18.8.2008 | 23:50
Rússneski björninn hristir sig
Ég skil ekki af hverju menn setja atburðina í Georgíu í samhengi við nýtt járntjald. Er það vegna þess að Vesturlönd ætla að búa til þetta járntjald? Hver er tilgangurinn með eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu, ef hann er ekki að búa til járntjald? Heldur einhver heilvita maður að það sé til að verjast eldflaugaárás frá Íran, þegar Íranir eiga ekki einu sinni eldflaugar sem drífa til Ísraels? Auðvitað er þessu beint gegn Rússum og þeim einum.
Upphaf atburðanna í Georgíu var árás hersveita Georgíu á Suður-Osseta. Jafnvel stjórnarandstaðan í Georgíu viðurkennir það, þó hún kalli eftir samhug. Georgíumenn vildu koma í veg fyrir að Suður-Ossetía og Abkasia yrðu að nýju Kosovo, þ.e. gætu sagt sig úr ríkjasambandi við Georgíu. Vesturlönd samþykktu að Kosovo sem hefur verið hluti af Serbíu í hundruð, ef ekki þúsund, ár gætu klofið sig frá Serbíu og lýst yfir sjálfstæði. Suður-Ossetía og Abkasia hafa verið hluti af Georgíu í mesta lagi 60 eða 70 ár eða frá því að Stalín ákvað að þessi tvö lýðveldi heyrðu til Georgíu. Íbúar þessara lýðvelda eru upp til hópa Rússar og þeir vilja bara að réttur þeirra sé virtur á sama hátt og réttur Albana í Kosovo. Hvað er að því? Rússar hafa ekki verið að ýta undir þessa þróun af þeirri einföldu ástæðu, að þá væru þeir að gefa grænt ljós á sams konar sjálfstæðisyfirlýsingar um allt Rússland. Það var m.a. þess vegna sem þeir voru á móti einhliða ákvörðun Vesturlanda vegna Kosovo.
Ég held að það sé tímabært að menn hætti að skoða þessa hluti með einlitum gleraugum Vesturlanda (Bandaríkjanna) og átti sig á því að með Kosovo-ákvörðuninni opnuðu menn dyr sem ekki verður lokað. Það er ekki hægt að segja: "Bara þau svæði/þjóðarbrot sem eru okkur þóknanleg mega lýsa yfir sjálfstæði og bara ef það hentar okkur." En það er nákvæmlega það sem Vesturlönd eru að segja. Þegar menn taka svona grundvallarákvörðun, eins og að samþykja sjálfstæði héraðs í sjálfstæðu landi, þá verða menn að búast við því að fleiri vilji fylgja eftir. Vesturlönd eru að reisa járntjald, þegar þau segja að bara þeir sem eru þeim þóknanlegir megi gera hlutina, en ekki þeir sem eru, t.d., Rússum þóknanlegir. Þá eru Vesturlönd að segja að einar reglur gildi fyrir þau og bandamenn þeirra og aðrar fyrir hina.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Vesturlönd (Bandaríkin) láta svona og alveg örugglega ekki það síðasta. Ég hélt bara að við værum lengra komin en svo að við létum blekkjast af einhliða framsetningu Bandaríkjanna á þessu. Svo er kannski merkilegt, að þetta gerist á kosningaári í Bandaríkjunum. Það hefur kannski farið framhjá einhverjum, en Georgíuher reyndist búinn bandarískum vopnum! Pantaði ríkisstjórn Bush árás Georgíuhers til að kalla á íhlutun Rússa? Það kæmi mér ekkert á óvart, ef svo reyndist vera. Það var alveg vitað, að Rússar myndu verja þessi lýðveldi, ef til árásar kæmi. Þeir voru búnir að vera með friðargæsluliða þar í einhvern tíma, m.a. til að koma í veg fyrir svona uppákomu.
Munu ekki líða nýtt járntjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
ég held bara að ég hafi sjaldan ef þá einhvertímann verið jafn sammála bloggara á þessari síðu.
amen ;)
el-Toro, 19.8.2008 kl. 00:07
þetta er alltsaman bara bissness..auðvitað verður reist " tjald " af einhverju tagi, það er góður bissness...
Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 05:04
Hér held ég að þú höggvir ansi nærri sannleikanum Marinó.
já, Halli, þetta er fyrst og fremst bisness...og gefur feitt af sér fyrir suma eins og öll átök með vopnum.
Georg P Sveinbjörnsson, 19.8.2008 kl. 19:05
Takk fyrir góða færslu. Nú hafa Rússar fyrstir manna viðurkennt sjálfstæði þessara héraða. Hvað segir það okkur?
Ingveldur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:03
Það segir okkur fyrst og fremst að þeir munu líta á það sem árás á Rússland, ef ráðist verður á þessi lönd. Þetta er svar þeirra við því að Bush vill flýta fyrir inngöngu Georgíu í NATÓ.
Marinó G. Njálsson, 27.8.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.