15.10.2008 | 00:35
Tillögur að stjórnarháttum fyrir nýju bankana
Frétt á vb.is vakti hjá mér gleði. Fyrirsögn fréttarinnar er: Unnið að tillögum um stjórnarhætti nýrra ríkisbanka. Þannig eru mál með vexti að Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Íslands hafa sem sagt verið að vinna við gerð tillagna um stjórnarhætti hinna nýju ríkisbanka.
Ég hef skrifað nokkrar færslur um mikilvægi góðra stjórnarhátta, þar sem ég hef bent á kosti þess að fyrirtæki leggi rækt við slíkt. Þó svo að fókusinn í þeirri ráðgjöf, sem ég veit í mínu starfi, sé á stjórnun upplýsingaöryggis og stjórnun rekstrarsamfellu, þá legg ég að jöfnu öllu svið.
Góðir stjórnarhættir eru öllum fyrirtækjum mikilvægir og aldrei sem fyrr í ástandi eins og gengur yfir þjóðfélagið núna. Ég veit að bankarnir þrír voru allir búnir að leggja vinnu í að skjalfesta verklagsreglur á ýmsum sviðum, en nú þarf að klára vinnuna áður en of langur tími líður. Og ég vil hvetja þessa aðila sem standa að þessari vinnu að gleyma ekki neinum af þeim kröfum sem lög, reglur og eftirlitsaðilar gera til bankanna. Bara á því sviði sem ég starfa, þá er listinn endalaus: Persónuverndarmál, hin ýmsu leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlits, gagnaöryggisstaðall greiðslukortafyrirtækja, stjórnun rekstrarsamfellu, stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun, stjórnarhættir vegna reksturs upplýsingakerfa og fyrirkomulag innri endurskoðunar (þ.e. það sem snýr að framangreindum þáttum) svo fátt eitt sé nefnt.
Þó flest af ofangreindum atriðum hafa líklegast verið í fínu lagi hjá bönkunum þremur áður en þeir fóru í þrot, þá er ég alveg viss um að eitt atriði klikkaði og það má ekki klikka aftur. Þar á ég við stjórnun rekstrarsamfellu. Rekstur fyrirtækja snúast að mínu mati fyrst og síðast um að halda þeim gangandi, að tryggja samfeldni rekstrarins. Nú erum við að bíta úr nálinni með að þetta fór úrskeiðis og það mjög illilega. Hvað svo sem olli því að hlutirnir fóru úrskeiðis, skiptir ekki máli, fallið var hátt og afleiðingarnar svakalegar. Komum í veg fyrir að það endurtaki sig með því að huga strax að því sem getur farið úrskeiðis.Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.