26.7.2008 | 01:51
Er ESB-aðild að hafa áhrif eða er verið undirbúa atlögu?
Elsta barnið á heimilinu er í námi í Ungverjalandi við Hungarian Dance Academy, þar sem hún er í námi í klassískum ballett. Þetta hefur orðið til þess að ég hef verið að fylgjast með gangi mála í landinu og hef komið þangað nokkrum sinnum á síðustu 12 mánuðum. Ungverjar eru margir hverjir mjög svartsýnir og neikvæðir á gang efnahagsmála í landinu. Svo svartsýnir og neikvæðir að þeir tala um ráðamenn sem glæpamenn og þjófa og segja að allt hafi verið betra í tíð kommúnista. Ég er ekki dómbær á það, en mér virðist sem einhver viðsnúningur hafi orðið í landinu síðustu mánuði.
Það fer ekkert á milli mála að Ungverjar og nágrannaríki þeirra í norðri, Slóvakía og Tékkland og síðan Pólland, eru farin að njóta inngöngunnar í ESB. Þó aðlögunartími fyrstu áranna hafi verið erfiður, þá virðist vera sem þessi lönd séu að koma betur út úr fjármálakreppunni sem heltekur önnur lönd ESB. Af hverju segi ég þetta? Jú, þegar dóttir mín fór til Ungverjalands sl. haust, þá var ungverska forintan jafnvirði 0,34 IKR (gengi 22.8.2007), en núna er gengið 1 forint = 0,55 IKR (gengi 25.7.2008) eða hækkun upp á rúmlega 61%. Aðeins tékkneska krónan og pólska zlotyið hafa hækkað meira af öllum þeim myntum sem Glitnir birtir gengi á eða um rúm 69% og tæp 74%. Á sama tíma hefur USD og GBP hækkað um rúm 25%, evra um rúm 45% og japanska jenið um 33,5%.
Það væri fróðlegt rannsóknarefni fyrir einhverja hagspekinga og stjórnmálafræðinga að skoða hvernig standi á því að þessar fjórar myntir eru að hækka jafn mikið og raun ber vitni gagnvart stóru og sterku myntunum. Pólska zloty hefur styrkst um 16,4% gagnvart evrunni, tæp 28% gagnvart USD og rúm 23% gagnvart JPY. Hjá tékknesku krónunni eru þessar tölur 14,3%, rúm 26% og rúmt 21%. Og hjá ungversku forintunni þá eru tölurnar 10%, 22,5% og 17,25%. Þetta eru svo ótrúlegar tölur, að þær hljóta að vekja athygli. Kannski ætti þetta að hringja einhverjum aðvörunarbjöllum, eins og ég kem að á eftir.
Hvað eru þessar þjóðir að gera sem við erum ekki að gera? Nú veit ég að verðbólga í Ungverjalandi er mjög há á þeirra mælikvarða og sama á við um stýrivexti og atvinnuleysi. Þjóðin (almenningur) lifir á lánum svipað og Íslendingar. Það eru tekin há lán fyrir húsnæði, bílum, ferðalögum og húsmunum. Á síðasta ári voru yfir 20.000 lúxusbílar teknir af skráðum eigendum, þar sem þeir höfðu ekki staðið í skilum með afborganir. Fólk er að kikna undan afborgunum lána. Hljómar kunnuglega? Í vor gerði svo þjóðin uppreisn, ef svo má segja, þegar hún hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu að heimila ríkisstjórninni að taka lán frá eftirlaunasjóðum (lífeyrissjóðum) fyrir ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum. Fólk treysti ekki ríkisstjórninni til að greiða lánið.
Þegar maður kemur til Ungverjalands, þá kemst maður ekki hjá því að sjá að þar er uppgangur á sumum sviðum. T.d. er nýbúið að opna (að þeirra sögn) stærstu verslunarmiðstöð Evrópu í hjarta Búdapest. Laugavegurinn þeirra í Búdapest (Vaci utca) er alltaf fullur af fólki og sama á við um þær verslunarmiðstöðvar sem ég hef farið í. Umferð er mikil og almenningssamgöngur mikið notaðar. En maður fær það aldrei á tilfinninguna að almenningur hafi það gott. Heimilisleysingjar eru út um allt og betlarar á hverju strái. Maður fær svolítið á tilfinninguna að velmegunin sé bara hjá útvöldum.
Þannig að ef efnahagsástandið er ekki að skýra styrkingu þessara mynta, hver er þá skýringin? Ég sé svo sem tvær skýringar. Báðar eru svona íslenskir fortíðardraugar, þ.e. innstreymi erlends fjármagns og vaxtaskiptasamningar. Ég veit að stýrivextir í Ungverjalandi eru komnir vel upp fyrir stýrivexti Seðlabanka Evrópu og stýrivexti Bank of England. Þar eru því að myndast svipaðar aðstæður og voru hér, nema líklegast sætta menn sig við lægri vaxtamun á krepputímum, en þeir gerðu áður. Á þessari skýringu er einn hængur, en hann er sá að Slóvakar munu taka upp evru 1. janúar nk. og því hafa spákaupmenn stuttan tíma til að athafna sig, ætli þeir það á annað borð. Lengra er í að hin löndin taki upp evru. Hugsanlega gera menn ekki greinarmun á Slóvökum og Tékkum og því fljóta þeir með. En ef þetta er skýringin, þá er hugsanlega verið að leika sama leik gagnvart brasilíska ríalinu, en það hefur einnig hækkað talsvert gagnvart evru, USD, GBP og JPY. Það væri a.m.k. forvitnilegt að vita hvort nýlega hafi orðið mikil aukning í skuldabréfaútgáfu í myntum þessara landa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó og kærar þakkir fyrir athyglisverða grein
Ungverjaland gafst upp á ERM_1 bindingu við evru í febrúar síðastliðnum. Þeim tókst ekki að koma böndum á vaxandi verðbólgu með aðgerðum í ríkisfjármálum (fiscal policy) og án hjálpar virks gengis, stýrivaxta og virkar peningastefnu, án þess að það yðri "bylting/ánægja" í landinu. Það eru víst stórar breytingar framundan (structural reforms) í Ungverjalandi.
Ungverjar hafa sem sagt ákveðið að láta virkt gengi og virka og peningamálastefnu vinna verkið. Já það er víst mikið innflæði af peningum eins og er. En þetta þýðir að evru upptaka mun ýtast enn lengra inn í framtíðina.
Atvinnuleysi í Ungverjalandi er 7,6% og atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er 19,7%
Stýrivextir eru 8,5% og verðbólga er 6,6% og hefur lækkað um ca 1 prósentu stig síðan gengi var leyst úr álögum ERM1 í febrúar.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2008 kl. 13:31
Því má bæta við að atvinnuþáttaka í Ungverjalandi er ein sú læsgsta í OECD eða ca. 55-57% á móti ca 86% á Íslandi. Það eru því fáir sem vinna við að búa til þjóðarköku Ungverja.
Einnig hefur hagvöxtur minnkað mikið eftir að ríkistjórnin fór í það verk að reyna að lemja Ungverja í hausinn með aðgerðum í ríksfjármálum (fiscal policy) til þess að reyna að uppfylla inngönguskilyrðin að gullna hliðinu (evru), eins og til dæmis skattahækkunum, aðgerðum til minnka einkaneyslu og þar fram eftir götum. Sem sagt stöðnunaraðgerðum sem eru jú aðalsmerki áætlunargerðarmanna ESB. Það verður jú að stoppa þessa framkvæmdagleði einhverveginn.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2008 kl. 14:31
Gleymdi náttúrlega að bæta þeirri augljósu afleiðingu niðurfellingar á bindingu HUF við evru að gengi HUF fór að lúta að aðstæðum á markaði.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2008 kl. 15:01
Takk fyrir þetta, Gunnar. Þetta skýrir að einhverju leiti út stöðuna í Ungverjalandi, en hefur þú skýringu á styrkingu hinna gjaldmiðlanna?
Marinó G. Njálsson, 26.7.2008 kl. 18:52
Dóttir mín lenti í smáuppákomu í vetur sem varð til þess að hún þurfti að fara á sjúkrahús. Hún var sem betur fer með aðila með sér, sem er í læknisfræðinámi í Búdapest, og ég ítreka þetta með sem betur fer. Málin enduðu þannig að ríkissjúkrahúsið vísaði henni á einkaklínik vegna þess að þar voru til réttu tækin til að framkvæma þær rannsóknir sem þurfti að gera.
Mín reynsla af Ungverjalandi (að vísu bara verið í Búdapest) er almennt mjög góð. Fólkið vingjarnlegt og almennilegt, en það skortir sjálfstraust til að tala ensku. Jafnvel þeir sem eru að umgangast ferðamenn þurfa að velta hverju einasta orði fyrir sér áður en þeir segja það. Svo þegar skjálftinn rjátlar af þeim, þá er enskan þeirra stórgóð og nærri óaðfinnanleg. Ég er einn af þeim sem kem af stað samræðum við leigubílstjóra hvar sem ég fer og fann einn góðan í Búdapest sem keyrir mig að og frá flugvellinum. (Þarf að panta hann fyrirfram, þar sem hann er ekki hjá einkaleyfishafanum, Zonataxi.) Mest öll mín vitneskja mín um pólitík og efnahagsmál í Ungverjalandi er frá honum komin. Góður karl, sem hefur áhyggjur af landinu sínu.
Marinó G. Njálsson, 26.7.2008 kl. 21:12
Þetta þykir mér afskaplega leitt að heyra Lotta og sendi þér samúð mína. Sjálfur missti ég einnig föður minn, en þó vel aldraðan, einmitt þetta sama ár, en uppi á Íslandi, og alveg óvænt í skurðaðgerð sem fór illa, og náði ekki að vera viðstaddur til að kveðja, en hann var þó alls ekki einn þegar hann dó. En ég get samt huggað mig við að allt var gert sem hægt var til að bjarga honum í góðu heilbrigðiskerfi á Íslandi. Já, þetta hefur verið mjög sárt fyrir ykkur.
Ungverjar hafa einungis 16 sinnum stærri þjóðartekjur en Íslendingar hafa núna og sem þurfa að bera uppi innviði og heilbrigðiskerfi fyrir þjóð sem er 33 sinnum fjölmennari en Íslendingar. Þarna sést vel hvers virði það að að hafa sterka atvinnuþáttöku, lágt atvinnuleysi og virkt og FULLT frelsi í öllum efnahagsmálum þjóðarinnar. Frelsi sem aldrei mun fá að njóta sín að fullu í lömunarfaðmi ESB aðildar, og í hagstjórn sem þar að lúta ákvörðunum og reglum settum í fjarlægum löndum. ESB skilyrði pressa núna Ungverja til að skera niður til að uppfylla inntökuskilyrðin inn í evrusvæði. Og eitt af þrætueplum þeirrar baráttu er víst einmitt heilbrigðiskerfið og sjúkratryggingar fyrir Ungverja.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2008 kl. 21:25
Þetta skýrir að einhverju leiti út stöðuna í Ungverjalandi, en hefur þú skýringu á styrkingu hinna gjaldmiðlanna?
Dollar hefur fallið svo HUF hefur styrkst meira gangavart USD en gagnvart EUR
Það er hægt að skoða þetta t.d. hér á Google Finance - þú slærð t.d. inn USDHUF til að fá verð dollara gagnvart forintu og svo t.d. USDHUF til að fá gengisþróun gagnvart evru og svo ISKHUF til sjá þróun gagnvar íslensku krónunni . Hægt er að sjá tvö ár aftur í tímann með því að smella á breytur í grafinu.
gegni dollara gagnvart forintu
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2008 kl. 21:41
Gunnar, já, ég átta mig á því að styrking myntanna gagnvart evru er önnur en gegn USD. En ef við skoðum þróun þeirra mynta sem Glitnir birtir gengi á, þá hafa fimm myntir skorið sig úr, þ.e. pólska zloty, tékknesk króna, slóvösk króna, ungverskt forint og brasilískt rial. Aðrar myntir hafa annað hvort fylgt evrunni eða veikst gagnvart henni meðan þessar fimm hafa styrskt verulega (10 - 16,4%). Styrking þeirra er sambærileg styrkingu íslensku krónunnar áður en kúvendingin varð síðast liðið sumar. Vangaveltur mínar snúa því að því hvernig standi á þessari styrkingu. Einn möguleiki er að stýrivextir í þessum löndum hafi opnað fyrir skuldabréfaútgáfu í dúr við Jöklabréfin okkar og verið sé að leggja grunninn að áhlaupi á þessi hagkerfi á næstu mánuðum/misserum.
Marinó G. Njálsson, 26.7.2008 kl. 21:56
Vangaveltur mínar snúa því að því hvernig standi á þessari styrkingu. Einn möguleiki er að stýrivextir í þessum löndum hafi opnað fyrir skuldabréfaútgáfu í dúr við Jöklabréfin okkar og verið sé að leggja grunninn að áhlaupi á þessi hagkerfi á næstu mánuðum/misserum
Já ég hugsa að þú hafir rétt fyrir þér - að þetta gildi um Pólland og nágranna þeirra. Það er mikið inn-flæði af peningum og fjárfestingum.
Svo fer ESB í kreppu, export stoppar, fjárfestingar minnka, gengið fellur, verðólgan byrjar, og svo kemur stóri hamarinn þ.e. aðgerðir í ríkisfjármálum til að mæta evru inngöngutilraunum, og lemur allt sundur og saman næstu 10 árin. Nema þeir velji að sleppa evru draumum og láta gegnið vinna verkið.
Brasilía er með mjög háa stýrivexti (12,25%) og á leiðinni að verða efnahagslegur risi. Segi bara 7-9-13 að þeim takist að halda verðbólgunni niðri.
Þessi grein hér lýsir kanski ástandinu vel í Póllandi og nágrenni: Poland feel rich, proud as currency surge
og þessi hérna Polish zloty hits new high against euro
Þetta minnir á [setja_inn_hér] fyrir 12 mánuðum, brosa hér :)
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 27.7.2008 kl. 01:57
Heilbrigðiskerfið okkar þarf miklu meira en bara m
eira húsnæði heldur meiri umbun fyrir þetta frábæra fólk.
Þetta er óskaplega erfitt mál Lotta. Mér heyrist að þetta sé svipað allstaðar þar sem heilbrigðiskerfi eru rekin og starfrækt af hinu opibera eingöngu. Hér er það orðið þannig að það er alveg sama hversu miklum peningum er sturtað ofaní heilbrigðisgeirann að það mun aldrei koma neitt meira og betra út úr honum. Laun eru fyllilega sambærileg við einkageirann - þ.e. þegar allt er talið saman, vinnustundir, orlof, eftirlaun og allt sem atvinnurekandinn (ríkið) greiðir, að þá eru laun fólks í hjúkrunarstörfum minnst eins vel launuð og hjá t.d. fólki í einkageiranum og vinnutími styttri.
En það er bara svo svakalega erfitt að auka framleiðni í opinberum rekstri. Nánast ekki hægt. Ef eitthvað sparast þá er fólk bara rekið svo afhverju ætti það að spara? eða að koma inn hagræðingu og aukinni nýtingu? Það þýðir bara niðurskurð. Þetta vita allir. Öll opinber kerfi munu alltaf vinna á móti svona, og halda áfram að vera með lélega framlegð og slæma nýtingu á fjármagni og aðstæðum - t.d. skurðstofur og tækjanýtingu, lokað frá 15:00 -08:00 - og biðlistar lengjast og lengjast.
Mér er sagt að svona hlutir keyri allann sólarhringinn í Bandaríkjunum og þar sé unnið þar til verkefnin séu búin. Biðlistar séu að mestu evrópskt fyrirbæri og þá helst í heilbrigðiskerfum sem eru rekin af hinu opinbera.
Spurningin er kanski þessi: af hverju ætti ríkið að geta rekið eitt eða neitt betur en fólkið getur sjálft gert í einka eða sjálfseignarrekstri? Ég er handviss um að það verður að breyta þessu og því fyrr því betra. Þetta gengur ekki lengur svona.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 27.7.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.