Leita í fréttum mbl.is

Danir ættu að líta sér nær

Ýmsir sjálfskipaðir danskir spekingar hafa ruðst fram á völlinn undanfarin 2-3 ár og borið á borð alls konar bölsýnisspár um íslenskt efnahagslíf.  Hugsanlega eiga einhverjar þeirra eftir að rætast, en dönsk fórnarlömb núverandi fjármálakreppu eru þegar orðin mun meira áberandi en þau íslensku.  Um daginn var það Roskilde Bank og lítur út fyrir að einhverjir fleiri bankar og sparisjóðir fylgi.  Í dag eru tvær fréttir.  Önnur er þessi um að Stones Invest hafi verið úrskurðað gjaldþrot og hin um að Skype auðjöfurinn Morten Lund sé orðinn blankur.  Við höfum svo sem heyrt ýmsar sögusagnir um að hinir og þessi íslenski "fyrrum milljarðamæringar" eigi vart fyrir salti í grautinn, en það hafa ennþá bara verið sögusagnir.  Þrátt fyrir að fjölmargir fjárfestar og bankar hafi staðið höllum fæti, þá hefur enginn ennþá verið lýstur gjaldþrota eða þurft neyðarbjörgun frá Seðlabankanum.

Mér sýnist af þessu, að dönsku spekingarnir hefðu betur litið sér nær, þó svo að gagnrýni þeirra 2006 hafi nú hugsanlega afstýrt því að ástandið væri ennþá verra hér á landi en það í raun og veru er.  Svo er náttúrulega hitt, að við Íslendingar eru algjörir snillingar í að halda andlitinu, þannig að hugsanlega eru margir veikir blettir undir tiltölulega sléttu yfirborðinu.

Ég tek það fram, að ég er ekki að gleyma Sparisjóði Mýrasýslu, en honum var bjargað án aðkomu Seðlabankans.  Auðvitað hefur Baugur tapað háum upphæðum á Nyhedsavisen, en félagið virðist hafa þolað það tap.


mbl.is Stones Invest úrskurðað gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það þarf víst að leiðrétta þetta með að Morten Lund sé einhver Skype auðjöfur.  Samkvæmt bloggi hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni, þá kom Morten Lund lítið að því góða fyrirtæki.

Marinó G. Njálsson, 10.9.2008 kl. 16:55

2 identicon

Thad hafa ordid storbreytingar a Islandi og eg held ad sumt sem danirnir hafa bent a hafa alveg att rett a ser t.d krossatengsl, vaxtaralag, kronan og fleirra. Eg held ad kritikken hafa alveg att rett a ser og mer thotti faranlegt ad sja Ingibjorgu segja vid donsku thjodina fyrir halfu ari og segja ad thad se ekkert ad  a Islandi !? Bankarnir velta storum hluta af ahættunni a almenning .... nu er almennigur og fyrirtæki ad borga af hagnadi Kaupthings vegna fall kronunnar ...

Grettir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 1681185

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband