efnahagsmála er og hvaða úrræði hún telur sig hafa í stöðunni.
Það er stórmerkilegt, að ríkisstjórn Ísland skuli telja Íslandi best stjórnað með einræðislegum tilburðum, meðan gömlu kommúnista einræðisríkin í Austur-Evrópu leggja allt upp úr því að treysta þingræði og þar með lýðræði sinna landa.
Síðan má spyrja sig, hvort öðru vísi væri fyrir okkur komið, ef ríkisstjórnin hefði orðið við ábendingum ríkisstjórna Bretlands og Bandaríkjanna og seðlabanka Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópu í sumar um að vandamál íslenska hagkerfisins væri svo alvarlegt að aðkoma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins væri nauðsynlegt. Vinur er nefnilega sá sem til vamms segir. Mér sýnist sem Ungverjar og Úkraínumenn hafi ákveðið að læra af mistökum Íslendinga með því að leita til IMF áður en hagkerfið og/eða bankakerfið komast í þrot.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 1680091
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er alveg óskiljanlegt hvað þingið á Íslandi er óvirkt. Einnig er merkilegt í því samhengi að alltaf er talað um elsta og virtasta þing í heimi þegar ferðamenn koma og heimsækja landið.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 20:20
Já, er ekki klikkað að vera með einhverja túrista á Þingvöllum og lýsa því fálglega hvað þingræðissaga okkar er merkileg og svo kemur í ljós að hér á landi er ekki þingræði í reynd heldur menntað einveldi. Vissulega kjósum við um það með jöfnu millibili hver/-jir fá að vera einræðisherrann/herrar næsta kjörtímabil, en eftir það er okkur kjósendum einfaldlega gefið langt nef. Sorgleg staðreynd.
Marinó G. Njálsson, 30.10.2008 kl. 21:11
Takk fyrir góða færslu og upplýsingum.
Þetta sem ríkisstjórnin eru að bralla, komi okkur bara ekkert við!
Nema þegar reikninganna koma.
Kannski verður þá allt vinnandi fólk farinn úr landi nema sjómenn og opinberum starfsmönnum.
Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 21:53
Hlynur, það er nú gaman að þú nefnir 1262. Kaldhæðnin er að það eru svo margar hliðstæður milli þess er að gerast núna og þá. Þá vorum við með valdasjúkahöfðingja sem fóru út og sleiktu upp erlendan kóng. Núna eru við með útrásarvíkingana, sem eru að leita eftir viðurkenningu erlendra stórhöfðingja. Snorri Sturluson öðlaðist mikla viðurkenningu, en reyndist ekki vera maður orða sinna. Útrásin hefur reynst mikilfengleg til að vitna í á hátíðarstundum, en Þá leið almúginn fyrir með styrjöldum og manndrápum og versnandi lífskjörum. Nú líður almúginn fyrir með miklu eignamissi og lífskjaraskerðingu. Þá var einn höfðingi (Gissur Þorvaldsson, síðar jarl) sem drap menn hægri vinstri, þó þeir sýndu honum mannúð, í þeim eina tilgangi að návöldum. Nú höfum við höfðingja (Davíð Oddsson) sem virðist í sömu stöðu. Þá leituðum við til Noregs og enduðum við í ríkjasambandi með Noregi. Nú eru Norðmenn til að bjóða okkur norsku krónuna til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Þá tóku þeir okkur undir sinn verndarvæng og tryggðu aðföng til landsins.
Marinó G. Njálsson, 30.10.2008 kl. 22:29
Það ber ekki á öðru, okkur er ekki treyst enda vön því að láta flest yfir okkur ganga í gegnum aldirnar, þessi gufuháttur er komin í genin hjá þjóðinn.
Georg P Sveinbjörnsson, 30.10.2008 kl. 22:56
Leyndin er ekki undarleg. Það yrði allt vitlaust ef það spyrðist út. Það er verið að afsala auðlindum þjóðarinnar í hendur glóbalískra stórfyrirtækja og plana virkjanir og álver á hverri þúfu. Við munum aldrei koma okkur út úr súpunni og verðum hér eftir leiguþý erlendra lénsherra enn á ný. 64 ár svona ca. sjálfstæð er ansi gott, miðað við stjórnarfarið svona gegnumsneytt.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 23:45
Þakka þér fyrir frábæra grein.
Það er dapur hversu aumt stjórnkerfi okkar er, og þetta sjálftekna vald er Ríkistjórn og Ráðherrar taka sér til ákvarðannatöku og fjárveitingar á sér vart hliðstæði í neinu siðuðu landi.
haraldurhar, 31.10.2008 kl. 01:03
Þetta er því miður hárrétt hjá þér Jón Steinar. Gildran lokast og auðlindir Íslands verður mergsognar ásamt fólkinu, sérstaklega sauðsvartur almúginn. Kvislingarnir munu hafa það nokkuð betra.
Georg P Sveinbjörnsson, 31.10.2008 kl. 04:11
Þetta er sorgarsaga. Hér er hlutur fjölmiðla mjög stór. Afskaplega léleg og yfirborðsleg fjölmiðlun einkennir landið. Illa upplýstur almenningur sem af sauðsakap trúir alls kyns fullyrðingum stjórnmálamanna og fjölmiðla. Það er greinilegt að það er ekki samstæður hópur sem heldur um stýrið á þjóðarskútunni. Menn þora hér ekki að taka óvinsælar og óþægilegar ákvarðanir. Vilja hlaupast burt.
Núna er spurningin hvað er hægt að gera? Ekki láta þessa stjórnmálamenn komast upp með innistæðulaust bull og þvaður. Það er ekkert hægt að minnka þennan skell fyrir almenning. Segja fólki sannleikann.
Ástandið er ekki aðgerðarleysi eða fullyrðingum Davíðs að kenna þótt hann sé frekur lítill karl í Seðlabankanum. Bankarnir bæði Landsbankinn og Glitnir voru í raun gjaldþrota og eigendur og stjórnendur þeirra bera stóran hlut. Þeir héngu í stýrinu þangað til þeir komust í strand til að minnka sitt eigið tap og núna þurfa skattborgarar að borga þennan skell.
Þessi vaxtahækkun Seðlabankans var fyrirsjáanleg og væntanlega krafa frá IMF, það kemur fram í flestum erlendum fjölmiðlum, en væntanlega sárt fyrir litla stjórnmálamenn að viðurkenna það.
Núna kemur 130 miljarða halli á ríkisrekstrinum í fjárlögum, hvað á að gera við því á að taka það líka á "VÍSA".... Árið 2010 verður ekkert betra eða 2011... Hér þarf að spyrna við fótum.
Það hlýtur allt hugsandi fólk að vita. Spurning dagsins er ekki hverjum á að hjálpa. Heldur fara í saumana á fjárlögunum og spá í hverju má sleppa. Ef við klúðrum þessu þá er engin von þetta er okkar síðasti séns að fá alvöru hagkerfi. Annars getum við flutt af landi eða aftur í torfkofa og tekið upp lífshætti síðustu alda.
Gunn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 06:48
Því miður held ég að Jón Steinar Ragnarsson hafi rétt fyrir sér. Þeir sem hafa ekki séð greinarnar mínar um þessi mál á
http://neo.blog.is/blog/neo/entry/670901/
Ættu að skoða það núna.
Það er algert forgangsatriði að vernda auðlindir Íslendinga!
Ég er samt ansi hræddur um að stjórnvöld séu þegar búin að selja allt undan okkur og skuldsetja okkur í topp.
Það heyrast fréttir um að Icesave reikningarnir verði borgaðir út innan nokkurra daga, hver borgar það? Til hvers erum við að fá lán frá IMF? Einungis til að reyna að auka traustið á krónunni?
Neo, 31.10.2008 kl. 07:59
Þarf ekki bara að bæta við auðlindunum í 40. gr. Stjórnarskrarinnar? Þar eru bara nefndar fasteignir í bili:
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
-- Hérna vantar inn auðlindir Íslands og hægt að afgreiða það mál fljótt með stjórnarskrárbreytingu.
nicejerk, 31.10.2008 kl. 14:00
og bæta við að einungis þjóðaratkvæðagreiðsla geti hróflað við auðlindunum, ekki bara einhver lagaheimild ákveðin af Alþingi
nicejerk, 31.10.2008 kl. 14:04
Er ekki land fasteign í skilningi lögfræðinnar?
Theódór Norðkvist, 31.10.2008 kl. 15:40
Það er gott að Marinó veki athygli á því veika lýðræði sem við búum við hér á landi. Því miður hefur verið unnið að því leynt og ljóst að stórauka völd ráðherranna umtalsvert á undanförnum misserum. Þannig hafa ráðherrar orðið einvaldar á því sviði sem heyrir undir þeirra ráðuneyti. Ég þekki þetta best hvað varðar menntamálinn. Ég reikna líka með að margir verði langleitir þegar nýju fræðslulögin, sem voru samþykkt sl. vor, koma til framkvæmda en nóg um það í bili.
Það er fróðlegt að sjá hvernig Marinó líkir samfélagsástandinu við Sturlungaöldina. Ég er sammála honum að þar er margt mjög sambærilegt. Spurning hvort sagnfræðin á ekki eftir að kenna þetta tímabil sem við lifum á nú Davíðsöldina. Nafn Davíðs verður þannig um ókomna tíð tengt þeim hörmungum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum núna.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.