6.3.2008 | 20:32
Hvað er að dómskerfinu?
Í fréttum annarrar sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld var frétt þess efnis, að maður hafi fengið 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára fyrir að "buffa" sambýliskonu sína, þannig að stór sá á henni. Á dv.is er frétt þess efnis að annar maður hafi fengið 5 mánaða dóm fyrir að kýla annan mann þannig að tönn brotnaði. Er ekki allt í lagi? Ná hegningarlög ekki yfir líkamsárásir í heimahúsum? Siðgæðisvitund minni er misboðið með svona hróplegu óréttlæti.
Í fyrra tilfellinu virðist um yfirgengilegt ofbeldi gagnavart konunni, þar sem hún er laminn aftur og aftur. Í síðara tilfellinu er eitt eða tvö högg í afbrýðiskasti. Ef eitt eða tvö högg gefa 5 mánuði, þá hefði hinn átt að fá 5 ár hið minnsta. Af hverju er svona mikið ósamræmi milli ofsafengis heimilisofbeldis og tveggja kjaftshögga á skemmtistað? Er það vegna þess að fleiri horfðu á hið síðara? (Ég tek það fram að sá sem veitti kjaftshöggin átti skilið að fá dóm, en 5 mánuði skilorðsbundið til þriggja ára er líklegast fullmikið í lagt.)
Ef dómaframkvæmd hegningarlaga gagnvart líkamsárásum inni á heimilum gagnvart öðru heimilisfólki (það sem falið er undir hugtakinu heimilisofbeldi) er jafn arfavitlaus og raun ber vitni, þá er einfaldlega nauðsynlegt að setja í lög að refsingar vegna slíkra líkamsárása skulu vera í samræmi við refsingar þegar óskildir/ótengdir aðilar eiga í hlut. Maður sem "buffar" konuna sína, líkt og konan lýsti, á að þurfa að sitja nokkur ár í fangelsi, ef sá sem kýlir annan í augnabliksæði fær 5 mánaða fangelsi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvernig dæmt er fyrir ofbeldisverk á Íslandi hefur aldrei skilist. Flyttu inn smá efni sem menn koma og kaupa fúsum og frjálsum vilja: 9 ár.
Föndraðu við það í korter að ganga svo í skrokk á einhverjum að viðkomandi stendur ekki upp aftur: 30 daga skilorðsbundið, 5 mánaða skilorðsbundið, hálft ár... aldrei meira.
Þetta ætti að vera öfugt. Það er jú að traðka á frelsi manna að berja þá. Það að selja dóp er ekki að traðka á neinu frelsi.
Undarlegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 00:37
Þetta er ekkert nýtt.
Hér enn og aftur eru ofbeldismenn sem beita líkamlegu ofbeldi teknir þvílíkum vettlingatökum, af bæði lögreglunni og ekki síst dómsvaldinu. Eins og Ásgrímur sagði hér að framan þá eru þetta 1 til 5 mánaða skilorðsbundnir dómar í mesta lagi.
Fullt af þessum málum ná einu sinni aldrei svo langt að fara fyrir dómara. Þessu er svo margoft klúðrað í meðförum lögreglu. Mál fyrnast, rannsóknin ónákvæm, vitni ekki kölluð fyrir og svo framvegis og svo framvegis. ÞETTA ERU VETTLINGATÖK !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:54
getur ekki verið að þið vitið ekki eitthvað sem dómararnir vita? Það var viðtal við þessa bandarísku konu sem sagði sína hlið á málinu, hans hlið kom ekki fram. Og er eitthvert vit í því að dæma menn til langrar fangelsisvistar, menn sem kannski hafa áður óflekkað mannorð? Frekar að dæma menn í einhverskonar meðferð. "Anger management". Ég veit auðvitað ekkert um þetta mál, en ég dæmi það ekki eftir umræðum úti í þjóðfélaginu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 13:07
Gunnar, það er alveg örugglega rétt að við vitum ekki allt. Ég er að bera saman þessa tvo dóma og er ekki að segja að annar sé réttur og hinn vitlaus. Ég er að segja að miðað við verknaðarlýsingar, þá virðast sem hafi orðið endaskipti á refsingunni.
Nú varðandi þjóðerni konunnar, þá er það algjört aukaatriði og raunar rangt að blanda því eitthvað inn í umræðuna.
Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 13:30
Það er mjög eðlilegt að blanda þjóðerni konunnar í umræðuna, því hún gerir það sjálf. Hún talaði um að maðurinn hefði fengið lágmark 1 árs fangelsi í heimalandi sínu en skilaboð dómskerfisins á Íslandi til afbrota af þessu tagi væru allt önnur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.