Leita í fréttum mbl.is

Auka reglurnar gengisáhættu?

Fyrst þegar ég skoðaði þessar nýju reglur Seðlabankans, þá sýndist mér sem Seðlabankinn væri með þeim að draga úr gengisáhættu með því að takmarka verulega heimildir til að hafa misræmi milli gengisbundinna eigna annars vegar og skulda hins vegar.  Hugmyndin er líklegast að draga úr þörf fyrir mjög stóran gjaldeyrisvarasjóð, þar sem bankarnir þurfa að baktryggja sig meira sjálfir. En mér sýnist að þessar reglur geti leitt til meiri spákaupmennsku, þar sem í fyrri reglum má svo kölluð opin gjaldeyrisstaða í einstökum myntum ekki sýna meira misvægi en nemur 20% af eigin fé.  Í nýju reglunum hefur þetta atriði verið fellt út og geta því fjármálafyrirtæki safnað skuldum í einni mynt og eignum í annarri svo fremi sem munurinn á gengisbundnum eignum og skuldum, þ.e. almennur gjaldeyrisjöfnuður, fari ekki upp fyrir 10% af eigin fé.  Þessi breyting gæti þannig aukið gengisáhættu í staðinn fyrir að draga úr henni hefði Seðlabankinn haldið inni ákvæðum um að jöfnuð innan einstakra mynta, eins og er í núverandi reglum.  Gera má þó ráð fyrir að sérfræðingar bankanna í áhættustýringu útbúi stífar verklagsreglur til að vinna eftir.

Til langtíma mætti ætla að þessi breyting hafi styrkjandi áhrif á krónuna, en þó má fyrst reikna með einhverri veikingu hennar meðan fjármálafyrirtæki eru að ná nýjum jöfnuði í bókum sínum.  Önnur áhrif geta verið að ennþá þrengra verður á lánamarkaði, þar sem augljósasti kostur bankanna til að lækka skuldastöðu sína eða hækka eignastöðu í erlendum myntum (gerist þess þörf) er að kaupa gjaldeyri af Seðlabankanum í skiptum fyrir íslenskar krónur.  Aðrar leiðir eru að endurmeta erlendar eignir sem þeir telja of lágt metnar (en þær þarf þá að endurmeta mánaðarlega upp frá því), reyna að selja frá sér eignir sem eru seljanlegar og að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis undirverðlagðar í bókum þess eða kaupa eignir á undirverði og endurmeta þær til hærra gildis.  Loks má nefna að hægt er að ná slíkum jöfnuði með því að hækka bæði eigna- og skuldahlið verulega (og jafnmikið) þar til mismunur sem er 30% af eigin fé í dag verði 10% eftir 4 vikur.  Ólíklegt er að sú leið verði farin.

Það er eitt sem vekur furðu mína við samlestur á núverandi reglum og þeim nýju.  Í þeim eldri er talað um opna gjaldeyrisstöðu og heildargreiðslujöfnuð þegar verið er að skýra út við hvað greiðslujöfnuðurinn skal miðast og hafa þessi hugtök áður verið skilgreind. Í nýju reglunum er talað um almennan greiðslujöfnuð án þess að skýra neitt út hvað almennur greiðslujöfnuður er og hvernig hann tengist atriðum sem áður hafa verið skilgreind.  (Fyrirtækjunum er síðan í sjálfvald sett hvernig haga skuli áhættustýringu opinnar gjaldeyrisstöðu í einstökum myntum.)  Mér virðist lítil skynsemi í því að skilgreina atriði sem ekki er notað (þ.e. heildargjaldeyrisjöfnuð) og skilgreina ekki það sem er notað (þ.e. almennan gjaldeyrisjöfnuð).


mbl.is Reglur um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja þrengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hvers vegna segir þú þetta geta valdið veikingu fyrst um sinn?  Ef bankarnir eru með verulegan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð núna, þá verða þeir að losa sig við gjaldeyri íi upphafi og kaupa krónur - sem maður hefði haldið að myndi styrkja krónuna, ekki valda veikingu.

Púkinn, 5.6.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Af því að ég gekk út frá því að þeir væru frekar með neikvæða stöðu miðað við umtal undanfarandi vikna.  Fyrstu viðbrögð markaðarins í gær voru líka í þá átt.

Marinó G. Njálsson, 5.6.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband