Leita í fréttum mbl.is

Má aldrei gera neitt fyrr en í óefni er komið?

Það er gott að sjá, að Seðlabankinn ætlar loksins að grípa til aðgerða til að styrkja gengið.  Virði ég það við bankann hvað hann ætlar að vera ákveðinn í aðgerðum sínum.  Það eina sem ég velti fyrir mér er:  Af hverju er Seðlabankinn ekki fyrir löngu búinn að grípa til slíkra aðgerða?  Af hverju þarf neyðarástand að skapast áður en gripið er inn í?

Það er verið að skipta út stjórn Landsbankans.  Það er búið að taka yfir Glitni.  Nú er kominn tími til að hreinsa út úr stjórn og bankastjórn Seðlabankans.  Þar er fullt af fólki sem lét það líðast að fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi á þeirra vakt.  Nú er tími til kominn að einstaklingar með bein í nefinu og djúpstæðaþekkingu á fjármálakerfi landsins og umheimsins taki við.

Annars lýst mér vel á þá hugmynd að Íbúðalánasjóður fái "takmarkalausa heimild til að kaupa upp öll veðlán sem tengd eru húsnæðiskaupum,2 eins og haft er eftir Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra í DV í dag.  Mér lýst ennþá betur á, ef slík lán munu lækka til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið.  Ef það gengur eftir mun ég alveg örugglega kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum og Jóhanna Sigurðardóttir verður þaðan í frá Heilög Jóhanna Grin 


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hinn há æruverðugi foringi DO ber nú mikla sök á því hvernig komið er..

Hann má þakka fyrir að verða ekki sóttur til saka fyrir stórfeit gáleysi og glæpsamlegt athæfi m.v. þær sögur sem maður er að heyra innan úr Seðlabankanum.

Tinni (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hvaða sögur ert þú að heyra innan úr Seðlabankandum, Tinni?  Það væri gaman að heyra hvað sagt er um yfirklúðrara landsins.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Helvítis ankerið virðist ekki vera komið í botn ennþá.

Svo tekur óvissutíminn við. Það er þegar maður er að bíða eftir að það nái fatti. Sá tími getur tekið á taugarnar. Manni finnst það oft vera óratími þó oftast sé bara um nokkrar sek/mín að ræða. Sérstaklega í roki.

En svona fer þegar fíflin í brúnni láta ekki ankerið fara fyrr en allt er komið í þrot.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 7.10.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhannes, ég tek það sem svo að þú sért að vitna í fyrra blogg.  Nei, það sér ekki fyrir endann á þessu enn.

Ég hef verið að predika hér, eins og Helgi Hós, að við verðum að búa okkur undir heimsendi með því að hafa tilbúnar áætlanir um rekstrarsamfellu.  Það er ljóst að ég hef verið að tala fyrir daufum eyrum.  En nú hefur það gerst sem enginn gerði ráð fyrir vegna þess að það hafði enginn fyrir því að velta því fyrir sér hvað gæti gerst.  Ég vona bara að nú fari menn að hlusta og það sem meira taki við sér.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2008 kl. 11:10

5 identicon

Mér er sagt að sögurnar séu það slæmar að ekki er hægt að hafa þær eftir á opinberum vettvangi.. 

Þetta hef ég þó heyrt:

Sagt er að DO hafi rekið alla starfsmenn SB heim á laugardaginn var, jafnvel þó ærin verkefni hafi verið fyrir höndum og starfsmenn hafi læðst aftur inn í bankann seinna um kvöldið til að reyna að vinna að þeim gríðarlegu verkefnum sem SB stóð frammi fyrir og ekki þorað að kveikja ljós hjá sér af ótta við kallinn.

Önnur sagan segir að meðbankastjórar hans hafi viljað taka gjaldeyrislánið um leið og alþ. samþ. heimildina en DO hafi staðið einn gegn því..

Tinni (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Eitthvað var dularfullt hvernig karlinn (DO) hvarf á sunnudags morgun og hefur ekki sést síðan. Það er verulega eftirtektarvert, miðað við hve hann var alsráðandi í aðgerðunum vegna Glitnis.

 Það er satt Marinó. Manni blöskrar hálfpartinn hvernig ráðamenn setja dæmið upp núna. Nú á bara allt að verða eins og ekkert hafi í skorist. Enginn að finna fyrir neinu.

En það er hætt við að margir vakni upp við vondan draum þegar raunveruleikinn birtist þeim. Menn eru farnir að blogga eins og þetta hafi verið svona "sjúkk, nú munaði mjóu" ástand.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 7.10.2008 kl. 11:50

7 identicon

Já ég vona að þeim takist að halda genginu uppi það myndi leysa margt og skrúa niður verðbólgu. Því miður leysir þetta einungis hluta vandans en eykur á skuldasöfnunina. "Þeir setja loka pottinn" og "setjast á lokið". Ef þetta væri lausnin á okkar vandamáli hvers vegna ekki fyrr? Það er ótrúleg hagnaðarvon að sprengja upp svona gengisstíflur fyrir bæði innlenda og erlenda aðila. Væntanlega eru fáir sem vilja skipta gjaldeyri yfir í íslenskar krónur en ákaflega margir sem vilja skipta krónum í gjaldeyri.  Hmm.. hversu lengi getur það haldið áður en stíflan brestur og hvað kostar "stíflugarðurinn"?  Þú ert talnaglöggur maður Marínó.  Þetta er fjármagnað á lánsfé og gæti í versta fall verið okkur dýr gálgafrestur?  Verður þá ekki að skammta gjaldeyri?  Innflutningshöft?  Hvernig fer með VíSA kortanotkun erlendis? Hversu lengi ná þeir að halda þessu upp og ef ekki hvað þá?  Hmmm... augljóslega eru menn orðnir desperat enda sá ég á gengisskráningu í dag morgun,  gengi krónunnar rúin trausti.   Þetta kom mér á óvart að þeir skyldu gera þetta enda hefur þetta verið nefnt sem dauðadæmt mál áður að halda gjaldmiðlinum uppi með handafli.  Þetta gerir krónunna gjörsamlega verðlausa erlendis og þess vegna gætum við farið yfir í Lató.  Varla getum við tekið upp Evru í óþökk Evrópska seðlabankans.....?
Við erum væntanlega ekkert vinsælir á Bretlandseyjum það eru 150.000 Icesave sparifjáreigendur sem bölva okkur í ösku.  Vonandi nær Kaupþing að halda sér á floti en ég er orðinn alveg geysilega svartsýnn á þetta allt saman.  Því meira sem ég les í erlendum blöðum því svartsýnni verð ég.  Við verðum bara að vona það besta og standa saman.  Helginn og gærdagurinn var súrrelístiskur og hvernig verður morgundagurinn? 

Gunn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:19

8 identicon

Kosturinn við hinn krítíska punkt er að þá eru flestir á sömu síðu og tilbúnir í aðgerðir.

Stundum skilar það svo litlum alvöru árangri að berjast á móti straumnum að betra er að bíða þeim tíma þar sem allt er "ready to go".

Hvar þú dregur mörkin veltur á fórnarkostnaði aðgerðarleysis vs. róttækni aðgerðana.

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:36

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunn, ég er sannfærður um að einhver mismælti sig eða mistúlkaði það sem sagt var.  Þess vegna setti ég þessi og um Heilaga Jóhönnu og að kjósa Samfylkinguna.

Arnþór, málið er að það er alveg óþolandi að aldrei séhægt að gera neitt nema menn séu á sömu síðu.

Mér skilst af ummælum forsætisráðherra að Seðlabankinn sé búinn að vera með allar klær úti til ná í meira lánsfé í allt sumar.  Menn hafi bara alltaf komið að lokuðum dyrum.  Það er leitt að heyra, en nú sannast hið fornkveðna að sannur vinur, er sá sem er vinur í raun.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2008 kl. 14:20

10 identicon

Hmmm.  mig grunaði það Marínó minn að þetta var eitthvað trúarlegt hjá þér.    Hehe hvað gerir maður ekki til að fá lægri vexti...!!!
Ef eitthvað er of gott til að vera satt.... er það sem oftast ekki satt. 

Þú mátt samt ekki fara að kjósa Samfylkinguna og leggjast þannig alveg í skítinn þótt móti blási.

Gunn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:59

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ja, ef þeir gera þetta sem haft er eftir Björgvin í DV (sem ég hef þegar heyrt að sé ekki rétt eftir honum haft), þá er aldrei að vita hvað maður gerir.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2008 kl. 15:04

12 identicon

Ég var að spá í þetta fastgengi og það virkar víst ekki annars staðar en á Íslandi.... € 131 Íkr.

Í stærsta og virtasta banka Sviss UBS er gengi Evru € 243 Íkr., Bresk £ 322 Íkr, Dönsk Kr 33,4 Íkr, Norsk kr 29,7 Íkr, sjá http://www.ubs.com/1/e/index/bcqv/calculator.html

Er þetta raunveruleikinn sem við komum til að lifa við þegar gengisstíflan brestur og við hættum að geta niðurgreitt gjaldeyri?

Gunn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:19

13 identicon

Og US$ 183 ÍKr. Ef þetta er raungengi íslensku krónunnar þá er hver Evra € niðurgreitt um 102 Íkr.

Auðvitað er ómögulegt að meta raungengi krónunnar í dag.

Skuldastaða í erlendum skuldum er annað dæmi, verður þetta þannig að aðilar í gjaldeyrisskapandi rekstri sjá um að niðurgreiða erlend bílalán/eyðslulán og íbúðarlán og eyðslu og kostnað við fyrrum neyslufyllerí, á Íslandi er það rétt? og hversu lengi getur það haldið áfram?

Gunn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:03

14 identicon

>Arnþór, málið er að það er alveg óþolandi að aldrei sé hægt að gera neitt nema menn séu á sömu síðu.

Sammála.

Arnþór Snær (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband