Leita í fréttum mbl.is

Frábær úrslit, en erfið keppni framundan

Leikur íslenska liðsins í dag var frábær.  Það var gaman að sjá hvernig vörnin gjörsamlega át Þjóðverjana seinni hluta beggja hálfleika.  Að breyta stöðunni úr 8 - 12 í 16 - 13 á móti sjálfum heimsmeisturunum verður að líklegast að teljast besti leikkafli sem íslenska handboltalandsliðið hefur náð fyrr og síðar.  Glæsilegt í alla staði.

En ég er sammála Ólafi Stefánssyni, að það er fyrsti leikurinn í 8 - liðaúrslitum sem skiptir öllu máli.  Ef hann tapast, þá skipta sigrarnir á Þjóðverjum og Rússum engu máli.  Þetta fyrirkomulag að láta 8 þjóðir af 12 fara áfram í 8 - liðaúrslit gerir það í raun að verkum að ekki skiptir máli hvort lið lendir í 1. eða 4. sæti síns riðils, það á sömu möguleikana á því að spila til úrslita.

Þó við færum út úr riðlinum með fullt hús stiga, þá munum við alltaf fá mjög sterkan andstæðing í  8 - liðaúrslitum.  Liðin sem fara upp úr A-riðli eru alveg örugglega Frakkland, Króatía, Spánn og Pólland.  (Hinar tvær, Brasilía og Kína, eru einfaldlega það veikar, að þær munu ekki valda neinum usla.) Þessar fjórar eru engir aukvisar, en það íslenska liðið svo sem ekki heldur.  Dagsformið mun því skipta máli í hverjum einasta leik íslenska liðsins í þessari keppni og eins og hlutirnir líta út núna, þá eru 6 hörkuleikir eftir.  Við megum svo sem ekki gleyma því að við getum ennþá misst af sætinu í 8 - liða úrslitum, þó það sé ólíklegt.


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þetta er rétt hjá Óla Stef. Leikirnir í riðlakeppninni snúast bara um að komast í 8 liða úrslit. Ekki hvort liðið vinnur 2 eða fleiri leiki.

Núna ættu íslendingarnir að hafa í huga að við erum búnir að komast í undanúrslit.

Nú taka við 3 leikir sem eru "æfingaleikir" sem við notum til að æfa betur ákveðna hluti í sókn og vörn. Við hugsum um að dreifa álaginu og hlífa mönnum ef þeir þurfa að jafna sig eftir minniháttar meiðsli.

Íslenska liðið er því í frábærri stöðu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ísland vantar 1 stig í viðbót til að tryggja sig inn í 8 liðaúrslit.  Eins og staðan er núna gætu öll 5 liðin farið upp fyrir okkur með röð úrslita sem gæti alveg orðið.

Þeir leikir sem eru eftir í okkar riðli eru

Ísland - Kórea

Þýskaland - Egyptaland

Rússland - Danmörk

Kórea - Egyptaland

Danmörk - Ísland

Þýskaland - Rússland

Ísland - Egyptaland

Rússland - Kórea

Danmörk - Þýskaland

Hér er eitt dæmi sem gerir það að verkum að við komumst ekki í 8 liðaúrslit:  Við töpum rest (sem gæti alveg gerst), Egyptar vinna okkur og Kóreu, Danmörk vinnur okkur og Rússland, Rússland vinnur Þýskaland og gerir jafntefli við Kóreu, Þýskaland vinnur Egypta og Dani og Kórea vinnur okkur og gerir jafntefli við Rússland, þá sitjum við ekki bara eftir heldur verðum neðstir með 4 stig, Þýskaland fær 6 stig og hin fjögur verða með 5 stig. 

Það klikkaða við þessa röð úrslita er að hún gæti alveg komið upp.  Við skulum því bíða með að fara að slappa af þar til sætið í 8 liðaúrslitum er tryggt.

Marinó G. Njálsson, 13.8.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband