8.10.2008 | 12:46
Eldurinn hefur borist til útlanda
Slökkviliðsstjórinn, Davíð Oddsson, fór í útkall fyrir hálfum mánuði. Eldur logaði í einni byggingu við Kirkjusand. Ekki tókst betur til en að húsið brann til kaldrakola og eldurinn breiddist út til margra bygginga við Borgartún og Austurstræti. Staðan í dag eftir þetta útkall er að allur bærinn logar. Reykjavík stendur í ljósum logum. Heimili landsmanna standa í ljósum logum. Lífeyrissjóðirnir urðu fyrir ótrúlegum skaða. Og núna hefur eldurinn breiðst út fyrir landsteinana.
Svo kemur maðurinn í viðtal og segist hafa gert allt rétt! Hvernig getur það gengið upp? Seðlabankanum, með Davíð Oddsson í fararbroddi, hljóta að hafa orðið á geigvænleg mistök fyrst svona er málum komið. Seðlabankinn hlýtur að spyrja sig að því hvað hefði mátt gera öðruvísi.
Ég óska Kaupþingi góðs gengis í baráttu sinni við að halda bankanum á floti.
Kaupþing í London í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú ert búinn að skrifa svo marga, frábæra pistla undanfarið að ég hef ekki við að lesa - og taka undir! Takk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:26
Takk fyrir það, Lára. Þú ert nú ekki síður afkastamikil. Við hittumst vonandi einhvern tímann í leiðsögustarfinu (þ.e. þegar ég hef lokið náminu).
Marinó G. Njálsson, 8.10.2008 kl. 13:46
Því miður held ég að mín óvenjulega og ótrúlega svartsýni undanfarnar vikur hafi verið réttlætanleg enda umræðan gjörsamlega út í hött. Ég held hreinlega ekki að fólk á Íslandi gerir sér grein fyrir hve illa er komið á fyrir okkur. Glitnishluthafarnir fá ekkert fyrir sinn snúð frekar en þeir Landsbankamenn og væntanlega aldrei verið forsendur fyrir því. Þetta er ekki DÓ að kenna þó hann hafi kannski með yfirlýsingum sínum ekki bætt ástandið . Hann er orðinn ein allsherjar "scape goat" .... kannski það er hægt að kenna honum um einnig um hina alþjóðlegu fjármálakreppu, hehe... mikill væri þá máttur Davíðs. En hann er bara lítill, fúll og frekur kall í litlum seðlabanka á Íslandi.
Væntanlega var SÍ var píndur af stjórnmálamönnunum til að hafa fastgengi, "eitthvað verður að gera allt var orðið svo dýrt" hefur ábyggilega verið sagt. Of lítið fjármagn er/var bak við þetta og í þessu ástandi nú var þetta frá upphafi raunveruleikafirrt aðgerð. "Stíflugarðurinn" of dýr. ... þetta var í raun það sem allir vissu eða ættu að hafa vitað dauðadæmt frá upphafi og það flæddi yfir hann frá fyrstu stundu.
Við Íslendingar getum ekki staðið í skilum við þær skuldbindingar sem bankarnir eru búnir að koma sér í erlendis, það er nánast öllum að verða ljóst. Bretland og fleiri lönd í Vestur Evrópu geta að mörgu leiti kennt sér um þetta vegna þess þeir vildu ekki hjálpa okkur nægilega. Við skiljum "skítinn" eftir hjá þeim og látum þá hreinsa upp. Þetta mun valda skriðu af fjárnámi í eignum íslenskra aðila erlendis. Held að það leiði til samevrópskar lögreglurrannsóknar og eignaupptöku hjá íslenskum fyrirtækjum. Annað kæmi mér á óvart.
Við verðum hér á þessari eyju og getum notað krónur eða .... Lató. Verðum komin í stöðu Argentínu sem ekki vildi greiða skuldir sínar. Verðum sett í skammakrókinn. Getum séð langt eftir aðild að myntbandalaginu og Evruaðild.
.... er einhver sem trúir því að hægt sé að borga með íslenskum kreditkortum? Nei við höfum ekkert kreditt.
Gunn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:07
Gunn, ert þú nokkuð hugmyndasmiður þessa ferlis?
