9.5.2008 | 13:59
Hagspá greiningardeildar Kaupþings
Hún er áhugaverð lesning Hagspá greiningardeildar Kaupþings fyrir 2008 til 2010 sem kom út í dag. Helstu ályktanir eru:
- Trúverðugleiki er ekki helsta vandamál Seðlabankans
- Bankana vantar erlendan lánveitanda til þrautavara
- Verðbólgan mun fara í 13,5% og mælast yfir 12% til áramóta
- Stýrivextir munu lækka hratt á næsta ári
- Jafnvægisgildi gengisvísitölu krónunnar er í kringum 130, en það næst ekki strax
- Tækifæri eru í lengri flokkum skuldabréfa
- Samdráttur verið á þessu ári og næsta
- Viðskiptajöfnuður snýst úr halli í afgang vegna veikrar stöðu krónunnar
Margt af þessu virðist augljóst eða óhjákvæmilegt og auðvelt að skýra út, en annað vefst aðeins fyrir greiningardeildinni að koma frá sér. Þá sérstaklega fyrsta atriðið um trúverðugleika Seðlabankans. Ekki er laust við að maður fái það á tilfinninguna að greiningardeildin sé að fara fínt í það að setja ofan í við Seðlabankann.
Það er einkennilegt orðaval að segja vandamál Seðlabankans ekki vera skort á trúverðugleika og segja svo í næstu setningu að ekki sé hægt að ávinna sér trúverðugleika með því að halda háum stýrivöxtum of lengi. Mér finnst sem greiningardeildin sé að freista þess að fela gagnrýni sína í einhverjum rósavendi. Það er greinilega mat deildarinnar að Seðlabankinn hafi gert mikil mistök með síðustu tveimur stýrivaxtahækkunum og þar hafi bankinn glatað trúverðugleika með of mikilli hörku en ekki viðhaldið eða áunnið sér trúverðugleika. Bara svo vitnað sé orðrétt í Hagspána:
Niðurstaðan er því sú að ef það er áætlun Seðlabankans að ávinna sér trúverðugleika með því að dýpka yfirvofandi niðursveiflu s.s. með því að lækka stýrivexti of seint er það að öllum líkindum mikill kostnaður til lítils. Vandamálin við framfylgd peningamálastefnu hérlendis má ekki rekja nema að hluta til skorts á trúverðugleika og hverfa ekki þrátt fyrir að trúverðugleiki sé unnin inn með blóði, svita og gjaldþrotum. Það sem meira er með því að beita stýrivöxtum með of óvægnum hætti ofan í fjármálakreppu er tekin gríðarleg áhætta varðandi fjármálastöðugleika.
Auðvitað má túlka þetta sem varnaðarorð um það sem er framundan, en ég fæ ekki betur séð en að verið sé að gagnrýna viðbrögð Seðlabankans síðustu tvo mánuði.
Um eitt atriði verð ég að vera ósammála greiningardeildinni. Deildin telur vandamál bankanna ekki vera ímyndarvanda. Þessu er ég alveg ósammála. Auðvitað er vandi bankanna að miklu leiti ímyndarvandi. Við megum ekki rugla saman ímynd fólks af fyrirtæki og raunverulegri stöðu þess. Hvað varðar bankana, þá varð til sú ímynd að hratt væri unnið og áhættusækni væri mikil. Innan þeirra væri mikill vöxtur og landvinningar um allan heim. Kjarni yfirstjórnar væri ungt fólk með frjóar, en jafnframt lítt reyndar hugmyndir. Bankarnir ýttu undir þessa ímynd, vegna þess að hún hentaði þeim uppgangstímum sem fylgdu ódýra lánsfénu frá 2003 til 2006. Það er þessi ímynd sem er að verða þeim sem fjötur um fót.
Tvisvar á stuttum tíma hafa komið upp efasemdir erlendis frá um styrk og traust bankanna í ljósi þeirrar ímyndar sem þeir höfðu skapað sér. Hvort þessi ímynd er jákvæð eða neikvæð fer eftir því hver er spurður og hversu vel bönkunum hefur tekist að koma til skila upplýsingum um rekstur sinn og hvort þeir, sem upplýsingunum er beint að, telji þær vera trúverðugar og fullnægjandi. Í þessu felst ímyndarvandi íslensku bankanna.
Ég segi bara, ef íslensku bankarnir ættu ekki í ímyndarvanda, þá- hefði skuldatryggingarálag (e. credit spread) þeirra ekki rokkið upp úr öllu valdi;
- hefðu þeir ekki lent í lánalokun (e. credit crunch);
- væru þeir ekki endalaus uppspretta neikvæðra vangaveltna hjá erlendum greinendum og í erlendum og innlendum fjölmiðlum;
- sætu þeir ekki undir endurtekinni gagnrýni fjárfesta um skort á upplýsingu;
- væru matsfyrirtækin ekki að lækka lánshæfishorfur íslensk ríkisins vegna hættu á vanda hjá bönkunum;
- væru lánshæfieinkunnir þeirra og einkunnir um fjárhagslegan styrk ekki jafn neikvæðar hjá matsfyrirtækjunum og raun ber vitni.
Það skal aftur tekið skýrt fram, að þessi ímyndarvandi þarf ekkert að hafa með rekstrarlega stöðu bankanna að gera, a.m.k. ef ímyndarvandinn varir stutt. Langvarandi ímyndarvandi getur aftur leitt til verulegs rekstrarvanda. Það hlýtur því að vera forgangsmál hjá bönkunum að skapa sér trausta og jákvæða ímynd sem byggir á traustum og arðsömu rekstri. Ég verð að viðurkenna að ímynd þeirra beið hnekki hjá mér við birtingu uppgjöra fyrir 1. ársfjórðung, þegar ég sá að þeir högnuðust um 130 milljarða á spákaupmennsku með íslensku krónuna. Hve mikið þessi spákaupmennska spilaði inn í 20% fall hennar á nokkrum dögum, er ómögulegt að segja, en ekki var hún áhrifalaus. Það má heldur ekki útiloka að þessi uppgjör auki á ímyndarvandann, þar sem þrátt fyrir góðan hagnað, þá var grunnur hagnaðarins ekki traustur. Ímynd bankanna hefur einnig beðið hnekki hjá mér við það að lokað hefur verið að mestu fyrir allt sem heitir lán á skikkanlegum kjörum. Þetta gæti skaðað bankana meira til langframa, þar sem leiða má að því líkur að svona ástand auðveldi aðkomu erlendra banka að íslenska markaðnum í framtíðinni. Nema bankarnir treysti, eins og stjórnmálamennirnir, á hinn ótrúlega hæfileika þjóðarinnar að gleyma öllu sem á undan er gengið á ótrúlega stuttum tíma.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1679976
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.