18.7.2008 | 15:12
Samstarfsamningur við IT Governance Ltd.
Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta hefur gert samstarfssamning við breska fyrirtækið IT Governance Ltd. Til að byrja með mun samstarfið snúast um kynningu og sölu á efni, bókum og tólum sem IT Governance Ltd. hefur til sölu á vefsvæði sínu www.itgovernance.co.uk. En innan fárra vikna mun Betri ákvörðun tengjast ráðgjafaneti IT Governance, þannig að Betri ákvörðun hefur aðgang að ráðgjöfum IT Governance og mun einnig sinna ráðgjöf fyrir IT Governance hvort heldur hér á landi eða erlendis.
IT Governance Ltd. býður upp á fjölbreytta þjónustu tengda stjórnun upplýsingatækni. Fyrirtækið gefur sig út fyrir að vera staðurinn til að heimsækja þegar kemur að stjórnun upplýsingatækni. Þjónustuframboð fyrirtækisins er mjög miki, en grunnurinn er upplýsingagjöf, bóksala og vefverslun, ráðgjöf og námskeið. Fyrirtækið heldur auk vefsetursins www.itgovernance.co.uk úti vefsetrinu www.27001.com sem sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynni, í efni tengt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 og fylgi stöðlum hans.
Ég hef undanfarna mánuði verið að leita leiða til að styrkja og víkka út starfsemi Betri ákvörðunar. Ég er mjög ánægður með að hafa náð þessum áfanga og vona að það megi verða til þess að ég geti veitt fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á víðara sviði en hingað til. Einnig er markmiði með samningnum að tryggja aðgang að neti ráðgjafa út um allan heim til að sinna verkefnum fyrir viðskiptavini sem eru með starfsemi utan landsteinanna.
Óski einhverjir eftir nánari upplýsingum um þetta mál, þá má hafa samband við mig með því að hringja í síma 898-6019 eða senda tölvupóst á oryggi@internet.is.
Marinó G. Njálsson
Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.