Leita í fréttum mbl.is

Sænskir dómarar - alveg út í hött

Það er alveg út í hött að láta sænska dómara dæma þennan leik.  Það voru líka Svíar síðast í tvíframlengda leiknum og mér fannst það ekki góð býtti.  Bara það að Íslendingar slógu Svía út ætti að duga til að útiloka að Svíar séu settir á leikinn, auk þess er mikill samgangur á milli Dana og Svía.  Vona samt að þetta komi ekki að sök, en ég hefði viljað sjá Slóvena eða Frakka.
mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hróðvar Sören

Þetta er SKANDALL!

SKANDALL!

Mætti halda að þetta væri eitthvaða amatöra mót í 7. flokki. Sænskir dómarar, ótrúlegt.

Hróðvar Sören, 16.8.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Horfði á leikinn á DR1.  Dönunum finnst þeir hafa verið rændir sigrinum af sænsku dómurunum.  En það er bara þannig með Dani og Svía, þeir telja bara það sem fellur þeim í óhag en gleyma hvað þeir fengu frá dómurunum fyrr í leiknum. 

Guðmundur Björn, 16.8.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér fannst heldur halla á Íslendinga í dómgæslunni líkt og þegar liðin mættust á HM.  T.d. rauða spjaldið sem Logi fékk.  Það var algjört bull.  Annað sem ég var hissa á var hvað Danir fengu að hanga á boltanum án þess að ógna.  Það hefði verið gott og blessað ef hendin hefði komið upp hjá dómurunum, en það gerðist ekki.  Svo ef smávandræðagangur kom upp hjá íslenska liðinu, þá rauk hendin upp.

Jafnteflið hékk á bláþræði og var ég ekki viss um að þetta tækist.  Það á að banna svona leiki .  Nú er bara að vinna Egypta, vinna riðilinn og mæta Spánverjum í 8-liða úrslitum.  Mér sýnist Spánverjarnir vera lakasta liðið í A-riðli.

Marinó G. Njálsson, 16.8.2008 kl. 14:47

4 identicon

já við eigum að geta unnið bæði Egypta og svo spánverja í 8 liða úrslitum.... við allavega sýndum það hérna heima að við getum unnið þá minnir að við höfum tapað fyrir þeim með 1 marki í fyrri leiknum og svo unnið þá með 8 marka mun í þeim seinni...... áfram ísland!!!!! ég hef trú á að við getum verið allavega í top 4 ef ekki top 3 :)

Henning (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég var aðeins að skoða stöðuna í hinum riðlinum aðeins betur.  Ef við gerum ráð fyrir að Frakkar vinni Pólverja og Króatar vinni Kína og Spánverjar vinni Brasilíu (sem er svo sem ekki öruggt), þá verða Pólland, Króatía og Spánn jöfn með 6 stig. 

Innbyrðisleikir þeirra fóru sem hér segir:

Spánn - Pólland  30-29

Pólland - Króatía 27 - 24

Króatía - Spánn 31 - 29

Reglur mótsins segja að þegar lið eru jöfn skulu stig úr innbyrðisviðureignum fyrst ráða.  Hér eru öll lið með 2 stig.  Þá er það markamunur. Pólverjar eru með 2 mörk í plús meðan hin eru bæði með 1 mark í mínus.  Pólverjar eru því búnir að tryggja sér annað sætið, þrátt fyrir að þeir tapi fyrir Frökkum svo fremi sem Króatía vinni sinn leik.  Til að gera upp á milli Króatíu og Spánar þarf að skoða fjölda marka sem þessi lönd skoruðu í ofangreindum leikjum.  Þar kemur í ljós að Spánn skoraði 59 mörk og Króatía 55 mörk sem setur Spán ofar en Króatíu.  Verði þessi þrjú lönd jöfn á stigum, þá lenda Pólverjar í 2. sæti (A2), Spánverjar í 3. sæti (A3) og Króatía í 4. sæti (A4).

Í 8 liða úrslitum mætast A1 - B4, A2 - B3, A3 - B2 og A4 - B1.  Miðað við að Spánverjar verði A3 og Króatía A4, þá sé ég ekki fyrir mér að gott sé að lenda í efsta sæti í B-riðli. Króatía spilar bolta sem hentar ekki íslenska liðinu og svo kemur Balic mjög leiks í 8 liða úrslitum.  Miðað við það er best að gera jafntefli við Egypta.  Það þýðir að Ísland endar með 6 stig og getur efst orðið í 2. sæti og neðst í 3. sæti.

Marinó G. Njálsson, 16.8.2008 kl. 15:19

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég fékk sömu tilfinningu í upphafi leiks. Fáránlegt að hafa Svíadómara í þessum leik. Mér fannst þeir dæma báðum liðum í óhag, og voru næstum búnir að eyðileggja leikinn þegar þeir sendu Loga útaf með rauða spjaldið, þó að hann sem leikmaður sé ekki í neinu uppáhaldi hjá mér.

En lokasekúndurnar voru með því mest spennandi sem ég hef séð í handboltanum, og hreinn unaður að sjá Snorra skora úr þessu víti. 

Tókstu  annars eftir að eina vítið sem Snorri klikkaði á var eftir að það hafði verið brotið á honum?

Hrannar Baldursson, 16.8.2008 kl. 15:37

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Marínó: í sambandi við athugasemdina þar sem þú ert að pæla í úrslitunum, þá held ég að menn eigi alls ekki að spila með úrslitin í huga, heldur taka hvern leik sem æfingu. Það skiptir engu máli hverja við fáum í 8 liða úrslitum. Við getum sigrað hvern sem er og tapað fyrir hverjum sem er; því erfiðara lið, því skemmtilegra.

Hrannar Baldursson, 16.8.2008 kl. 15:40

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Það sést svo mæta vel að annar Daninn stígur inn í vítateig (eða stendur) þegar....var það ekki Arnór; reynir að komast í gegn.  Danir tala ekkert um það hvað Íslendingar fóru oft út af, enda þeim hagstætt.  Voru þetta ekki um 20mín?  Rauða spjaldið var auðvitað sorgleg dómgæsla, meira að segja Danirnir eru sammála þar. 

Þulir danska sjónvarpsins voru bara að bíða eftir því að íslenska liðið myndi springa á limminu, trúðu því ekki að þeir gætu spilað svona mikið einum færri.  Sem betur fer kom annað á daginn.  

Frábær árangur, en hvar í andskotanum eru markverðirnir???  Ef þeir fara ekki að verja fleiri bolta en 5 í leik, þá förum við ekki mikið lengra.

Síðan er TV2 Sport að sýna rétt í þessu að Guðjón Vali og Wilbek þjálfara Dana lenti eitthvað saman eftir leikinn???? 

Guðmundur Björn, 16.8.2008 kl. 17:23

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hrannar, þetta er bara pæling.  Málið er að við ráðum engu.  Við eigum fyrsta leik og því gætu hin liðin reynt að haga úrslitum sinna leikja þannig að það kæmi þeim vel.

Annars er ekki síður áhugavert að skoða hugsanlega röðun liða í okkar riðli.  Þrjú lið geta ennþá unnið riðilinn: Kórea, Ísland og Þýskaland.  Fjögur lið geta ennþá lent í 2. sæti: Kórea, Ísland, Þýskaland og Danmörk.  Fimm lið geta lent í 3. sæti, þ.e. öll nema Egyptaland.  Og síðan geta þrjú hafnað í 4. sæti, þ.e. Þýskaland, Danmörk og Rússland.  Af þessu sést að við getum neðst lent í 3. sæti.

Marinó G. Njálsson, 16.8.2008 kl. 19:39

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svíar eiga einmitt að dæma leik Íslendinga og Dana!...ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2008 kl. 01:04

11 identicon

Það er bara alls ekkert að því að svíar dæmi leiki sem þennan.  Það mætti alveg snúa pælingu þinni við og segja að eðlilegt væri að svíar vildu gengi okkar sem mest til að geta þá sagt eftirá að þeir hefðu verið slegnir út af liði sem náði þó upp í áttaliða úrslitin og jafnvel langt þar.

  Ef þú skoðar þetta ekki bara af þúfunni þinni hér uppi á Íslandi þá eru danir sko ekki par hrifnir af dómgæslunni og tala danskir um að gamlir kynáttafordómarnir svía í garð þeirra hafi kristallast í frammistöðu dómaranna svo samsæriskenningar þínar falla um sjálfar sig.  Hvað mættu Þjóðverjar t.d. segja um franska dómara í leiknum við Ísland.  Ekki röflaðir þú út af því en þekkt er gagnkvæm andúð þeirra í garð hvorra annarra. 

Svona dómarakjaftæði er oftast tómt rugl og við eigum að þola það að hvaða dómarpar sem er dæmi leiki okkar og jafnvel mun betur en margar aðrar þjóðir sem eldað hafa grátt silfur saman í stríðum og deilum í aldaraðir og liggur hatur þar á milli víða djúpt.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:13

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurjón, málið snýst ekki um það að dómararnir séu hlutdrægir eða ekki.  Málið snýst um að setja á dómara á svona leik sem er frá öðrum heimshluta eða öðrum hluta Evrópu.  Það á ekki að setja dómarana í þessa stöðu.  Eins og þú hugsanlega sást, þá samkjöftuðu Danirnir ekki og voru sífellt að tala við dómarana sem voru að svara þeim í tíma og ótíma.  Þetta setti dómarana greinilega út af laginu og áttu þeir vægast sagt hörmulegan dag.  Ef dómararnir skilja ekki það tungumál sem leikmenn tala, þá er að miklu leiti tekið fyrir þetta.  Þegar HM var hér 95, þá pössuðu menn sig á þessu.  Það er lítið mál að skipta heiminum upp í fjögur svæði.  Liðin sem eru að leika koma frá mesta lagi tveimur svæðum og þá eru dómarar valdir af öðru af hinum tveimur svæðunum.

Marinó G. Njálsson, 17.8.2008 kl. 12:12

13 identicon

Nú ertu kominn út á ansi hæpnar brautir.  Mega leikmenn, ekki skilja dómarana og öfugt??? 

Hvar í heiminum skilja menn annars ekki „fuck off“?

Reyndar segir þú nú í færslu þinni;  

„Bara það að Íslendingar slógu Svía út ætti að duga til að útiloka að Svíar séu settir á leikinn, auk þess er mikill samgangur á milli Dana og Svía“.

Svo þetta snýst nú greinilega um hlutdrægni hjá þér.

Hvenær mættu Svíar þá fara dæma leiki íslendinga?  Hvenær er þeim runnin reiðin?  Einu ári eftir tap sænsks liðs fyrir íslensku, tveimur árum eða á að útiloka þá að eilífu? 

Þessi útilokunarregla hlýtur þá að verða að eiga við leiki allra annarra þjóða innbyrðis, og dómara þaðan.

Hvernig ætlar þú að finna dómara á endanum ef farið yrði nú að þessum hugmyndum þínum?

Þú verður nú að endurskoða þessa hugmyndafræði eitthvað, held ég.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:48

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég sé ekkert athugavert við hugmyndir Marínós um að dómarar ættu að vera af hlutlausu svæði. Bara svo að það komi aftur fram í tilefni athugasemda.

Hrannar Baldursson, 17.8.2008 kl. 13:03

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurjón, þú spyrð hvenær Svíar mættu dæma leiki Íslendinga.  Á Norðurlandamóti!  Já, þetta snýst um hlutdrægni eða öllu heldur að losa dómarana úr þeirri stöðu að hægt sé að efast um hlutleysi þeirra.  Mér fannst með ólíkindum hvað Danirnir fengu að kvarta undan dómum við dómarana án þess að vera reknir út af.

Þú snýrð út úr því sem ég segi þegar þú spyrð "Hvernig ætlar þú að finna dómara á endanum ef farið yrði nú að þessum hugmyndum þínum?" Þetta er sáraeinfalt og eins og ég segi var viðhaft á HM95 hér á landi.

En bara varðandi þennan leik:  Ég hefði frekar látið rúmensku dómarana dæma leik Dana og Íslendinga og sett Svíana á leik Þjóðverja og Rússa.

Marinó G. Njálsson, 17.8.2008 kl. 13:20

16 identicon

Bíddu, hvar endar þetta eiginlega hjá þér?  Málið snýst um hlutdrægni, málið snýst ekki um hlutdrægni???

Dómarar mega ekki skilja tungumál leikmanna en svíar (og þá danir, norðmenn og íslendingar mega samt dæma hjá hvorum öðrum á norðurlandamóti?  Hvað nú orðið um tungumálavandamálið þitt?  Ef svíar dæma á NM leik íslendinga og dana þá samkjaftar Wilbek örugglega jafnmikið á hliðarlínunni og hann gerði í gær.  Á því yrði engin breyting.

Ef dómurum finnst sem þeir séu settir í óþægilega stöðu þá biðjast þeir örugglega undan þeim leik og málið leysist þannig.

Þú hefðir sett svíana í leik þjóverja og rússa segir þú, en hafa  svíar ekki tapað fyrir báðum þjóðum nýlega og þar með væru þeir vanhæfir eftir þinni kenningu!

Hættu nú að steypa þetta. 

Það verður að skoða málið frá öllum hliðum ekki bara frá þeirri íslensku og ef ætti að koma í veg fyrir þessi „krosstengsl“ (að dómarar frá þjóð sem nýlega hefur tapað fyrir annrarri megi ekki dæma í leik þar sem sú þjóð leikur vegna hugsanlegrar óvildar í garð hennar, úfff) milli allra þjóða í alþjóðlegum hópíþróttum þá þyrfti að kalla til þvílíkan fjölda dómara að standardinn færi niður úr öllu valdi.  Á því tapaði ekki bara íþróttin sjálf heldur við áhorfendur ekki síður og þar með lækkaði áhorfendafjöldi sem enn myndi skaða íðróttina.  

Höldum okkur frekar við toppdómarana, þeir hafa yfirleitt það mikinn kalíber að geta lagt til hliðar hugsanlega fýlu vegna taps eigin landsliðs einhverntíma.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 15:49

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurjón, þú ert greinilega kominn út á þekju og hefur gaman af því að snúa út úr.  Það eiga allir dómarar sem dæma á Ólympíuleikum að vera toppdómarar, þannig að setja Rúmenana á leikinn í stað Svíanna hefði breytt neinu um gæði nema hugsanlega auka þau.  Það var nefnilega alveg augljóst að þessir sænsku dómarar réðu ekki við þetta verkefni, þó það hafi hugsanlega bitnað á báðum liðum.

Málið snýst ekki um hlutdrægni eða ekki.  Það snýst um að setja dómara ekki í óþægilega stöðu, sbr. endalausan kjaftagang Dananna sem dómararnir tóku ekki á.  Það snýst um að auðvelda dómurunum verkefnið, sem ekki var gert í þessu tilfelli.  Þetta er ekki deildarkeppni á Íslandi.  Hér áður fyrr var þess gætt að dómarar væru ekki frá sama svæði og löndin sem eru að keppa. Þetta er bara skynsamlegt.  Þú mátt alveg hafa þína skoðun.

Ólympíuleikar eru ekki sama og Norðurlandamót.  Ég reikna með því að á Norðurlandamóti (sem er ekki lengur til), þá dæmi dómarar frá Norðurlöndum.  Alveg eins og á Íslandsmóti dæma íslenskir dómarar.  Ef einhver er að steypa, þá ert það þú.

Marinó G. Njálsson, 18.8.2008 kl. 00:48

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég nefni að ofan að ég teldi ekki öruggt að Spánn myndi vinna Brasilíu.  Eins marks sigur telst seint öruggt.

Marinó G. Njálsson, 18.8.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband