Leita í fréttum mbl.is

Tillögur að stjórnarháttum fyrir nýju bankana

Frétt á vb.is vakti hjá mér gleði.  Fyrirsögn fréttarinnar er:  Unnið að tillögum um stjórnarhætti nýrra ríkisbanka.  Þannig eru mál með vexti að Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Íslands hafa sem sagt verið að vinna við gerð tillagna um stjórnarhætti hinna nýju ríkisbanka.

Ég hef skrifað nokkrar færslur um mikilvægi góðra stjórnarhátta, þar sem ég hef bent á kosti þess að fyrirtæki leggi rækt við slíkt.  Þó svo að fókusinn í þeirri ráðgjöf, sem ég veit í mínu starfi, sé á stjórnun upplýsingaöryggis og stjórnun rekstrarsamfellu, þá legg ég að jöfnu öllu svið. 

Góðir stjórnarhættir eru öllum fyrirtækjum mikilvægir og aldrei sem fyrr í ástandi eins og gengur yfir þjóðfélagið núna.  Ég veit að bankarnir þrír voru allir búnir að leggja vinnu í að skjalfesta verklagsreglur á ýmsum sviðum, en nú þarf að klára vinnuna áður en of langur tími líður.  Og ég vil hvetja þessa aðila sem standa að þessari vinnu að gleyma ekki neinum af þeim kröfum sem lög, reglur og eftirlitsaðilar gera til bankanna.  Bara á því sviði sem ég starfa, þá er listinn endalaus:  Persónuverndarmál, hin ýmsu leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlits, gagnaöryggisstaðall greiðslukortafyrirtækja, stjórnun rekstrarsamfellu, stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun, stjórnarhættir vegna reksturs upplýsingakerfa og  fyrirkomulag innri endurskoðunar (þ.e. það sem snýr að framangreindum þáttum) svo fátt eitt sé nefnt. 

Þó flest af ofangreindum atriðum hafa líklegast verið í fínu lagi hjá bönkunum þremur áður en þeir fóru í þrot, þá er ég alveg viss um að eitt atriði klikkaði og það má ekki klikka aftur.  Þar á ég við stjórnun rekstrarsamfellu.  Rekstur fyrirtækja snúast að mínu mati fyrst og síðast um að halda þeim gangandi, að tryggja samfeldni rekstrarins.  Nú erum við að bíta úr nálinni með að þetta fór úrskeiðis og það mjög illilega.  Hvað svo sem olli því að hlutirnir fóru úrskeiðis, skiptir ekki máli, fallið var hátt og afleiðingarnar svakalegar.  Komum í veg fyrir að það endurtaki sig með því að huga strax að því sem getur farið úrskeiðis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband