18.8.2008 | 11:21
Króatar eru í 4. sæti ekki 3.
Í frétt mbl.is segir:
Króatar unnu ellefu marka sigur á kínverska landsliðinu, 33:22, sem var úr leik fyrir leikinn. Króatar sitja í þriðja sæti í A-riðli, næst á undan Spánverjum og mun staða þessara tveggja þjóða ekki breytast.
Þessi fullyrðing er röng. Króatar eru sem stendur í 4. sæti riðilsins, en það breytist ef Pólverjar taka a.m.k. stig af Frökkum. Ef við aftur gerum ráð fyrir að Frakkar vinni Pólverja, þá verða Pólland, Króatía og Spánn jöfn með 6 stig.
Innbyrðisleikir þeirra fóru sem hér segir:
Spánn - Pólland 30-29
Pólland - Króatía 27 - 24
Króatía - Spánn 31 - 29
Reglur mótsins segja að þegar lið eru jöfn skulu stig úr innbyrðisviðureignum fyrst ráða. Hér eru öll lið með 2 stig. Þá er það markamunur í innbyrðisviðureignum. Pólverjar eru með 2 mörk í plús meðan hin eru bæði með 1 mark í mínus. Pólverjar eru því búnir að tryggja sér annað sætið, þrátt fyrir að þeir tapi fyrir Frökkum. Til að gera upp á milli Króatíu og Spánar þarf að skoða fjölda marka sem þessi lönd skoruðu í ofangreindum leikjum. Þar kemur í ljós að Spánn skoraði 59 mörk og Króatía 55 mörk sem setur Spán ofar en Króatíu. Verði þessi þrjú lönd jöfn á stigum, þá lenda Pólverjar í 2. sæti (A2), Spánverjar í 3. sæti (A3) og Króatía í 4. sæti (A4).
Ísland lendir annað hvort í 2. eða 3. sæti. Vinni Þjóðverjar Dani lendir Ísland í 3. sæti, eins ef Danir vinna Þjóðverja með 6 mörkum. Annars lendir Ísland í 2. sæti.
Viðbót: Úps, smá villa. Ísland lendir náttúrulega í 1. sæti verði jafntefli hjá Dönum og Þjóðverjum.
Spánverjar í vandræðum með Brasilíumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 28
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 210
- Frá upphafi: 1681211
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
En ef Danir gera jafntefli við Þjóðverja?
Þá eru 3 lið jöfn með 6 stig (sigur+tap innbyrðis). Íslendingar hafa +3mörk innbyrðis (+4,-1), Þjóðverjar 0 (-4,+4), og S-Kórea -3 (+1,-4).
Endum við þá ekki í fyrsta sæti í riðlinum?
Einar Jón, 18.8.2008 kl. 11:53
takk fyrir það. Fyrst þú ert greinilega búinn að leggjast yfir þetta, geturðu þá nokkuð frætt mig á hvernig mblarar komast að þeirri niðurstöðu í umfjöllun um okkar riðil að Þjóðverjar haldi fjórða sæti á kostnað Rússa, tapi þeir fyrir Dönum?
Ég get ekki betur séð en Rússar standi betur, sama hvaða mælikvarði er tekinn.
Hrannar (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 11:53
Einar Jón, jú, ég bara gleymdi þessu. Sjá viðbót.
Hrannar, eina leiðin fyrir bæði Dani og Þjóðverja til að komast áfram er að það verði jafntefli. Vinni Danir fara Þjóðverjar heim. Vinni Þjóðverjar fara Danir heim.
Marinó G. Njálsson, 18.8.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.