Þetta hefur vissulega alltaf verið "worst case scenario" eins og sagt er þegar maður er að útbúa áætlanir um samfeldan rekstur. En það þurfti ákveðna atburðarás til að þetta endaði svona. Nú hafa spilin lagst svona upp og þá verður að byrja upp á nýtt með nýju fólki. Það verður að hreinsa til í stjórnsýslunni, Seðlabanka, bönkunum og í laga- og regluverkinu.
Veistu um eitthvað gott starf í Noregi fyrir mann með mína þekkingu?
Marinó G. Njálsson, 8.10.2008 kl. 15:18
Því miður Marínó. Það er engin gleði í mínum huga yfir því að þessar "hrak"spár mínar rættust.
Umræðurnar um efnahagsmál á Íslandi hafa einkennst af hreint ótrúlegri persónugerfingu. Þetta snýst allt um hagsmuni. Að Davíð er illa við Jón Ásgeir og gerir þetta og hitt. Að Geir sé vasanum á Davíð bla.bla.bla.
Fólk sér þá ekki hvað í raun er að gerast. Það sem hefur gerst er að til þess að gera lítill hópur manna með mikil viðskiptatengl sín á milli eru búnir að koma íslensku þjóðinni á vonarvöl.
það sem vantar á Íslandi er gagnrýnin fjölmiðlun og upplýstari almenning. Mér hefur síðuastu tvö árin fundist að fólk á Íslandi hefur margt misst gjörsamlega áttirnar.
Þegar bent hefur verið á þessar augljósu staðreyndir með krosseignatengsl, innherjaviðskipti og ótrúlegan glannaskap íslenskra fjármála hefur fólk álitið það árás á land og þjóð. "Spinn doctors" þessara stóru fjármagnseigenda í gegnum sína og aðra fjölmiðla hafa síðan spilað á þetta með undirsöng annara sem margir hafa trúað þessu. Um öfund Dana og annara þjóða af því við værum svo klárir. Já hvað getur maður sagt?
Það eru væntanlega kannski ennþá til fólk sem heldur og trúir því að Davíð Oddsson hafi komið öllu þessu til leiðar... Það er það ótrúlega... Ég segi nú orðið bara "já, heldur þú það?" Og glotti í laumi. Mér hefur aldrei fundist neitt varð í kallinn. Og í raun og veru ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að verja hann. Það er ekki SÍ sem er ástæða þess að það fór svona fyrir okkur. Þeir hefðu vel getað haldið að sumu leiti betur á spilunum. þeir höfðu aldrei nein góð spil á hendi. Það var búið að fjarlægja bindiskyldu bankanna, þeir höfðu lítinn gjaldeyrisvarasjóð. Og nánast eina verkfærið var vextir en það var hreinlega ullað á þá og fólk tók erlend lán. Að byggja upp stóran gjaldeyrisvarasjóð hefur margoft verið bent á ma. af Seðlabankanum en það var aldrei pólitískur vilji til þess, því miður. Grundvallarmistökin voru að leyfa þessa bankaútþennslu erlendis. Gróði bankanna byggðist á "carring trade" og grundvöllurinn hrundi þegar vextir á alþjóðamörkuðum hækkuðu og þeira staða varð vonlaus þegar fjármálahamfarirnar hófust. Eftir á að hyggja held ég ekki einu sinni að ef þeir hefðu gert allt rétt gætu þeir ekki hafa reddað þessu. "Íslensku" bankarnir voru dauðadæmdir. Það kemur væntanlega að verða niðurstaða rannsókna sem verða að vera eftirá.
Við Íslendingar sitjum uppi með barreikninginn, rúin trausti. Ég óska þér og fjölskyldu þinni og öðrum góðs gengis í erfiðleikunum framundan. Þetta verður geysilega erfiður tími fyrir þá sem fá borgað í krónum og þurfa að borga skuldir í erlendri mynt og margt fólk hefur um sárt að binda vegna beins fjárhagstaps. Það á eftir að verða gríðarlegt fall á fasteignaverð og atvinnuleysi. Það verða erfiðir 6 mánuðir framundan.
Það kemur dagur eftir þennan dag, sólin kemur upp á morgun. Það þarf að "hleypa loftinu" úr hagkerfinu og jafnvægi næst á að ég tel eftir ca. 6 mánuði, væntanlega verður krónugengið talsvert hærra en við höfum áður átt að venjast og lífskjör verða skert um nokkurn tíma. Það finnst svo margt annað en auðæfi það er svo ótal margt annað til í þessum heimi.
Gunn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.