23.4.2008 | 15:21
Refir í Heiðmörk
Morgunblaðið fjallar á baksíðu blaðsins í dag um refi í Heiðmörk. Er þar m.a. nefnt að fimm dýr hafi verið drepinn á síðasta ári í Heiðmörk og 20 dýr á öllu starfssvæði meindýraeyðis höfuðborgarinnar. Haft er eftir meindýraeyðinum, að hann telji ,,enga hættu á því að [refirnir] komi inn í bæinn og fari að gera sér greni í húsum...Því síður stendur fólki á göngu um Heiðmörk ógn af refnum því hann hræðist fólk og flýr um leið og hann sér það." Þetta virðist skynsamlegt hjá skolla, þar sem haft er eftir meindýraeyði í lok fréttarinnar ,,að vanalega sé brugðist við öllum ábendingum um refi og í þeim tilvikum sem tekst að skjóta refinn gerist það á tiltölulega skömmum tíma."
Ég verð eiginlega að lýsa furðu minni á því að verið sé að skjóta ref sem er engum til ama. Heiðmörk er friðland, þannig að þar má ekki beita kindum og því lítil hætta á að refurinn gerist dýrbítur. Hann heldur gæsum í skefjum við vatnsból Reykvíkinga, en af þeim er viss sýkingarhætta, sérstaklega núna á tímum fuglaflensu. Hann er vissulega skæður í eggja- og ungaáti, en það er gangur náttúrunnar. Af hverju má ekki refurinn bara vera í friði í Heiðmörk. Hann er ekki að þrengja sér upp að mannabyggðum eða að það stafi nokkur ógn af honum.
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð um Hornstrandir. Á leiðinni frá Fljótavík yfir í Aðalvík rákumst við á nokkra refi (yrðlinga) sem voru á væfli í kringum hópinn. Ég held að öllum í hópnum hafi fundist þetta hin mesta skemmtun og var ólíkt skemmtilegra að sjá skolla í sínu náttúrulega umhverfi en innan girðingar í Húsdýragarðinum. Þrjú greni á svæðinu frá Heiðmörk til Bláfjalla getur varla verið þannig vandamál að skjóta þurfi dýrin á færi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Umhverfismál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 192
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó
Skemmtilegur pistill hjá þér.
Hins vegar verður að hafa það í huga að refurinn getur farið ansi illa með fulgalíf þar sem hann fær að vaða uppi án þess að honum sé haldið í skefjum. Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því á ferð þinni um Hornstrandir að fuglalífið þar hefur boðið griðarlega hnekki af völdum refsins. Það geta heimamenn þar staðfest. Allur mófugl (lóa, spói, hrossagaukur o.s.fr.v.) er nánast horfin og fuglalífið í björgunum hefur hlotið gríðarlegan skaða af.
Ég er sammála þér að því leyti að refur sem dýrbítur er atriði sem vegur lítið á "rökvogarskál" refaskyttna. Það er alveg hending hef refir í dag leggist á sauðfé, ég held að mun fleiri dilkar verði fyrir bílum
Kveðja
Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:56
Þrymur, mér finnst tími til kominn að við mannfólkið leyfum náttúrunni að njóta vafans oftar. Hún er dýrmæt. Vissulega er refurinn landnemi á Íslandi, en það erum við mannfólkið líka. Nú eru báðir aðilar hluti af umhverfi landsins og hafa sínu hlutverki að gegna. Refur sem er engum til ama á SV-horninu hefur nákvæmlega ekkert að gera með dýrbít á Vestfjörðum. Ég er því fylgjandi því að refurinn í Heiðmörk og svæðinu þar fyrir ofan sé bara látinn í friði. Menn geta skotið hann, þar sem hann er að valda tjóni, en hér er hann að gera gagn með því að halda gæsum frá vatnsbólum höfuðborgarbúa. Nú komi skolli til borgarinnar, þá er aldrei að vita nema það verði til þess að rottunum fækki.
Marinó G. Njálsson, 23.4.2008 kl. 23:04
Refurinn í Heiðmörk er sennilega til góðs fyrir umhverfið og trúlega gildir það sama fyrir allan Reykjanesskagann þar sem hann er langbesta aðferðin til að halda ört vaxandi fuglastofnum í skefjun t.d. máfi, gæs o.fl.
Það er mjög hæpið að tengs séu á milli tófu á Hornströndum og fjölgunar á ref í Reykhólasveit þar sem rannsóknir hafa sýnt að refur fer ekki mjög langt frá uprunalegum heimkynnum. Almennt séð er ref að fjölga á landinu, vegna minnkandi veiði, stækkandi fuglastofna og þar af leiðandi betri afkomumöguleika, það skýrir fjölgunina í Reykhólasveit. Refurinn er elsti íbúi Íslands og því ber að umgangast hann með virðingu. Hornstrandarefirnir auðga náttúru friðlandsins og eru eitt af því sem gerir það eftirsóknarvert að heimsækja Hornstrandir.
Jón hjartarson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.