Leita í fréttum mbl.is

Króatar eru í 4. sæti ekki 3.

Í frétt mbl.is segir: 

Króatar unnu ellefu marka sigur á kínverska landsliðinu, 33:22, sem var úr leik fyrir leikinn. Króatar sitja í þriðja sæti í A-riðli, næst á undan Spánverjum og mun staða þessara tveggja þjóða ekki breytast.

Þessi fullyrðing er röng.  Króatar eru sem stendur í 4. sæti riðilsins, en það breytist ef Pólverjar taka a.m.k. stig af Frökkum.  Ef við aftur gerum ráð fyrir að Frakkar vinni Pólverja, þá verða Pólland, Króatía og Spánn jöfn með 6 stig. 

Innbyrðisleikir þeirra fóru sem hér segir:

Spánn - Pólland  30-29

Pólland - Króatía 27 - 24

Króatía - Spánn 31 - 29

Reglur mótsins segja að þegar lið eru jöfn skulu stig úr innbyrðisviðureignum fyrst ráða.  Hér eru öll lið með 2 stig.  Þá er það markamunur í innbyrðisviðureignum. Pólverjar eru með 2 mörk í plús meðan hin eru bæði með 1 mark í mínus.  Pólverjar eru því búnir að tryggja sér annað sætið, þrátt fyrir að þeir tapi fyrir Frökkum.  Til að gera upp á milli Króatíu og Spánar þarf að skoða fjölda marka sem þessi lönd skoruðu í ofangreindum leikjum.  Þar kemur í ljós að Spánn skoraði 59 mörk og Króatía 55 mörk sem setur Spán ofar en Króatíu.  Verði þessi þrjú lönd jöfn á stigum, þá lenda Pólverjar í 2. sæti (A2), Spánverjar í 3. sæti (A3) og Króatía í 4. sæti (A4).

Ísland lendir annað hvort í 2. eða 3. sæti.  Vinni Þjóðverjar Dani lendir Ísland í 3. sæti, eins ef Danir vinna Þjóðverja með 6 mörkum.  Annars lendir Ísland í 2. sæti.

Viðbót:  Úps, smá villa. Ísland lendir náttúrulega í 1. sæti verði jafntefli hjá Dönum og Þjóðverjum.


mbl.is Spánverjar í vandræðum með Brasilíumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

En ef Danir gera jafntefli við Þjóðverja?

Þá eru 3 lið jöfn með 6 stig (sigur+tap innbyrðis). Íslendingar hafa +3mörk innbyrðis (+4,-1), Þjóðverjar 0 (-4,+4), og S-Kórea -3 (+1,-4).

Endum við þá ekki í fyrsta sæti í riðlinum?

Einar Jón, 18.8.2008 kl. 11:53

2 identicon

takk fyrir það. Fyrst þú ert greinilega búinn að leggjast yfir þetta, geturðu þá nokkuð frætt mig á hvernig mblarar komast að þeirri niðurstöðu í umfjöllun um okkar riðil að Þjóðverjar haldi fjórða sæti á kostnað Rússa, tapi þeir fyrir Dönum?

Ég get ekki betur séð en Rússar standi betur, sama hvaða mælikvarði er tekinn.

Hrannar (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Einar Jón, jú, ég bara gleymdi þessu.  Sjá viðbót.

Hrannar, eina leiðin fyrir bæði Dani og Þjóðverja til að komast áfram er að það verði jafntefli.  Vinni Danir fara Þjóðverjar heim.  Vinni Þjóðverjar fara Danir heim.

Marinó G. Njálsson, 18.8.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband