15.9.2008 | 11:12
Getur einhver útskýrt fyrir mér
Um helgina var ákveðið að Lehman Brothers yrði ekki bjargað og fyrirtækið færi í gjaldþrot, Merryll Lynch var keypt á brunaútsölu, AIG leitar eftir neyðarláni til að forða sér frá gjaldþroti og Seðlabanki Bandaríkjanna segist ekki geta bjargað fleirum. Á sama tíma dælir Seðlabanki Evrópu út peningum. Getur einhver skýrt það út fyrir mér, hvers vegna hækkar USD gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum? Ætti þetta ekki að vera öfugt? Ef undirstöður bandaríska fjármálakerfisins eru smátt og smátt að molna, hefði maður haldið að gjaldmiðillinn ætti að veikjast, þar sem verðmætin eru að gufa upp, skuldatryggingar lána verða ekki borgaðar o.s.frv. En mér hefur svo sem fundist áður að markaðarnir hagi sér ekki í samræmi við hagfræðikenningar og finnst þeir alls ekki gera það núna.
Krónan veikist um 1,60% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 195
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Dollarinn féll mikið gagnvart evru seinniparts föstudags og fallið hélt áfram í Asíu í nótt þar til markaðir í Evrópu opnuðu í morgun. Þetta voru aðallega áhyggjur af Lehman Brothers sem komu þessu falli af stað. En svo er markaðurinn búinn að álykta að þarna sé botninum nokkuð náð í BNA og því er viss léttir í loftinu núna því allir hafa verið að bíða eftir að stórir bankar fái að rúlla á hausinn í friði.
En flótti úr evru hófst með sprota af nýjum trend sem hófst með lækkun stýrivaxta í BNA um ca. síðustu páska. Eitt af markmiðunum var að skera undan hráefna, gull, málma og olíumarkaðinum til að berja verðbólgu út úr hagkerfinu með því að gera pengina það ódýra að það það væri óðs manns æði að fjárfesta þeim ekki á brunaútsölum í BNA og þannig losa þá út úr hráefna og olíubólunni. Þetta tók um 4-5 mánuði að virka hjá honum Bernanke og nú þarf BNA ekki að óttast verðbólgu og grunnurinn er lagður að næstu verðbólgulausri uppsveiflu í BNA næstu 5-6 árin.
En alvöru flóttinn úr evrum hófst fyrir alvöru fyrir 8 vikum síðan og er núna ca. 11-12-13% allt eftir því á hvaða tíma dags þær eru mældar. Svona mikill og hraður flótti úr stórum gjaldmiðlum er frekar óalgengur. En menn eru mjög svo undandi og hissa á hversu hratt Evrópa er að renna inn í kreppu (recession) og búast við hinu versta. GDP vöxtur í Evrópu er að nálgast ekki neitt
Af hverju The Fed bjargaði ekki Lehman? Veit það ekki, en einhversstaðar verður að segja, the bucks stops here. Það munu koma fleiri stórir Svartir Pétrar út úr skápunum, einnig í Evrópu. Aðalmálið hjá seðlabanka BNA var að hindra niðurbrot peningakerfisins (systemic breakdown) og því ganga varlega en samt örugglega á línunni
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2008 kl. 11:49
Það er margt skrýtið í gangi, vægast sagt. Fjárlagaári Bandaríkjanna, sem eru gjaldþrota, lýkur 30.sept. og þá verða obinberaðar tölur, sem tala sínu máli!!!
Hér er viðtal við George Green frá 2.9. um hið geigvænlega ástand og væntanlegt hrun markaðanna.
ROBBINN, 15.9.2008 kl. 11:57
Aðeins meira: já hækkun dollara er mikið knúinn af Amerískum fjárfestum sem eru að draga sig út úr fjárfestingum erlendis og flytja peningana heim því þar veður vöxtur og þar er allt ódýrt núna og á algerri útsölu. Það er næstum búið að hreinsa út úr klósettinu í BNA núna og húsnæðismarkaður er sennilega einnig að botna.
Flestir aðrir í heiminum veðra mun lengur að hreinsa til hjá sér. Mönnum bregður eðlilega við svona hamagang og slæmar fréttir, en BNA-menn eru yfirleitt ákaflega fljótir að taka til og hávaðinn er mikill á meðan á því stendur.
Þetta verður spennandi dagur - 7-9-13
En já, dollarinn er næstum þráðbeint upp í loftið núna gagnvart evru
Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2008 kl. 12:04
Takk fyrir þetta, Gunnar. Sagan skýrir hækkun USD síðustu vikur og mánuði, en að USD sé að hækka um 1% um fram evru og pund þegar allt er í kalda kolum í Bandaríkjunum. Mér finnst þetta ekki ganga upp og í mínum huga til vitnis um að spákaupmenn hafa fundið sér nýtt viðfangsefni á eftir oliunni.
Marinó G. Njálsson, 15.9.2008 kl. 12:18
En mér hefur svo sem fundist áður að markaðarnir hagi sér ekki í samræmi við hagfræðikenningar og finnst þeir alls ekki gera það núna.
Það gera þeir aldrei, nema að menn líti til nógu langs tíma. Þetta er svona eins og þegar hundaeigandinn fer út að labba með hundinn. Á meðan hundaeigandinn gengur 2-3 km þá mun hundurinn hlaupa 10 km. En þeir koma samt yfirleitt heim saman. Hundurinn er markaðurinn, og hundaeigandinn er samfélagshagkerfið í heild. En það kemur þó stundum fyrir að hundurinn kemur alls ekki heim því hann fór of langt burtu frá eigandanum, og missti því sjónar af honum og ratar ekki heim. Þetta skeði t.d. í Japan.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2008 kl. 12:23
Það er ekkert að marka svona fyrstu viðbrögð. T.d. er hlægilegt hvað bandarísku hlutabréfavísitölurnar eru að falla lítið i dag. Menn halda alltaf að botninum sé náð. Og að nú sé kauptækifæri. En svo heldur niðursveiflan áfram. Held að talsvert langt sé enn í land að búið sé að hreinsa út ruslið í fjármálakerfinu.
Það fer um mann hrollur við tilhugsunina hvað eigi etv. eftir að gerast hér. Jafnvel fyrir þá Björgólfsfeðga er XL-lánið stór biti að yfirtaka.
Ketill Sigurjónsson, 15.9.2008 kl. 18:23
Update þri 16. sep 2008 17.22.13
Samantekt - Jykse Bank greiningadeild gjaldeyrismarkaða segir:
1) Evra mun falla 14% á örskömmum tíma gangvart dollar, þannig að gengi USD gagnvart DKK verði 6.00 DKK fyrir hvern dollara. Dollar hækkar evra lækkar
2) ECB er dragbítur á öllum heiminum og máttvana peningastofnun. The Federal Reserve vinnur alla vinnuna aleinn og að ECB sé "irrelevant" þegar það virkilega ríður á að seðlabankar sýni hvað í þeim býr.
Hmm - irrelevant er sterkt orð
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.