Leita í fréttum mbl.is

"Seðlabankinn er hvergi"

Nú er útlendingur búinn að segja það sem allir á Íslandi hafa hugsað frá því í vor:

Bloomberg hefur einnig eftir sérfræðingum í Lundúnum, að þeim þyki íslenski seðlabankinn vera aðgerðarlítill á sama tíma og seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu dæla fé inn í fjármálakerfið til að aðstoða banka.

„Allir eru í raun að bíða eftir því að Seðlabankinn geri eitthvað," segir Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities í Lundúnum. „Þetta er eini seðlabankinn í heiminum, sem ekki hefur gripið til aðgerða með einhverjum hætti til að styðja við fjármálakerfi sitt. Tilfinningin er sú núna, að hann sé hvergi, sé ekki nálægur."

Siegenthaler segir að gengislækkun krónunnar muni væntanlega leiða til þess að verðbólga verði 20% en verðbólgumarkmið seðlabankans sé 2,5%.  

„Margir miðlarar segjast aldrei hafa séð gjaldmiðil tapa jafn miklu á jafn stuttum tíma og án þess að seðlabankinn segi neitt eða reyni að grípa inn í með stuðningsaðgerðum," segir hann.

Ekki að ég sé vanur að fagna ummælum erlendra aðila, þar sem þeir fara ansi oft með fleipur.  Og ekki veit ég heldur hvort þetta sé málsmetandi maður með þekkingu á íslenska fjármálakerfinu.  En hvort Beat Siegenthaler er somebody eða nobody þá rataðist honum/henni rétt á munn í þessu tilfelli.  Þegar kemur að því að bregðast við falli krónunnar, þá hefur Seðlabankinn lítið gert og það sem hann hefur gert hefur frekar aukið á vandann en slegið á hann.

Ég sagði um daginn "Vakna þú mín Þyrnirós" og nú segi ég "VAKNAÐU, VAKNAÐU, ÞYRNIRÓS".

 


mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt eftir haft hjá Bloomberg - en - stóra spurningin er.: Hver er hann þessi Davíð, sem ekki aðeins er búinn að setja Ísland í þjóðargjaldþrot, heldur og flestalla stærri banka umheimsins ?' !! - Hver er þessi gaur eiginlega ?? !!!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég veit ekki í hvaða samhengi athugasemd þín er gerð, en hún hefur greinilega ekkert með efni þessa innleggs að gera.

Marinó G. Njálsson, 3.10.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er þeirrar skoðunar að þótt erfitt sé að trúa því, þá sé ríkisstjórnin og Seðlabankinn að vinna eftir einhverri áætlun og að stjórnvöld séu á fullu að reyna að leysa vandamálið.

Seðlabankinn veit nákvæmlega hversu mikið bankarnir skulda og hvenær gjalddaga lánanna. Seðlabankinn veit einnig hversu mikið gjaldeyrisinnstreymi er til landsins og að engin lán er að hafa erlendis. Þetta þýðir: gífurlegt gjaldeyrisútstreymi og lítið innstreymi = gífurlegt fall krónunnar.

Einhverjar smá aðgerðir bjarga þarna engu og eru í raun bara gjaldeyrissóun, þar sem krónan mun halda áfram að falla gríðarlega, nema að eftirspurninni eftir gjaldeyri sé fullnægt. Yfir svo miklum peningum býr bankinn hreinlega ekki yfir.

Það sem stjórnvöld eru eflaust að reyna að gera er að ná í mikla peninga einhversstaðar til að stoppa upp í þetta gat og það er hreinlega varla framkvæmanleg eins og sakir standa.

Útlitið er því ekki bjart. Ég hef samt trú á því að vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum, í Evrópu og Bandaríkjunum láti okkur ekki blæða út og að á næstu klukkustundum eða dögum komi hjálpin langþráða.

Framtíðarlausn þessa máls er ESB aðild og evran - ekkert annað!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.10.2008 kl. 15:44

4 identicon

Áhugavert viðtal við Jón Daníelsson professor í London Scool of Economics í kvöldfréttum og Speglinum í kvöld.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426334/8http://dagskra.ruv.is/streaming/news/?file=4437647

Hans skoðun er að Seðlabankinn átti engan annan kost en að yfirtaka Glitni sem er í raun gjaldþrota og eina sem Glitnir getur lagt af mörkum eru vonlaus veð.

Áróður stjórnar Glitnis og stærstu hluthafa hefur verið viðstöðulaus. Auðvitað vilja stjórnvöld og Seðlabankans ekki koma fram með sannleikan þar sem það myndi grafa undan bankanum.... Oft má kyrrt liggja. Sannleikurinn kemur fram um síðir.

Það sem er stórkostlegt vandamál að það er verið að grafa undan trausti á bæði krónunni og Seðlabankanum og það er geysilegt vandamál í þessari stöðu.

Gunn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunn, það er nóg að setja þessa athugasemd á þann þráð sem athugasemdin snertir.

Marinó G. Njálsson, 3.10.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

,,Og var ég þá hvergi?´´ spurði vinurinn. Varstu að vitna í þetta?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ef þú ert að beina þessu til mín, Benedikt, þá er tilvísunin í eftirfarandi orð Beat Siegenthaler:

 Tilfinningin er sú núna, að hann sé hvergi, sé ekki nálægur.

Þarna er Siegenthaler að lýsa þeirri skoðun sinni að honum finnist Seðlabanki Íslands ekki vera að gera neitt til að bæta ástandið.

Marinó G. Njálsson, 3.10.2008 kl. 22:39

8 identicon

Hefur fólk hugsað spáð í það hvort það sé statt í einhverjum geðveikum leikfarsa, eftir Dario Fo (hét hann ekki það ?). Nú má ekki lengur tala um að íslenskir bankar standa illa, að þeir skulda miklu meira en ríkið ræður. Og að sjálfur bakhjarl bankanna (SÍ) hafi ekkert gert og finnst það bara í góðu lagi ? Er það komið á hreint að kaup ríkisins í Glitni hafi verið besta lausnin ? Fyrir það fyrsta, hefði ekki verið nær að setja þeim stólinn fyrir dyrnar miklu fyrr og hina bankana líka ? Ef málið var að tryggja sparifé almennings, hefði þá kannski verið betri lausn að borga það, en leyfa bankanum að öðru leyti að fara í gjaldþrot ? Fjárfestingar þessara banka erlendis kemur þjóðinni afskaplega lítið við. Hefði aldrei átt að gerast m.v. að krónan var þeirra bakhjarl.

Gísli (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband