15.8.2008 | 17:57
Fýlupokapólitík
Hún er orðin að nokkurs konar fýlupokapólitík pólitíkin í Reykjavík. Núna hafa þrír meirihlutar sprungið á 10 mánuðum og orsökin virðist alltaf vera að menn hafi farið í fýlu.
Í október fóru sjálfstæðismenn í fýlu vegna þess að Björn Ingi og Vilhjálmur höfðu ákveðna skoðun á REI og hinir fengu ekki að fylgjast nægilega vel með. Rétt eftir áramót bentu fréttamenn Ólafi F. á að það hallaði á hlut Frjálslyndra og óháðra í nefndum og þá fór hann í fýlu. Og núna fara sjálfstæðismenn í fýlu út í Ólaf F. vegna þess að hann vinnur samkvæmt sannfæringu sinni. Er nema von að maður velti því fyrir sér hvort reykvískir stjórnmálamenn séu svo fordekraðir af einhverjum já-bræðrakór í kringum þá að þeir kunni ekki að vinna úr ágreiningi.
Fyrir mig sem horfi á þetta úr hæfilegri fjarlægð (í Kópavogi), þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort og þá hve lengi þessi nýi meirihluti eigi eftir að vera við völd og hver muni fara í fýlu næst. Þessi fýlupokapólitík er svo sem ekkert einskorðuð við Reykjavík. Við sjáum þetta um allt land. Bara í sumar sprungu meirihlutar í Bolungarvík og Grindavík að því virðist af sömu ástæðu. Einhver fór í fýlu út í aðila í samstarfsflokki sínum. Hvað er að því að setjast niður og ræða málin? Halda menn virkilega að það sé nóg að setjast einu sinni niður? Það þarf að setjast niður vikulega eða jafnvel daglega.
Ég reikna með að Reykvíkingar séu búnir að fá nóg af sínum fýlupokapólitíkusum og þeim farsa sem hefur fylgt þeim síðustu 10 mánuði. Vonandi muna þeir eftir því í næstu kosningum, að hægt er að nota útstrikanir til að losa sig við svona fýlupoka. Það sama á við um fólk í öðrum bæjarfélögum, þar sem meirihlutar hafa sprungið. Málið er bara að kjósendur er alveg sérkennilegur þjóðflokkur sem hefur þann hæfileika að gleyma öllu sem gerst hefur, þegar komið er inn í kjörklefann.
Annars hefur þessi farsi í Reykjavík bara styrkt mig í þeirri trú, að breyta þarf fyrirkomulagi sveitarstjórnarmála. Menn eiga einfaldlega að fara með völd í samræmi við atkvæðamagn. Fái einn flokkur 60% atkvæða, þá á hann að stjórna 60% tímans, svo tekur sá næsti við. Borgarstjóra/bæjarstjóra/sveitarstjóra á að ráða ópólitískt og eiga bara að virka sem framkvæmdarstjórar. 90-95% verkefna og útgjalda eru alveg óháð hver fer með völd og því breytast ýmis málefni ekkert við það að skipt er um þann flokk sem stjórnar. (Spyrjið bara Reykvíkinga.) Það hafa allir gott af því að sitja á hliðarlínunni, a.m.k. gerði það Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákaflega auðmjúka að missa völdin í október í fyrra. Ég held að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi og í Kópavogi hefðu líka gott af því að víkja til hliðar.
Gísli Marteinn: Ræktuðum illa sambandið við framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681222
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góðar tillögur um valdahlutföll með hliðsjón af fylgi.
Hefurðu tekið eftir því Marinó að nú er álíka margir íbúar að baki hvers borgarfulltrúa eins og var að baki allrar borgarstjórnarinnar fyrir 100 árum? Fulltrúum hefur ekki fjölgað í hundrað ár þó svo að íbúafjöldi hafi hrokkið úr 8.000 íbúum í um 120.000. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltal íbúa á bak við hvern fulltrúa í sveitarstjórn um 3.000. Það þýddi að borgarfulltrúar hefðu þurft að vera nálægt 40 ef sama hlutfall væri í Reykjavík. Sennilega á þetta forna fyrirkomulag sinn þátt í hvers vegna stöðug stjórnarkreppa er ríkjandi í Reykjavík. Starf borgarfulltrúa er núna fullt starf en er yfirleitt aukastarf annars staðar. Þetta fyrirkomulag veldur því að erfitt kann að manna nefndir og ráð með aðalmönnum og koma á fundum.
Um þetta málefni hefi eg ritað nokkuð á heimasíðunni minni.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2008 kl. 18:16
Það hangir meira á spýtu Reykvíkinga en t.d. hjá Húsvíkingum eða Kópavogsbúum. Hér er ég að tala um OR, REI og fleiri stór fyrirtæki sem borgin á. Auðvitað væri óskandi að borgarfulltrúar hefðu vit á skipulagsmálum og auga fyrir fallegum húsum. Það væri líka gott ef þetta fólk hefði áhuga á fallegu umhverfi.
Allt sem þessir borgarfulltrúar hugsa um er rassinn undir sjálfum sér og vinum. Síðan er bara verið í sandkassaleik þess á milli og leyft að byggja ljótustu húskassa sem til eru. Ljót hús, ljótt umhverfi og síðan í framhaldinu þunglynt fólk á gleðipillum.
Björn Heiðdal, 16.8.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.