Leita í fréttum mbl.is

Vinur er sá sem til vamms segir

Það var alveg rétt hjá Birni Inga, að Guðjón Ólafur er ekki boðlegur frambjóðandi í eitt af efstu sætum lista til Alþingiskosningar.  Að hann hafi verið þar, er ein af ástæðum þess að færri kusu flokkinn síðast en þar áður.  Bæði viðtalið hjá Agli og "jólakortið" hans sýna líka skýrt og greinilega, að hann svífst einskis.

Það er eitt stærsta vandamál Framsóknarflokksins að hann vantar frambærilega frambjóðendur.  Einstaklinga sem geta komið fyrir sig orði og er einhver reisn yfir.  En vegna mannfæðar í flokknum þá hafa einstaklingar eins og Guðjón Ólafur og Ómar Stefánsson komist í áhrifastöður sem þeir hafa ekki burði í.  Og í staðinn fyrir að þekkja sín takmörk, þá halda þeir áfram uns þeir eru komnir í stöður sem þeir ráða ekki við.  Mér finnst alveg sorglegt að sjá Siv Friðleifsdóttur sækja sitt bakland í þennan félagsskap, þar sem það hefur ekki orðið henni til framdráttar.  En mér finnst það líka sorglegt að flokkurinn skuli ekki standa við bakið á því fólki sem ber hann á herðum sér.

Það er merkilegt að sjá alla þá sundrungu og baktjaldamakk sem á sér stað innan ekki stærri flokks.  Þó einu tengsl mín við flokkinn séu að faðir minn og bróðir hafa verið bæjarfulltrúar fyrir flokkinn, þá fæ ég, óflokksbundni maðurinn, öðru hvoru boð um að taka þátt í uppreisn innan hans.  Eina stundina átti að knésetja Siv, öðru sinni átti að ýta Hansínu út, einu sinni var það Finnur Ingólfs og loks átti að koma höggi á Guðna Ágústsson.  Allt átti þetta sér stað í formannstíð Halldórs Ásgrímssonar og alltaf var ég fullvissaður um að þetta væri gert í þökk flokksforystunnar.  Ég afþakkið þetta alltaf.  Atlögurnar gagnvart Siv og Hansínu fundust mér arfavitlausar og meira vit hefði verið í því að styðja þær til þeirra starfa sem þær gegndu en að grafa undan þeim.  Hansína var að gera góða hluti, þó hugsanlega hefði hún ekki það bein í nefinu sem fylgdi því að vera forystumaður flokksins í Kópavogi og Siv hef ég þekkt frá því í barnaskóla svo þar var rætt við rangan aðila.  Nú auk þess sá ég ekki hvað ég óflokksbundni kjósandinn hefði átt að vera að taka þátt í bræðravígi innan stjórnmálaflokks.

Ég veit ekki hve miklir vinir Björn Ingi og Guðjón Ólafur voru, en hafi Björn Ingi sagt Guðjón ekki nógu kosningavænan, þá virðist mér hann hafa haft rétt fyrir sér.  Maður sem sendir það sem hann sjálfur kallar gróusögur eigin samherja til 2.500 manns í "jólakorti", hann á ekkert erindi í pólitík.  Björn Ingi var því sannur vinur, þegar hann taldi best að víkja Guðjóni til hliðar, því það er vinur sem til vamms segir.


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband