Leita í fréttum mbl.is

Góður sigur hjá Stoke

Ég horfði á leikinn með öðru auganu og verð að segja, að Stoke vann verðskuldaðan sigur.  Það var raunar með ólíkindum að leikurinn hafi ekki unnist mun stærra fyrir utan að mark Tottenham var kolólöglegt.

Þessi leikur sagði meira um stöðu Tottenham í deildinni, en stöðu Stoke.  Vonleysi, baráttuleysi og hugmyndasnauð Spurs hlýtur að valda aðdáendum liðsins áhyggjum.

Varðandi Stoke, þá er varnarleikurinn ennþá helsti veikleiki liðsins.  Ég hef aldrei geta skilið hvað Tony Pulis hangir endalaust með Andy Griffin í vörninni.  Maðurinn var handónýtur í vörn Derby í fyrra og er jafn handónýtur í vörn Stoke núna.  Miðja Stoke er sterk, en varla getur maður talað um einhverja lipra leikmenn.  Sidibe er óhemju duglegur, en Kitson vita gagnlaus.  Fuller lék sér að vörn Tottenham, sem verður að teljast sú lélegasta á Englandi í dag.

Í heildina góður sigur í stórfurðulegum leik.


mbl.is Stoke skildi Tottenham eftir á botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fylgist með öðru auganu með gengi Hull sem kemur stöðugt á óvart. Sem stendur verma þeir 3. sætið. Þetta er með ólíkindum fyrir nýliða í deildinni.

Ég vona að þeir beri gæfu til að halda dampi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Lára Hanna, já, Hull er að gera góða hluti.  Þess betri þegar haft er í huga að liðið var í C-deild Englands fyrir 17 mánuðum.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2008 kl. 18:18

3 identicon

Sæll Marinó!

Stoke voru betri er líða tók á leikinn.  Einum færri voru spursarar orðnir þreyttir.  Þeir voru klárlega betra liðið í fyrrihálfleik en hugmyndaleysi upp við mark andstæðingann var algjört og er búið að vera allt tímabilið eftir brotthvarf Berba og Keno.  Mark okkar var rangstæða en svona er boltinn.

Stoke fellur og enn eru bara 8 umferðir búnar en því verður ekki neitað að þeir voru sterkari í síðari hálfleik og unnu verðskuldað.

Fuller þvældi vörn spurs einu sinni uppúr skónum og thats it? Meira sá ég ekki til hans í leiknum og einginn í liði Stoke sem heillaði mig sérstaklega, en liðsheildin skapaði þennan sigur Stokara og mínir menn eru enn á botninum en hver veit nema að sigur á Cashburden Grove breyti því síðar í mánuðinum?

Jón Berg (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:33

4 identicon

Sénsinn að Tottenham vinni Arsenal á Emirates.

Danni (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæll Jón Berg Eðal-Spursari,

Satt er það að 8 umferðir séu búnar. Stoke er að mínu mati búið að tapa nokkrum óþarfa stigum og hefði því hæglega geta verið komið með fleiri stig.  Töpin á móti Middlesboro og Everton voru algjörlega óþörf, en hin þrjú réttlátanleg.  Mér sýnist aukið sjálfstraust vera að færast í liðið og leikur þess batnar með hverjum leik.  (Veitti svo sem ekki af.)  Hvort að það dugi til að hanga í deildinni, það veit ég ekki, en menn gera þó sitt besta.  Með fullri virðingu fyrir þínum mönnum, sem ég veit að eru þér ákaflega hjartkærir, þá er ekki hægt að segja það sama um þá. Því miður.

Það fer ekkert á milli mála að lið Tottenham er með fullt af góðum leikmönnum innan sinna vébanda.  En þeir ná ekki saman um þessar mundir.  Stórfurðulegar ákvarðanir á leikmannamarkaðinum spila þar stór hlutverk.

Munurinn á Stoke og Tottenham, er að annað liðið er búið að glata sjálfsvirðingu og sjálfstraustinu, en hitt ekki.  Ég þarf ekki að segja hvort er hvað.

Varðandi leikinn á móti Arsenal, þá held ég að spursurum farist nú að tala um Cashburden.  Það er lítil skynsemi í því að selja frá sér tvo bestu framherjana og fylla ekki í skörðin.  Vissulega fenguð þið 50 milljónir punda, en þær hala ekki inn stigum. 

Marinó G. Njálsson, 20.10.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 426
  • Frá upphafi: 1680812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband