Leita í fréttum mbl.is

Svona fer þegar stjórnun rekstrarsamfellu er ekki sinnt

Ég hef oft fjallað hér um stjórnun rekstrarsamfellu, en hún snýst um að sjá fyrir það "ófyrirséða" og grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að það gerist.  Eins og þessu máli er lýst, þá klikkaði tvennt:

1.  Bráðnauðsynlegur útsendingarbúnaður var ekki tengdur við rafbakhjarl sem sér kerfinu fyrir rafmagn komi til bilunar í dreifikerfi.

2.  Ekki var skipt sjálfvirkt yfir á varaaflgjafa og keyrt á honum þegar straumrof varð.

Svona vandamál eru alþekkt hér á landi og hef ég leiðbeint fjölda viðskiptavina um úrræði vegna þeirra.  Það er náttúrulega skandall að stjórnendur Euro 2008 hafi ekki hugsað fyrir þeim möguleika að straumleysi gæti rofið útsendingu og ekki síður er það ótrúlegt fyrirhyggjuleysi að keyra ekki viðkvæman útsendingarbúnað á rafmagni frá rafbakhjarli, þar sem eitt af hlutverk rafbakhjarls er að jafna út spennu.  Spennusveiflurvalda oft meiri skaða á tækjabúnaði en straumrof.

Hafi einhver frekari áhuga á þessu efni eða vantar ráðgjöf, þá er bara að hafa samband.  Best er að senda tölvupóst á oryggi@internet.is eða security@internet.is.


mbl.is Óveður olli sambandsleysi í leik Tyrkja og Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband