5.6.2008 | 12:20
Bill Gates lætur Steve Ballmer eftir völdin
Þær fréttir eru að berast frá Redwood í Washington að valdabarátta hafi átt sér stað milli Bill Gates og Steve Ballmer í um 8 ár og henni hafi lokið með því að Bill Gates hafi ákveðið að yfirgefa fyrirtækið. Þetta hlýtur að koma flestum í opna skjöldu, sem fylgst hafa með Microsoft veldinu í gegnum tíðina. Vissulega höfðu menn skrafað um að Steve Ballmer hefði bolað Paul Allen burtu frá Microsoft en talið var að það hefði verið með samþykki Gates. Nú virðist vera sem Ballmer hafi gert það án íhlutunar Gates.
Að Bill Gates, holdgervingur Microsoft í gegnum tíðina, sé að víkja til hliðar eru líklegast ein merkilegustu tíðindi í tölvuheiminum í mörg ár. Sjá menn fyrir sér miklar breytingar á áherslum fyrirtækisins á næstu misserum, þar sem Ballmer er ekki talinn eins bundinn Windows og PC-tölvum og Gates. Þetta eru náttúrulega bara vangaveltur, þar sem hingað til hafa menn litið á að Gates og Ballmer hafi verið samstíga samherja.
Að þessi frétt komi í kjölfar annarrar frá Microsoft um að Windows XP verði áfram til sölu næstu tvö ár, vekur upp grunsemdir um að það hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Áður hafði Microsoft ákveðið að taka XP úr sölu í lok mánaðarins. Ballmer er maðurinn á bak við markaðsmál fyrirtækisins meðan Gates hefur verið í farið fyrir tæknimálum og þróun nýjunga. Menn hafa gert að því skóna að nú eigi að hægja á nýjungagirninni en einbeita sér að því að halda viðskiptavinum. Að lengja líftíma XP sé skref í þeirri viðleitni.
Það er kaldhæðni, að á sama tíma og þessar fréttir berast, þá er að koma á markað tölvuleikur, þar sem hægt er að kasta tölvueggjum í Ballmer eða bregða sér í líki Ballmers og víkja sér undan eggjunum. Kannski á Ballmer eftir að verða fyrir annars konar aðkasti en eggjakasti næstu vikur og mánuði, þar sem Bill Gates hefur verið í guðatölu hjá ýmsum tölvuáhugamönnum.
Wall Street Journal lýsir þessu í blaði dagsins. Þar er m.a. sagt að valdabaráttan hafi komist á það stig að ekki var hægt að taka ákvarðanir um ýmis mál, þeir hafi öskrað hvor á annan og stjórnarmenn hafi þurft að ganga á milli til að koma á vopnahléi. Auk þess er haft eftir Ballmer, að þegar Gates er farinn, "Mun ég ekki hafa nokkra þörf fyrir hann. Það er grundvallarákvörðun. Að nota hann, já, að þurfa hans við, nei."
Ég verð að viðurkenna að maður tekur bara andköf við að lesa þetta og þó telst ég ekki til helstu aðdáenda Microsoft.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Merkilegt!
