Leita í fréttum mbl.is

Weasley klukkan fyrir Mugga

Eitt af mörgum undrum í Harry Potter bókunum var klukka sem var upp á vegg hjá Weasley fjölskyldunni.  Klukkan var þeirrar náttúru að hún sýndi hvar hver og einn fjölskyldumeðlimur var staddur á hverjum tíma. 

Í rúm 2 ár hefur verið talað um að Microsoft væri að þróa nokkurs konar Weasley klukku og nú mun hún vera orðin að veruleika.  Fregnir herma að fyrirtækið sé að hefja prófanir á forriti og vefþjónustu sem leyfir fjölskyldumeðlimum að skrá stöðu sína á hverjum tíma.  Forritið birtir svo staðsetningu þeirra á skjá heima hjá viðkomandi.  Með því að keyra lítil forrit upp á t.d. farsíma, þá sendir farsíminn stöðu sína til vefþjónustu sem síðan áframsendir hana til heimilistölvunnar.  Staðsetning er reiknuð út frá hnitum næsta farsímasendis.  Við komu á vinnustað eða skóla eru slegin inn skilaboð í símann sem segir að viðkomandi sé kominn á sinn stað og hættir þá forritið að senda staðsetningarskilaboð.

Nú er bara spurningin hvort fólk vilji fá sér svona Weasley-klukku eða hvort fólk vilji bíða eftir því að töfraklukkan fáist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo átti Potter líka kort af skólanum sínum sem gerði nákvæmlega það sama fyrir alla sem á svæðinu voru. (Vá frumleikinn er yfirþyrmandi) Svo eiga USA og fleiri lönd augu upp á himninum sem gera þetta sama fyrir NSA og CIA, Mosat, KRP, og allar aðrar skammstafaðar stofnanir sem gera líf okkar SVO öruggt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband