Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú meiri skáldskapurinn!

Það er merkilegt að skuldatryggingaálagið skuli hækka nokkrum dögum eftir að Kaupþing tekur lán á kjörum sem eru með álagi langt undir 100 punktum.  (Voru það ekki 35 punktar?)  Þessi "markaður" með skuldatryggingaálag er bara skáldskapur og það heldur lélegur.  Hefur það virkilega engin áhrif á markaðinn að Kaupþing fékk lán á góðum kjörum? Eða eru menn svo uppteknir í sínum sýndarveruleika að þeir átta sig ekki á því hvað er að gerast utan hans.  Mér sýnist vera best að hunsa þennan markað bara, þar sem hann hunsar hvort eð er staðreyndir.
mbl.is Skuldatryggingaálag hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ætli við verðum ekki að bíða í nokkur ár þar til einhver innanbúðarmanneskja í bönkunum viðurkenni sannleikann í kostnaðarskiptingunni við skuldabréfaútgáfu. Skuldatryggingarálagið virðist benda á það hvernig einn aðili er metinn miðað við  alla aðra á markaði. En mann grunar að um það sé samið í hvert sinn hvernig heildar- lántökukostnaður skiptist eða birtist hjá hverjum. Amk. virðist það vera hagsmunir beggja að skuldatryggingarálag sé sagt lágt, en ekki er minnst á himinháa vextina sem t.d. Kaupþing þarf þá að greiða. M.ö.o. hlýtur hluti lækkaðs  opinbers skuldatryggingarálags að færast yfir í hækkaða vexti. Annars fæ ég ekki skilið hvernig þetta nær að virka ella.

Ívar Pálsson, 1.7.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Bragi

Hann er verulega óskilvirkur þessi markaður, ef markaður má kallast.

Bragi, 3.7.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1680033

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband