17.10.2008 | 09:33
Hrægammarnir mættir til að bæta um betur
Ég veit í sjálfu sér ekkert hvernig staðið var að þessari sölu eða hvað liggur undir. Þetta er svona dæmigerð frétt þessa daganna, þar sem hlutunum er skellt fram án nægilegra upplýsinga. En það er samt skelfilegt að vita, að hingað til lands streyma hrægammar fjármálakerfisins og vilja kaupa íslenskar eignir á brunaútsölu. Kaldhæðnin í þessu, að þetta eru líklega sömu mennirnir, eða vinna við hliða á þeim, og eru valdir af fjármálakreppunni í leit sinni af skyndigróða. Þetta eru meira og minna aðilar frá bandarískum fjárfestinga- og vogunarsjóðum sem af eigin siðblindu hafa sett fjármálakerfi heimsins á hliðina.
Ég skora á skilnefndir bankanna, viðskiptaráðherra og forsætisráðherra að gera þessa aðila alla afturreka. Að veita þeim ekki einu sinni viðtal, heldur benda þeim á að Ísland eigi ekki í viðskiptum við hrægamma.
Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó
Var það ekki einmitt svona sem "Íslensku útrásarvíkingarnir" höguðu sér?
Alli (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:42
Þetta er rýrnun uppá 365 milljónir sænskra króna á 2 árum og svoleiðis rýrnun er útilokuð án þess að fjármálaeftirlitið í Svíþjóð hafi gert athugasemdir. Þetta var gefið í dag og mér finnst skrítið að þetta sé selt í hvelli án þess að athuga hvort fleiri hafi haft áhuga á að kaupa þetta til að reyna að fá sem mest fyrir þetta, ég er í hrikalegu fúlu skapi !
Sævar Einarsson, 17.10.2008 kl. 09:45
Alli, ég kannast ekki við að "íslensku útrásarvíkingarnir" hafi nokkurs staðar komið þar að þar sem allt var í kaldakol til að gera ástandið verra. Ef við ætlum að rétta hagkerfið af á sem stystum tíma með sem minnstum afföllum, þá þurfum við að fá gott verð fyrir eigur bankanna, ekki brunaútsöluverð. Ég held að það verði betra að hafa opinbert uppboð á þessum eignum, en að selja þær svona hrægömmum.
Marinó G. Njálsson, 17.10.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.