Leita í fréttum mbl.is

Er verið að notfæra sér að heimsbyggðin er að horfa á Olympíuleikanna?

Það hefur ansi oft gerst að stríðsherrar hafa nýtt sér, að athygli heimsbyggðarinnar sé á einhverjum stóratburði, til að grípa til vopna.  Hún er a.m.k. sérkennileg tímasetningin bæði hjá Georgíumönnum og Rússum að hefja átök í sömu mund og setning Ólympíuleikanna fer fram.  Þetta hafa þeir lært af meisturum svona bragða, þ.e. Ísraelsmönnum, en þér nýta sér einatt að heimsbyggðin á erfitt með að beina athyglinni á marga staði í einu.

En burt séð frá athygli heimsbyggðarinnar, þá buðu Vesturlönd upp á þetta stríð með því að samþykja að Kosovo gæti slitið tengslum við Serbíu.  Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvort það var rangt eða rétt, en ég get ekki séð að það sé nokkur einasti munur á því sem Suður-Ossetar vilja gera og því sem Vesturlönd samþykktu gagnvart Kosovo.  Hugsanlega er það ekki pólitík á Vesturlöndum til hagbóta að Rússland stækki eða að það kvarnist úr fjölmörgum sjálfstæðum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.  En ef menn vilja halda trúverðugleika sínu, þá verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér.  Ég ítreka að ég er ekki að taka afstöðu í málinu.  Bara benda á fordæmið sem Vesturlönd með Bandaríkin í fylkingarbrjósti settu fyrr á þessu ári.  Rússar vöruðu við því þá að það væri slæmt fordæmi, en menn ákváðu að taka ekki mark á þeim.  Nú eru menn að súpa seyðið af þeirri ákvörðun og er ég viss um að það á eftir að drekka úr mörgum pottum til viðbótar.


mbl.is Rússar og Georgíumenn berjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er einmitt þegar svona stórviðburðir eiga sér stað sem fólk virðist halda að það komist upp með stóra glæpi. Spurning hvort að einhverjir séu að nýta þetta hérna heima í dag, bara á öðru sviði en hernaði?

Hrannar Baldursson, 8.8.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 427
  • Frá upphafi: 1680813

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband