24.1.2008 | 12:33
Ekki allir með sleggjudóma
Það er gaman að sjá, að til eru greiningaraðilar sem leita upplýsinga áður en dómar eru felldir. Mér finnst allt of mikið af því að settir eru fram sleggjudómar sem ganga út á það að sé skotið nógu mörgum skotum, þá hljóta einhver að hitta.
Þessi greining BNP Paribas stendur nokkuð út úr greiningum frá öðrum aðilum, þannig að bara reynslan leiðir í ljós hverjir hafa rétt fyrir sér. Fyrirvararnir eru nokkuð margir hjá þeim, en þeir viðurkenna jafnframt að fyrri greiningar hafi verið full harðar. Að viðurkenna slíkt sér maður almennt ekki hjá greinendum og telst því til nýbreyttni. Vandamálið er að dómharka margra greiningaraðila á undanförnum mánuðum hefur alveg örugglega valdið talverðum skaða hér á landi, að maður tali nú ekki um mistök eins og komu fram í greiningu SEB á Exista í gær. Það hlýtur að þurfa að gera þá kröfu til þeirra sem gefa út svona greiningar, að þeir séu vel töluglöggir.
Ekki bráðnun í íslenska bankakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1680026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Dómharka? Það er greinilegt að þú ert búinn að mynda þér skoðun á því hvað sé rangt og hvað rétt. Við skulum ekki gleyma að það er leitun að vísitölu sem hefur fallið jafn mikið og íslenska úrvalsvísitalan á undanförnum mánuðum. Það er ekki að ástæðulausu. Íslensk fjármlálafyrirtæki hafa farið fremst í skuldsettum yfirtökum á undanförnum árum þ.a. þegar skráð verðmæti þeirra lækka hafa þau takmarkaða getu til að standa undir skuldbindingum. Það er full ástæða til að gagnrýna þá aðferðarfræði sem hefur verið stunduð og þetta sjá erlendir greiningaraðilar. Það er fyndið að þegar kemur gagnrýni erlendis frá þá þykjast íslendingar alltaf vita betur - held þeim væri nær að líta í eigin barm og taka sig til naflaskoðunar.
Babbitt (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:23
BNP viðurkennir að þeir hafi dæmt of hart og ég er bara að hafa eftir þeim. Einnig hefur komið fram að SEB Enskilda gerði alvarleg mistök og sýndi ófagmannleg vinnubrögð. Fall vísitölunnar er vissulega mikið, en enn sem komið er er þetta að mestu pappírstap, alveg eins og áður var um pappírshagnað að ræða. Ég hef sagt áður að góðærið myndi líða hjá og á sama hátt mun niðursveiflan líður hjá. Spurningin er bara hverjir liggja í valnum.
Marinó G. Njálsson, 24.1.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.