Púkinn, 5.6.2008 kl. 12:52
"Jack", það fer ekkert á milli mála að fáir menn hafa haft eins mikil áhrif á tækniþróun í heiminum undan farna áratugi og Bill Gates. Það hefur ekki allt verið frumlegt sem frá Microsoft hefur komið og ekki endilega það besta, en markaðssetning fyrirtækisins hefur einfaldlega gert það að áhrifamesta fyrirtæki heims. Að sama skapi hefur það verið mjög umdeilt meðal þeirra sem hafa haldið sjálfstæðri hugsun. Þó ég sjái margt neikvætt hjá fyrirtækinu, þá vildi ég ekki án þess vera. Ekki vegna Windows heldur vegna þess að það hefur gert heiminum kleift að skipst á upplýsingum í gegnum samskiptaforrit sín, hefur sett á markað tækni sem leyfir okkur að flytja gögn auðveldlega á milli hugbúnaðarkerfa og stuðlað að útbreiðslu einsleitrar tækni. Ef Microsoft hefði ekki verið til staðar, þá getur vel verið að IBM eða Apple hefðu afrekað það sama. Þau höfðu tækifærið, en bæði leituðu til Microsoft eftir lausnunum og á Microsoft þessum helstu keppinautum sínum mikið að þakka. IBM keypti af þeim DOS og Apple bað Microsoft um að þróa WYSIWYG (grafískan) hugbúnað til að nota á Macintosh. Þetta gerðist á nokkurra ára tímabili í kringum 1980. Það vill svo til að þetta tvennt er síðan það sem Bill Gates og Paul Allen byggðu Microsoftveldið á. Og þrátt fyrir margar tilraunir fyrirtækja til að markaðssetja hugbúnað og stýrikerfi, sem hafa haft tæknilega yfirburði yfir framleiðslu Microsofts, þá var það markaðsvélin sem vann ekki gæðin.
Marinó G. Njálsson, 5.6.2008 kl. 12:57
"Jack", já, Xerox PARC (Palo Alto Research Center) er staðurinn þar sem allt hófst fyrir 40 árum um þessar mundir. WYSIWYG, Postscript, Ethernet, músin og svona mætti lengi telja. Og þeir voru svo vitlausir að bjóða hverjum sem var í heimsókn áður en þeir fengu einkaleyfi fyrir hlutunum. Það fór nú ekki mikið fyrir henni í hæðunum kringum Stanford háskóla (Stanford Industrial Park), en þarna var nú samt Mekka tölvuiðnaðarins. Ég held ég hafi verið búinn að hjóla framhjá í heilt ár áður en ég áttaði mig á að þetta var Xerox PARC. Vá, hvað maður var naive á þeim árum.
Marinó G. Njálsson, 5.6.2008 kl. 13:30
Ég er ekki hissa á að Steve Ballmer sé upp á kant við einhvern. Maður hefur séð nógu mörg myndskeið af honum þar sem hann er nánast eins og vitfirringur í háttum.
Mér kemur á óvart að hann skuli treysta sér til að bola Gates út úr fyrirtækinu og það kæmi mér ekki á óvart að Bill kæmi til baka með samskonar hætti og Steven Jobs kom til baka eftir að hafa orðið undir í valdabaráttunni við fyrrum Pepsi-stjórann Scully.
Það er eins með Jobs, Gates og mig: 1955 árgerðin kemur alltaf aftur!
Haukur Nikulásson, 5.6.2008 kl. 16:18
Já, Haukur, þú hefur nú átt nokkur líf í þessum bransa
Ég er sammála þér í því, að mér finnst ólíklegt að Bill Gates hafi sagt sitt síðasta orð. Mig minnir þó að Steve Ballmer hafi hætt eða hótað að hætta hjá Microsoft á sínum tíma og verið fenginn til að skipta um skoðun. Það var um svipað leiti og Paul Allen ákvað að snúa sér að öðrum málum. Ég man að mér fannst (á sínum tíma) það bera vott um Ballmer væri heilinn að baki markaðsstarfi fyrirtækisins, þó svo að Gates og Allen vissu meira um tækniþáttinn.
En það er sagt um Ballmer að hann sé hamhleypa og komi hlutum í verk, skipulagður en með augun á smáatriðunum. Hann er kallaður "Bad Boy Ballmer" í ævisögu sem skráð var og gefin út í óþökk hans. Viðurnefnið er líklegast tilkomið vegna þess að hann er tilbúinn að taka óvinsælar ákvarðanir, svo sem eins og að klippa á stock-options sem gert höfðu ófáa starfsmenn Microsoft að milljónamæringum, ef ekki milljarðamæringum. Þessar stock-options höfðu líka orðið til þess að fyrirtækið missti marga hæfileikaríka starfsmenn eftir að þeir höfðu efnast það mikið að þeir gátu farið að sinna sínum hugðarefnum.
Marinó G. Njálsson, 5.6.2008 kl. 17:21
Fyrir nokkrum árum tilkynnti Bill Gates að hann myndi snúa sér að góðgerðarmálum með konu sinni, stofnaði meðal annars Bill & Melinda Gates foundation.
Þannig var, að ég hélt, í farvatninu að Bill Gates væri að hætta hjá Microsoft.
En áhugaverð pæling að illsætti sé í höfuðstöðvum Microsoft, endalok heimsyfirráða nálgast?
Jón Finnbogason, 5.6.2008 kl. 18:03
Jón, með fullri virðingu fyrir mannúðarstarfi Bill Gates, þá var stofnun Bill & Melinda Gates Foundation fyrst og fremst skattaleg aðgerð. Með því að stofna sjálfeignarstofnun/góðgerðarstofnun og setja þær kvaðir í stofnskrána að þau hjónin, börnin þeirra og seinnitíma afkomendur skuli stjórna stofnuninni, þá komast allir hjá því að greiða skatta af Gates-ríkidæminu. Þetta var nokkurs konar líftrygging og framfærslutrygging fyrir Gates fjölskylduna um aldur og ævi og það sem meira er ríkissjóður Bandaríkjanna og fylkissjóður Washingtonfylkis fá ekki eitt sent í sinn hlut. Ef Bill Gates hefði skyndilega fallið frá án þessarar ráðstöfunar, þá hefðu aftur stórar fjárhæðir runnið til beggja. Þau hjónin ákváðu að vísu að skilja einhverja skiptimynt eftir svo börnin þeirra gætu lifað áhyggjulausu lífi, en síðan er þeim tryggð framfærsla í gegnum "störf" og stjórnaretu hjá stofnuninni.
Marinó G. Njálsson, 5.6.2008 kl. 18:13
Þetta átti að vera "stjórnarsetu hjá stofnuninni."
Marinó G. Njálsson, 5.6.2008 kl. 18:15
Áhugavert að lesa þessar pælingar hjá þér Marinó um MS veldið og Bill Gates. Veit annars einhver af ykkur MS sérfræðingum hver staða Nathan Myhrvold er hjá MS í dag hjá fyrirtækinu? Hann er víst eitthvað tengdur Íslandi þessa dagana.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.6.2008 kl. 06:11
Kjartan, hefur þú prófað að googla eftir svona svörum? Ég gerði það og fann út að hann er hjá fyrirtækinu Intellectual Ventures sem sérhæfir sig í að fjárfesta í uppfinningum/sprotafyrirtækjum með það að markmiði að þróa hugmyndirnar áfram.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2008 kl. 10:23
Ég var aðeins búinn að gera það líka. Las að hann hefði verið í innsta kjarna hjá þeim MS mönnum og virðist hafa gert það gott hjá þeim. Ég verð með hann í leiðsögn í nokkra daga um landið á næstunni :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.6.2008 kl. 10:36
Kjartan, mér sýnist af myndasafni þínu (sem ég hef oft kíkt á) að þú vitir alveg hvert á að fara með menn til að láta þá heillast af landinu.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2008 kl. 11:46
Jón Grétar, þú ert að misskilja það sem ég segi. Ég hef ekki á neinn hátt borið brigður á mannúðarstörf Gates-hjónanna. Þeirra starf er mikið og gott og vonandi mun það halda áfram um aldur og ævi. Stofnun Gill & Melinda Gates Foundation utan um eignir þeirra hjóna var skattaleg aðgerð sem fjölmargir ofurríkir Bandaríkjamenn hafa farið. Með þessu er í raun verið að auka getu þeirra hjóna til að taka þátt í mannúðarstörfum, þar sem sjálfseignarstofnanir falla ekki undir sömu ákvæði skattalaga og hlutafélög eða einstaklingar.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.