6.6.2008 | 17:48
Aðdragandinn að stofnun Microsoft
20. ágúst 1992 birtist eftir mig grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins þar sem ég fór yfir aðdragandann að stofnun Microsoft með fókusinn á þátt Bill Gates. Langar mig að endurbirta úrdrátt úr þessari grein hér af því tilefni að Bill Gates hefur ákveðið að stíga til hliðar. Hana er síðan hægt að lesa í heild á vefsvæði mínu www.betriakvordun.is með því að smella hér. Grein var unnin upp úr bókinni Hard Drive: Bill Gates and the Making of the Microsoft Empire eftir James Wallace og Jim Erickson, útgefandi John Wiley & Sons, 1992.
Maðurinn bak við Microsoft-veldið
Hin óopinbera saga Bill Gates
Það fer ekkert á milli mála að Bill Gates er snillingur á sínu sviði, hann hefur ljósmyndaminni, óvenjulega hæfileika til að spá fyrir um framtíðina og óþrjótandi kraft til að vera í hlutverki frumkvöðuls. En Bill Gates er mjög umdeildur maður og hataður af mörgum í tölvuiðnaðinum. Í bókinni Hard Drive, er lýst snilli hans, en ekki síður fjallað um einstaklinginn, sem beitir vitsmunalegum kúgunum, er tilfinningalega vanþroskaður, skortir snyrtimennsku og krefst þess að aðrir vinni allan sólarhringinn eins og hann. Einnig er lýst keppnishörku hans, þar sem annað sæti er sama og að tapa, sem leitt hefur til rannsókna á viðskiptaháttum fyrirtækisins á vegum bandarískra yfirvalda.
Fyrstu árin
William Henry Gates III fæddist 28. október 1955. Árið 1967 var Trey (eins og hann var kallaður), þá 11 ára gamall, kominn langt fram úr jafnöldum sínum í stærðfræði og raungreinum. Ákváðu þá foreldrar hans að senda hann í Lakesideskólann í Seattle, sem talinn var bestur allra einkaskóla á svæðinu. Þar var grunnurinn lagður að lífi tölvusnillingsins Bill Gates.
Það var í Lakesideskólanum sem Gates komst fyrst í snertingu við tölvu. Það var PDP-10 tölva, en skólinn fékk aðgang að henni um litla fjarvinnsluvél (teletype machine). Það var einmitt í tölvuherbergi Lakesideskólans, sem Bill Gates hitti Paul Allen, strák sem var tveimur árum á undan honum í námi. Sjö árum seinna stofnuðu þeir saman Microsoft.
Bill Gates varð snemma mikill tölvugrúskari (eða hakkari). Hann og Paul eyddu á stuttum tíma þeim 3.000 USD, sem Lakesideskólinn hafði í tölvukostnað. Ekki bara það, heldur voru þeir félagar mjög duglegir við að skjóta tölvuna niður. Af þeim sökum voru þeir fengnir í vinnu af Computer Center Corporation við að finna villur í stýrikerfi PDP-10 tölvu fyrirtækisins. Í staðinn gátu þeir unnið eins mikið og þeir vildu á tölvunni, þó utan almenns vinnutíma. Þar með var boltinn byrjaður að rúlla.
Microsoft verður til
Fyrsta fyrirtæki, sem þeir félagar komu á fót, hét Traf-O-Data. Það bjó til búnað til að túlka gögn um umferðarþunga yfir í auðskiljanlegt tölulegt form. Fyrirtækið þénaði um USD 20.000 á líftíma sínum, en komst aldrei á skrið.
Haustið 1973 fór Gates í Harvard háskóla, meðan Allen hélt áfram að vinna að verkefnum fyrir Traf-O-Data, en með litlum árangri. Einn kaldan desemberdag 1974 var Paul Allen að fara í heimsókn til Gates. Á leiðinni kom hann við í sjoppu og rakst þar á nýjasta tölublað tímaritsins Popular Electroincs. Á forsíðu blaðsins var mynd af Altair 8080, fyrstu örtölvunni! Allen keypti blaðið og sýndi Gates með þeim orðum að nú gætu þeir loksins gert eitthvað með BASIC. Þeir höfðu samband við Ed Roberts, eiganda MITS fyrirtækisins sem framleiddi Altair, til að kynna fyrir honum hugmynd þeirra um BASIC fyrir Altair og fengu þau skilaboð að 50 aðrir hafðu haft samband og að sá, sem kæmi fyrstur með nothæfa útgáfu af BASIC fyrir Altair, hreppti hnossið.
Þeir félagar lögðu nú nótt við dag að búa til BASIC fyrir Altair. Þegar Allen fór að hitta Roberts, kom í ljós að MITS var lítið meira en bílskúrsfyrirtæki, en það átti eftir að breytast. Hjá MITS mataði Allen Altair tölvuna (þá fyrstu og einu sem hann hafði unnið á (!)) með BASIC kótanum og prófaði. Og viti menn, það virkaði fullkomlega, öllum á óvart og Paul Allen ekki síst.
Þetta varð til þess að Microsoft var stofnað sumarið 1975. Nafnið er stytting á microcomputer software. Bill Gates hætti í Harvard, þrátt fyrir mótmæli frá móður sinni, sem vildi umfram allt að hann lyki námi. Upphaflega átti Gates 60% hlutafjár en Allen 40%. Fyrirtækið var stofnað án yfirbyggingar og bruðls. Allt miðaðist við að það kæmist með sem minnst fjármagn í upphafi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.11.): 35
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 179
- Frá upphafi: 1679869
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 161
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.