Leita í fréttum mbl.is

Neikvæður viðskiptajöfnuður, Jöklabréf eða lok ársfjórðungs?

Krónan hefur lækkað verulega undanfarna daga og í dag eru hún í frjálsu falli.  Þetta lækkunarferli hófst þegar Seðlabankinn kynnti tölur um viðskiptajöfnuð.  Það er furðulegt ef 2 mánaða gamlar upplýsingar séu að hafa áhrif á krónuna sérstaklega þegar skekkjuliður upp á 185 milljarðar er þarna inni af 117 milljarða neikvæðum viðskiptajöfnuði.  Þetta gengur ekki upp.  Það er eins og Seðlabankinn sé að missa tiltrú markaðsaðila og þeir veiti bankanum því ekki nauðsynlegar upplýsingar eða að menn skammist sín svo fyrir tölur sínar að þeir vilji að þær fari inn í hagtölur.

Á móti kemur að stórir gjalddagar Jöklabréfa er á næstu vikum, 18 milljarðar í næstu viku einni, og það gæti einnig haft áhrif.  18 milljarðar er svo sem ekki há upphæð og ætti ekki að skipta neinu sem nemur.

Síðasta atriðið, sem maður getur ekki annað en velt fyrir sér, er að nú fer að styttast í að 3. ársfjórðungur sé á enda. Við sáum bæði í mars og júní verulega lækkun á gengi krónunnar og því ekki ólíklegt að það endurtaki sig.  Í framhaldi af því komu síðan ótrúleg uppgjör bankanna.  Ef þetta er að endurtaka sig, þá getum við gert ráð fyrir að gengisvísitalan fari vel upp fyrir 170 á næstu 10 dögum áður en hún styrkist aftur síðustu viku mánaðarins.


mbl.is Krónan veikist um 2,44%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 1679913

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband