Leita í fréttum mbl.is

Ætla að lána 3 milljarða punda

Samkvæmt frétt á vef Financial Times (www.ft.com) ráðgera bresk stjórnvöld að lána Íslandi 3 milljarða GBP svo hægt verði að endurgreiða Bretum sem áttu innstæður á Icesave innlánsreikningum Landsbankans.

Sagt er að lánið sé mikilvægt skref svo hægt sé að losa um eignir Landsbankans í Englandi, en eins og alþjóð veit voru þær frystar með tilvísun í hryðjuverkalög fyrir 2 vikum.   Sagt er að sendinefnd breska fjármálaráðuneytisins og Englandsbanka séu á leiðinni til að "ganga frá málum". 

Það virðist vera hluti af samkomulaginu að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á fyrstu 20.887 EUR af innistæðum hvers aðila, en bresk stjórnvöld greiði það sem upp á vantar upp í 50.000 GBP (mismunur upp á 33.811 GBP).  Talið er að á breska ríkið falli um 2,4 milljarðar GBP.

Jafnframt er sagt að samkomulagið dekki hvorki innistæður fyrirtækja né opinberra aðila.

Þetta verða að teljast mikil tíðindi og vonandi verður Landsbankinn í framhaldinu tekinn af lista breskra stjórnvalda yfir vafasama aðila og gjaldeyrisviðskipti geta komist í samt horf.

Fréttin í heild er hér:

Treasury plans £3bn loan to Iceland

By David Ibison in Reykjavik

Published: October 21 2008 23:20 | Last updated: October 21 2008 23:20

UK Treasury officials are putting the final touches to a plan to lend about £3bn to Iceland so it can repay UK depositors in Icesave, the online banking unit of Landsbanki, the collapsed Icelandic bank.

The loan would provide an important first step towards unfreezing the deposits of approximately 300,000 UK customers who have been unable to withdraw money after Landsbanki collapsed this month.

A delegation from the UK Treasury and the Bank of England will arrive in Reykjavik, the Icelandic capital, this week to try to “wrap up” the terms of the loan, according to officials in ­Iceland.

The precise size of the loan has not yet been decided, but it is expected to be about £3bn, representing about 30 per cent of Iceland’s gross domestic product.

A Treasury spokesperson said: “Following conversations between the chancellor [Alistair Darling] and Icelandic prime minister, officials from the Treasury and Bank of England are going to Iceland to work on finalising an agreement that aims to compensate UK depositors and ensure fair treatment for creditors.”

An agreement would help ease tensions significantly between the UK and Iceland after the collapse of its banking system triggered the most damaging diplomatic spat since the cod wars of the 1970s.

Relations deteriorated after the British government used anti- terror legislation to freeze the assets of Landsbanki amid fears the Icelandic government might renege on its commitment to compensate UK depositors.

The proposed loan will mean that the Icelandic government will be able to meet its share of compensation payments, with the remainder covered by the Financial Services Compensation Scheme, the UK compensation scheme.

The Icelandic government is responsible for paying the first €20,887 (£16,189) of any compensation claim while the UK government covers the difference up to £50,000. In this case, the UK government has also agreed to pay any additional claims over the £50,000 limit.

UK taxpayers could face a bill of at least £2.4bn to compensate British holders of accounts at Icesave, it has been estimated.

Any agreement with the Icelandic government will not cover corporate and government account holders in Icesave.

Björgvin Sigurdsson, Iceland’s commerce minister, said an agreement should be concluded by Wednesday.

 


mbl.is Bresk nefnd aftur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Samkvvæmt skráðu gengi eru þetta um 600 miljarðar eða ca. 2 milljóniir á hvern Íslending nálægt tíu miljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Og þú vilt bara drífa í þessu Marinó, samþykkja þessa skuld Landsbankans fyrir hönd þjóðarinnar, og heldur þú  að þá komist gjaldeyrisviðskipti þjóðarinnar í "samt horf". Þetta er ekki það sem þjóðin vill. Flestir eru sammála um að það skuli freista þess að láta erlendar eignir bankanna ganga upp í skuldir þeirra og skilja það sem vantar uppá ógreitt. Þjóðin stofnaði ekki til þessarar skulda við breska innistæðieigendur, almennir skattborgarar eiga ekki að greiða þetta í gegnum ríkissjóð frekar en fyrir önnur fyrirtæki sem verða gjaldþrota í þessu landi. Bankinn var einkafyrirtæki og laut séstökum reglum um tryggingasjóð án bakábyrgðar íslenska ríkisins Málflutningur af því þínu tagi fer gjörsamlega gegn hagsmunum Íslendinga til lengri tíma litið. 

Óttar Felix Hauksson, 21.10.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Óttar, ég hvorki samþykti útrásina né þessar skuldir.  Ég er eingöngu að skýra frá því sem kemur fram í frétt FT.com. 

Við megum ekki gleyma því að Landsbankinn á miklar eignir og til þess að þetta falli á þjóðina, þá þurfa þær eignir að hafa brunnið upp síðustu daga.  Þetta mál er algjört bull og skandall.  Ég býð jafn spenntur og allir aðrir eftir því hvernig þetta mál leysist.  Það er mín skoðun að Bretar hafi beitt okkur ofbeldi og með því rýrt eignir bæði Landsbanka og Kaupþings um hundruðir, ef ekki þúsundir, milljarða króna.  Líkja má því sem núna er að gerast við það þegar örfáir höfðingjar seldu Ísland í fé- og valdagræðgi undir Noregskonung árið 1262.

Ég vona að hvorki þetta lán né það sem virðist vera að koma frá IMF og seðlabönkum nokkurra þjóða, falli á okkur skattgreiðendur.  Framtíðin ein mun skera úr um það.

Varðandi það, að "minn" málflutningur fari gegn hagsmunum Íslendinga, skil ég ekki hvað þú átt við.  Ég hef aldrei sagt eitt eða neitt um það hvort eða hve mikið við ættum að borga og sé eftir hverri einustu krónu sem fer af mínu sjálfsaflafé í að greiða það tjón sem fall bankanna hefur valdið.  Þá er ég ekki eingöngu að tala um þessi lán, heldur líka skert lífskjör almennra landsmanna.  Mér þætti t.d. ekkert að því að þeir sem bera ábyrgð á þessu leggi eitthvað í púkkið.  Þeir mega mín vegna halda eftir einum milljarði hver, ef við fáum allt annað sem þeir eiga.  Loks tel ég að ríkið eigi að afhenda lífeyrissjóðunum Nýja Kaupþing með manni og mús, því þar með væri a.m.k. gerð tilraun til að bæta landsmönnum upp það tap sem hefur orðið á inneignum þeirra í sjóðunum.

Marinó G. Njálsson, 22.10.2008 kl. 00:21

3 identicon

Já þetta er mikið áhyggjuefni við erum að sökkva í skuldum sem við höfum ekkert haft með að gera.

Glitnir í Noregi er í rannsókn: sjá http://e24.no/utenriks/article2726011.ece þeir eru núna komnir í lögreglurannsókn.  Allt eykur þetta grefur undan virðingu okkar Íslendinga.  Held að það séu fleirri "beinagrindur í skápum" bankanna. Er ekki eins bjartsýnn á að það séu miklar eignir í þeim búum, held að skuldirnar séu mikið hærri. Annars held ég að Kaupþing sé einskis virði og minna en einskis virði þegar þú sérð á skuldbindingarnar.  Ef ríkið á að taka allar skuldbindingarnar og að gefa þetta öðrum er fáránlegt að mínu mati.  Minni á að heildarskuldir bankanna voru áætlaðar um 8000 miljarðar í vor á þáverandi krónugengi.

Það er sem betur fer góður andi til Íslendinga í Noregi og í dag 23.10. kemur sendinefnd frá norska ríkinu með víðar heimildir og þeir eru að athuga hvernig það er hægt að hjálpa til.  Þetta bendir til að Íslendingar og IMF eru búnnir að ná samkomulagi.
http://www.nrk.no/nyheter/1.6274900
Það er sem betur fer einhver sem vill hjálpa okkur.  Kanski þeir leyfi okkur að nota norskar krónur.  Við getum lagt niður seðlabankann með manni eða mús. 
Get annars ekki séð margt jákvætt í þessari stöðu sem við erum komin í.

Gunn (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 04:54

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Svo voru menn að tala um glæpahópa í Nígeríu, Litháen, Búlgaríu, Rúmeníu, Balkanskaganum og ég veit ekki hvar á meðan stærstu glæpamennirni gengu jakkafataklæddir , akandi um á Range Rover, kaupandi upp fasteignir, sem þeir létu síðan rífa, okrandi á okkur og lítandi niður á okkur árum saman!

Ef Bretar og Hollendingar halda að þeir séu reiðir, þá ættu þeira heyra um hversu reiðir Íslendingar sjálfir eru!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 199
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 1680762

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband