27.10.2008 | 09:45
Minni hækkun en efni stóðu til
Þrátt fyrir að verðbólga sé að setja enn eitt metið á þessari öld, þá er hækkun hennar mun minni en efni stóðu til eftir mikla lækkun krónunnar frá miðjum september fram að mánaðarmótum. Það getur bara þýtt eitt. Innflutningur hefur nokkurn veginn lagst af. Ný vara er ekki að berast til landsins, annars vegar vegna þess að innflytjendur eru í skuld við erlenda birgja eða þurfa að staðgreiða og hins vegar vegna þess að menn vita að ekki er hægt að bjóða Íslendingum upp á þær hækkanir sem þyrftu að verða miðað við breytingar á gengi.
Ég veit af aðila, sem hefði miðað við lækkun krónunnar, þurft að hækka vöru sem viðkomandi fékk nýja sendingu af úr 16.900 kr. í 26.900 kr., en veit að það gengur ekki. Þessi aðili hefur því um tvennt að ræða, annars vegar að lækka álagningu sína um tugi prósenta eða sleppa því að setja vöruna í sölu.
Það verður fróðlegt að sjá þróun næstu vikna og mánaða, en vonandi bendir þetta til þess að verðbólgukúfurinn verði ekki eins snarpur og staða krónunnar benti til í lok september. Ef við gerum ráð fyrir að hækkun vísitölu milli október og nóvember verði á bilinu 2/3 af hækkun milli september og október og það dragi á svipaðan hátt úr hækkun vísitölu neysluverðs fram í janúar, þá getum vi samt búist við því að verðbólgan toppi í hátt í 18% fljótlega eftir áramót. Dragi hraðar úr hækkun vísitölunnar milli mánaða, segjum hún verði þriðjungur hækkunar mánaðarins á undan, þá verður toppnum náð í 16%. Ef hækkunin helst aftur óbreytt á milli mánaða næstu þrjá mánuði, þá toppar verðbólgan vel yfir 20%. Auðvitað fáum við ekki svona línulegt ferli, en þetta gefur einhverja hugmynd um hvað gæti gerst.
Verðbólgan nú 15,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég man þá tíð þegar innflutningsaðilar hækkuðu vörur sínar nánast samdægurs þegar krónan lækkaði. Þetta var oft á tíðum augljós svívirða en á þessum erfiðu tímum er þessum aðilum ekki fært að gera þetta. En neytendavitund almennings er samt ekki upp á marga fiska og vonandi breytist hún við þessa lífsreynslu þjóðarinnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 10:04
Fólk á enga annara völ en að breytast. Eigum við að kalla þetta kreppuskóla í boði Sjálfstæðisflokksins ?
Eða stærsta "litla gula hænan" tímabil í sögu stjórnmálana á Íslandi ?
Vonandi líka.. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:11
Þetta er örugglega hárrétt hjá þér Marínó. Menn bíða og sjá hvort gengið fari upp eða niður þegar það fer aftur að hreyfast, en aðal atriðið er eins og þú segir að innflutningur hefur lagst af.
Fréttir af gjaldeyrisviðskiptum eru helst um vandræði útflytjanda að fá gjaldeyri hingað heim. Engar fréttir berast um hugsanleg vandræði innflytjenda. Þó er farið að bera á vöruskorti: Prins Póló fæst ekki lengur, Economist kom ekki fyrir helgi - hvenær förum við að sjá auðar hillur í matvörumörkuðum? Vonandi kemur ekki til þess en mig grunar að þá verði margur fyrir verulegu áfalli.
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.10.2008 kl. 16:26
fátt er svo með öllu illt...
án þess að dæma alla, þá hafa of margir kaupmenn verið heldur of graðir í sinni álagningu. þetta verður þá kannski til að þvinga þá til að slaka á græðginni
Brjánn Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.