Leita í fréttum mbl.is

Viðsnúningurinn hafinn?

Seðlabankinn er búinn að ákveða að halda stýrivöxtum óbreyttum.  Það þýðir að bankinn ætlar ekki að viðhalda því raunstýrivaxtastigi sem ríkt hefur undanfarin ár og er því í raun að lækka stýrivextina umtalsvert.  Þetta verður að skoðast sem yfirlýsing um vilja Seðlabankans að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang.

Raunstýrivextir, þ.e. stýrivextir umfram verðbólgu, standa núna í 3,7% og munu líklegast lækka með birtingu verðbólgutalna á næstu dögum niður fyrir 3% og jafnvel niður fyrir 2%.   Þetta er í samræmi við þá raunstýrivexti sem voru hér á eina tímabilinu sem hægt er að segja að hafi verið jafnvægi á hagkerfinu frá því að verðbólgumarkmiðin voru tekin upp, þ.e. frá nóvember 2002 til apríl 2004.  Á þessu tímabili var 12 mánaðaverðbólga oftast undir viðmiðunarmörkum Seðlabankans og stýrivextir stóðu í 5,3% (sem er nær því að vera um 5% miðað við breytta framsetningu stýrivaxta).  Raunstýrivextir mældust á þessum tíma frá 1,83% upp í 3,74% (sem síðan má lækka um 0,3% til að endurspegla breytta framsetningu stýrivaxtanna).  Hafa skal í huga, að frá desember 2004 hafa raunstýrivextir ekki verið undir fjórum prósentum og fóru hæst í 9,85% í ágúst í fyrra á sama tíma og verðbólga mældist 3,45%.

Ætli Seðlabankinn að halda þessu raunstigi stýrivaxta, þá gæti hann þurft að hækka þá við vaxtaákvörðun í byrjun júlí og halda þeim yfir 15% út árið.  Á hinn bóginn gæti Seðlabankinn litið til vísitölu breytinga milli mánaða og sagt sem svo, að fyrst að það dregur úr hækkun milli mánaða, þá hafi myndast tækifæri til að lækka stýrivextina.  Verðbólgumælingar næstu 6 - 7 mánuði munu hvort eð er að mestu endurspegla það skot sem er að eiga sér stað um þessar mundir og gengur hjá á nokkrum vikum. Það er því tilgangslaust að nota háa stýrivexti til að keyra niður verðbólgu sem þegar er í niðursveiflu. 


mbl.is Stýrivextir áfram 15,50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. hagstofunni var opinberi verðbólguhraðinn á ársgrundvelli í apríl 50% miðað við einn mánuð, 28% miðað við síðustu 3 mánuði og 17% miðað við síðustu 6 mánuði. Ekkert bendir til að opinber verðbólga á árinu 2008 verði undir amk. 20-30% ef við við þá sleppum svo vel.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eftir að hafa hlustað á Davíð áðan, þá fór ég að velta meira fyrir mér að hve miklu leiti stýrivöxtum væri ætlað að hafa áhrif á einkennin í staðinn fyrir að lækna sjúkdóminn.  Það, sem ég á við með því, er að vísitölur eru mæling á því sem þegar hefur átt sér stað.  Verðbólga er almennt mæld á milli mánaða, en skoðuð út frá 12 mánaðabreytingum.  Það hefur það í för með sér að skyndileg hækkun verðbólgu milli mánaða birtist ekki eins ofsafengin í verðbólgutölum og deyr hægar út.  Hin mikla hækkun neysluverðsvísitölu sem varð milli mars og apríl gæti því haft áhrif á stýrivaxtarstig löngu eftir að vísitöluhækkun milli mánaða væri komin á viðsættanlegt horf (ef við gefum okkur að raunstýrivextir eigi að vera jákvæðir).  Það sem ég er að velta fyrir mér, er hvort stýrivextir eigi ekki að stjórnast meira af skammtímabreytingum (t.d. þriggja eða sex mánaðamælingum) í stað breytinga til langs tíma (12 mánaðamælingu), eins og mér virðast þeir vera að gera hér á landi.  Ef skammtímabreytingar hefðu fengið að ráða á síðasta ári, þá hefðu raunstýrivextir, t.d., ekki verið að mælast milli 8 og 10% nær allt síðasta ár.

Mér sýnast a.m.k. ýmis rök hníga í þá átt, að virkni stýrivaxta væri meiri og skarpari, ef vextirnir tækju meira mið af skammtíma breytingum í efnahagsumhverfinu en breytingum til langs tíma.  Það hefur í för með sér örari breytingar á vöxtunum, en er það bara ekki besta mál?

Marinó G. Njálsson, 22.5.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Allir markaðir eru framvirkir (augljóslega) nema markaður fyrir afurð verðbólguhönnunarstofnunar ríkisins. Þar básúna menn hið liðna þangað til hið liðna verður komið upp í 30-40% þá byrja þeir að reikna verðbólguna fram á við.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nú, félagi Davíð sagði okkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn þegar engin fundust gjöreyðingarvopnin og lygavefur Bush og vina hans var allur sundurtættur. Og síðan hefur hann gjöreytt trúverðugleika seðlabankans ásamt formanni bankaráðsins Halldóri Blöndal - hvers fúnksjón þarna er eiginlega eingöngu sú að vera með í för þegar Davíð fer að hitta yfirbankastjóra heimsins í útlöndum. Með Halldór sér við hlið leit Davíð út sem Einstein í denn og og Halldór annar virkar enn betur en fyrirrennarinn. Þetta er alveg úrvalsskím.

Baldur Fjölnisson, 22.5.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1679976

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband