Leita í fréttum mbl.is

Samstarfsamningur við IT Governance Ltd.

Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta hefur gert samstarfssamning við breska fyrirtækið IT Governance Ltd.  Til að byrja með mun samstarfið snúast um kynningu og sölu á efni, bókum og tólum sem IT Governance Ltd. hefur til sölu á vefsvæði sínu www.itgovernance.co.uk.  En innan fárra vikna mun Betri ákvörðun tengjast ráðgjafaneti IT Governance, þannig að Betri ákvörðun hefur aðgang að ráðgjöfum IT Governance og mun einnig sinna ráðgjöf fyrir IT Governance hvort heldur hér á landi eða erlendis.

IT Governance Ltd. býður upp á fjölbreytta þjónustu tengda stjórnun upplýsingatækni.  Fyrirtækið gefur sig út fyrir að vera staðurinn til að heimsækja þegar kemur að stjórnun upplýsingatækni.  Þjónustuframboð fyrirtækisins er mjög miki, en grunnurinn er upplýsingagjöf, bóksala og vefverslun, ráðgjöf og námskeið.  Fyrirtækið heldur auk vefsetursins www.itgovernance.co.uk úti vefsetrinu www.27001.com sem sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynni, í efni tengt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 og fylgi stöðlum hans.

Ég hef undanfarna mánuði verið að leita leiða til að styrkja og víkka út starfsemi Betri ákvörðunar.  Ég er mjög ánægður með að hafa náð þessum áfanga og vona að það megi verða til þess að ég geti veitt fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á víðara sviði en hingað til.  Einnig er markmiði með samningnum að tryggja aðgang að neti ráðgjafa út um allan heim til að sinna verkefnum fyrir viðskiptavini sem eru með starfsemi utan landsteinanna.

Óski einhverjir eftir nánari upplýsingum um þetta mál, þá má hafa samband við mig með því að hringja í síma 898-6019 eða senda tölvupóst á oryggi@internet.is.

Marinó G. Njálsson

Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband