28.9.2008 | 16:41
Að hindra framgang réttvísinnar
Þegar maður les svona frétt um þessa fjóra menn sem hafa bindusti sammælum um að segja ekki rétt frá, þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki séu í gildi lög á Íslandi um viðurlög við því að hindra framgang réttvísinnar. Það er nokkuð ljóst að einn þessara manna ók bílnum og hinir þrír voru farþegar. Með svona lög í farteskinu væri einfaldlega hægt að kæra alla fjóra og beita hvern og einn sekt eða fangelsisvist í samræmi við alvarleika málsins. Það verður bara að segjast eins og er, að menn eru farnir að læra á kerfið og vita að lögreglan á Íslandi er það illa búin tækjabúnaði og mannskap, að hún hefur sáralitla möguleika á því að leysa svona mál. Þetta mál snýst ekki um að vera saklaus fyrr en sekt er sönnuð. Sektin er nefnilega sönnuð, en það er bara nafnið sem vantar.
Neita allir sök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Refsingu eins þunga og refsiramminn leyfir og dæma þá svo alla eftir því.
Annars held ég að þarna eigi útlendingar hluta að máli og þetta er tíska hjá þeim....láta lögregluna sanna hlutina þó málið sé mjög augljóst.
Eigðu svo góðann dag.
Sverrir Einarsson, 28.9.2008 kl. 16:50
Ég verð nú að viðurkenna að hjá mér vaknar nú bara reiði ef þarna eru á ferðinni eins og þú telur vera Sverrir, útlendingar. Sér í lagi ef það eru A-Evrópubúar. Ég er í alvöru orðinn nett þreyttur yfir endalausum glæpasögum af þeim,...........
Köllum það bara það sem menn vilja,....en ég er orðinn haldinn miklum fordómum gagnvart þessu liði.
Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 16:55
Mér finnst þjóðerni hinna brotlegu vera algjört aukaatriði, en ég býst við að menn eigi auðveldara með að sammælast um svona lagað, þegar menn ræða málin á einhverju öðru máli en "hinu ástkæra, ilhýra".
Marinó G. Njálsson, 28.9.2008 kl. 16:57
Ágætis innlegg en trúlega ekki þetta einfalt, svona "lagatæknilega". Það er nefnilega refsilaust fyrir sakaðan mann að reyna að ljúga sjálfan sig frá sök. Það er, manni með réttarstöðu grunaðs, verður ekki gerð refsing fyrir að ljúga eða segja ekki frá atvikum...og það getur verið hver sem er af þessum fjórum!
Hinsvegar er spurning hvort fingraför á stýri og stjórnbúnaði bílsins eigi ekki að taka af tvímæli.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 17:16
Ég átta mig á því að einn er sekur og hinir saklausir. Ég átta mig líka á að lögin vernda menn fyrir því að sakbenda sjálfan sig, þó svo að Jón Gerald hafi notið þeirrar réttarverndar. Það eru hins vegar hinir þrír, sem eru ekki að ljúga, sem eru að hindra framgang réttvísinnar.
Varðandi fingraförin, þá er nú líklegt að þeir hafi allir tekið um stýrið eftir slysið til að gera rannsóknina erfiðari. Ég myndi heldur halda að líkamlegir áverkar ættu að geta leitt í ljós hver sat hvar. Fullir menn eru ekki að velta mikið fyrir sér að setja á sig bílbelti og því ætti bílstjórinn að vera með ummerki þess að hafa lent á stýrinu, en aðrir ekki.
Marinó G. Njálsson, 28.9.2008 kl. 17:25
Ace, í minni umfjöllun er það aukaatriði. Íslendingar hafa líka beitt þessu og eru ófá eiturlyfjamál sem hafa verið dæmd á líkum, þar sem enginn hefur viljað kannast við að eiga efnin.
Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að þessi umræða snúist upp í þjóðernishyggju og bið fólk því að halda sig frá slíku.
Marinó G. Njálsson, 28.9.2008 kl. 18:06
Einn er búinn að viðurkenna sök í málinu.
Marinó G. Njálsson, 28.9.2008 kl. 19:16
Íslendingar eru refsiglaðir. Við teljum allar refsingar vera of vægar og alltof fáa hljóta refsingu. Betra að refsa tíu saklausum en að einn sekur sleppi. Sönnunargögn teljum við óþörf ef allir eru sannfærðir um sekt. Og ákæra á að nægja til sakfellingar.
sigkja (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 00:10
Í málum þar sem ekki sannast hver er ökumaður er það eigandi bifreiðarinnar sem ber sökina.
Það er hinsvegar ætti að kæra þá alla og dæma fyrir að halda aftur af upplýsingum og tefja rannsókn málsins.
Jafnvel spurning um að kæra þá líka fyrir tilraun til manndráps af gáleysi. Láta þá svitna vel undir kærum og þá kannski segja hinir 3 frá hver var að keyra og hægt verður að draga hann til saka.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.