11.1.2008 | 22:24
Skiljanleg andstaða, en er leikurinn ekki tapaður?
Andstaða Seðlabankans við að fjármálafyrirtæki færi bókhald sitt í erlendri mynt er mjög skiljanleg, þó ekki væri nema út frá því sjónarmiði, að ef það gerist missir Seðlabankinn mikilvægt stjórntæki úr höndunum og frá honum fara mikilvæg verkefni. Seðlabanki Íslands hefur ekkert vald yfir evrunni, en hann ábyrgur gagnvart krónunni. En er ekki leikurinn tapaður? Er það ekki um seinan fyrir Seðlabanka Íslands að koma í veg fyrir að íslensk útrásarfyrirtæki breyti um uppgjörsmynt? Er það ekki um seinan að koma í veg fyrir fyrirtæki sem skráð eru í fjölþjóðlegri kauphöll færi hlutabréf sín yfir í fjölþjóðlega mynt? Fái þau það ekki hér á landi flytja þau einfaldlega úr landi. Og ekki er Seðlabankinn betur settur með það.
Til skamms tíma sá ég ýmsa kosti við að halda krónunni og hugsanlega verður það hægt í einhvern tíma í viðbót. En því miður er styrkur krónunnar það lítill og vægi Seðlabanka Íslands svo óverulegt í alþjóðlegu fjármálaumhverfi, að krónan stendur ekki ein og sér. Sveiflur í gengi krónunnar eru of miklar til það hægt sé að líta á íslensk fjármálafyrirtæki sem vænlegan fjárfestingarkost. Það er ekki bara að gengi, t.d., Kaupþings hafi lækkað stórlega í íslenskum krónum á síðustu mánuðum, heldur hafa sveiflur á gengi krónunnar ýkt þessa lækkun enn frekar. Meðan fjárfestir á Íslandi hefur tapað, segjum, 40% á lækkun gengis hlutabréfa, þá hefur hinn erlendi tapað 10% til viðbótar vegna lækkunar krónunnar. Og þegar kemur að árs- og árshlutauppgjörum, þá ýkja gengissveiflur þau líka og gera allan samanburð óskiljanlega. Eignir upp á 10 milljarðar evra mynda hagnað eitt uppgjörstímabilið og tap hitt. Eign upp á 9 milljarða evra sýna hærri eignastöðu á einu uppgjörstímabili en eignir upp á 11 milljarða evra á öðru. Er hægt að búa við þetta?
Ég sé bara fyrir mér tvær lausnir á þessu. Fyrri er að halda krónunni, en tengja hana við evru, sterlingspund eða svissneskan franka og bara eina af þessum myntum. Með því fengist meiri stöðugleiki. Þetta er sambærilegt við það sem Danir og Svíar gera, en þessar þjóðir halda sínum myntum en fasttengja þær evrunni. Með þessu fæst meiri stöðugleiki í gengið og það ætti að hafa kælandi áhrif á hagkerfið. Hinn kosturinn er að taka upp evruna. Vandamálið er að ekki er víst að það fáist. Ísland getur ekki bara svona upp á sitt eindæmi tekið upp evruna. Vissulega hafa einhverjar þjóðir gert það, en það eru þjóðir sem standa utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Danska leiðin virðist því liggja í augum uppi, þ.e. að tengja krónuna við gengi evrunnar og undirbúa jarðveginn fyrir það að kasta krónunni innan 10 ára eða svo. Vandamálið er að velja tímapunktinn og það verður ekki auðvelt. Ég legg til 1. júlí 2009, en einnig mætti gera það um næstu áramót. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki nægilegt vit á hagfræði eða peningamálum til að skilja nákvæmlega hvað það hefur í för með sér að skipta yfir í evru eða fasttengja krónuna við evruna. Ég á móti átta mig alveg á afleiðingum þess að halda krónunni í þeim ólgusjó sem alþjóðlegt fjármálakerfi er að ganga í gegnum og ég átta mig á hættunni á að óprúttnir spákaupmenn fari að leika sér með fjöregg þjóðarinnar.
Það má segja að Seðlabanki Íslands sé í svipuðum sporum og íslenska ríkið þegar Davíð keypti bjórinn í Fríhöfninni um árið. Hann á bara þvingaða leiki og getur valið um það að gefa skákina strax eða vera hægt og rólega mátaður. Niðurstaðan verður alltaf sú að fjármálafyrirtækin breyta um starfrækslumynt. Spurningin er bara hvort þau gera það sem íslensk fyrirtæki eða erlend.
Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1680023
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er einu sinni þannig að þjóðin virðist vera að taka upp evruna framhjá íslenskum stjórnvöldum. Í auknum mæli býðst launþegum að þiggja laun í evrum og með því er fólk að fá aðgang að hagstæðari lánum án gengis áhættu. Þetta eru mjög skiljanleg viðbrögð við þeim lánakjörum sem eru í gangi í landinu í dag! Fólk er loksins að vakna til lífsins og farið að gera eitthvað til að hindra það að verðbólgan éti upp eignir þeirra. Einhvern tíman heyrði ég því fleygt hjá erlendum aðila búsettum hér á íslandi að verðtryggð húsnæðislán væru "húsnæðisrán en ekki húsnæðislán". Það er allavega ekki hægt að láta bjóða íslensku þjóðinni lengur upp á að greiða og greiða af húsnæðum sínum í fleiri ár (ca. 13 ár miðað við 40 ára lán) án þess að hafa nokkur áhrif á höfuðstól lánsins, s.s. á þessum tíma lækkar ekki lánið heldur hækkar. Þrátt fyrir gengisáhættu þá þarf krónan að falla ansi mikið til þess að það borgi sig ekki að vera með erlent lán. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að þrátt fyrir gengisfellingu borgi sig að vera með erlent lán vegna þess að sveifla gengis gengur þó upp og niður en verðtryggingin framkallar einungis hækkun lánsins (verðbætur). Við skulum sleppa því að fara djúpt ofan í vexti á yfirdráttarlánum hérlendis en þeir eru sjálfsagt í takt við það sem ítalska mafían hefur boðið til láns og hefur það gengið undir nafninu okurlán en maður heyrði um slíka lána starfsemi hérlendis hjá svokölluðum okurlánurum en bankarnir virðast hafa tekið við þeirri starfsemi hérlendis. Aðeins út fyrir efnið hér!
Með breytingu á uppgjörsmynt eru viðkomandi félög að losa sig við gengisáhættu rétt eins og einstaklingar hér á landi sem þyggja laun í evrum og gera þannig upp fjárhag heimila í evrum. Þetta á að vera val hvort sem um einstakling eða félag er að ræða, þar að segja ef eitthvað frelsi ríkir í þessu landi!
Þetta er einungis mín skoðun en mig langaði að koma henni á framfæri!
Anna (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 03:00
Orri,
Kaupþing þarf ekki að sækja um leyfi til að stunda viðskipti á Íslandi þó að þeir "fari úr landi". Það er öllum frjálst að stunda viðskipti hvar sem er á EES svæðinu ef þeir eru innan þess á annað borð. Það er hins vegar rétt að þeir þurfa leyfi til rekstur fjármálafyrirtækja en það er bara óbreytt frá sem það er í dag, það þarf endurnýja reglulega.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 08:21
Orri, með MiFID tilskipuninni (tilskipun 2004/39/EC) sem tóku gildi með lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskitpi 1. nóvember sl. þá breyttist margt. Eitt af því sem breyttist er að leyfi til fjármálastarfsemi í einu landi gildir fyrir allt evrópska efnahagssvæðið eða svo ég vitni í greiningarskjal sem ég vann fyrir einn viðskiptavin minn:
Þetta þýðir að Kaupþing, sem er með heimild til fjármálastarfsemi í Svíþjóð getur notað þá heimild til að stunda slíka starfsemi á Íslandi með því að flytja "heimaríki" sitt til Svíþjóðar.
Vissulega er endanleg ákvörðunin um að taka upp evruna eða tengingu við hana hjá ríkisstjórn og Seðlabanka, en ég held að sú ákvörðun stefni í að verða þvingaður leikur fyrir þessa aðila. Leikur sem þvingaður fram af öðrum þátttakendum í efnahagskerfi landsins.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2008 kl. 10:19
Orri, annað atriði:
Ef þú trúir mér ekki, flettu þessu upp í beygingarforriti. Kvennkynsorð í þágufalli fá greininn -nni, sbr. hér er stúlkan, um stúlkuna, frá stúlkunni, til stúlkunnar.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2008 kl. 10:43
Einu sinni var ég frekar andvígur EU en svosem enginn öfgamaður í því. Eitt kvöld fyrir framan TV fréttirnar snérist ég algjörlega á einni mínútu. Ástæðan var sú að maðurinn sem var að tala kom með þau mögnuðustu rök fyrir inngöngu okkar Íslendinga í EU sem ég hef heyrt og því að taka upp EURO sem reyndar þá var bara í undirbúningi. Það rann upp fyrir mér ljós.
Maðurinn sagði svona u.þ.b orðrétt.
"Við verðum að átta okkur á því að ef við göngum í EU þá missa íslensk stjórnvöld allveg yfirráðin yfir íslenskum efnahagsmálum og geta ekkert gert til að hafa áhrif á framgáng þeirra".
Ég sat lengi huXi því á sömu sekúndunni rann upp í huga mér "hvað gæti betra komið fyrir íslenskan almenning".
Og þetta var þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri sem var að tala.
Mergurinn málsins er sá að það erum bara við almúginn sem sitjum uppi með ónýta krónu og allar hennar afleiðingar. (og smáfyrirtækin) Þeir sem eiga eitthvað undir sér eru löngu komnir með allt sitt á hreint í erlendri mynt. Erlenda lánið mitt varð ég að taka gegnum íslenskan banka, bara til þess eins að borga honum þóknun fyrir viðvikið.
Við erum sem þjóð búin að sitja uppi með stjórnvöld áratugum saman sem hafa ekkert vit, eða getu, til að stjórna efnahagsmálum á þann veg að við hefðum sambærilega lífsafkomu og þjóðirnar næst okkur. Allavega hafa þeir ekki haft viljann, eða þá að samsæriskenningar sumra séu réttar og stjórnvöld hafi meir áhuga á að þjóna öðrum en þjóðinni.
Formaður Efnahags og viðskiptanefndar Alþingis sagði til dæmis í haust þegar EURO-upptöku umræða var í fjölmiðlum að hann væri ekkert viss um það að lægri vextir hentuðu íslendingum eins og staða efnahagsmála væri. Og þetta er einn af kjörnu fulltrúunum okkar.
Seðlabankinn baslast við að hækka vexti til að hægja á umsvifum í hagkerfinu en virðist ekki hafa vit til að átta sig á að peningarnir sem valda þenslunni eru innflutt fé sem þeir hafa ekkert með að segja. Okurvextirnir lenda bara á okkur almenningi, venjulegu fjölskyldufólki sem lítur ekki daglega á fasteignaverðið til að sjá hver "eignaaukningin "hefur verið, því við notum húsin/íbúðirnar bara sem þak yfir fjölskylduna. Á meðan heldur bygging ráðstefnu og tónlistarhallar áfram(ásamt öllu hinu) og þeir aðilar fara ekkert upp í Seðlabanka til að spyrja hvað má, þó stutt sé á milli.
Eða hefur einhver fréttamaður spurt á blaðamannafundum Seðlabankans (á vaxtabreitingadegi) hvort þeir í Seðlabankanum séu visir um að peningarnir sem þeir eru að hækka vextina á séu sömu peningarnir og valda þenslunni.
Mín niðurstaða er því sú, eftir að hafa rennt huganum yfir ástand mála síðustu áratugi, að það besta sem þjóðinni gæti hlotnast sé að lostna undan áþján misvitra íslenskra stjórnmálamanna.
Það er eiginlega aumkunarvert að horfa upp á mann, berjast við að halda aftur af ofþenslunni, sem er til komin vegna slælegrar efnahagsstjórnunar hans sjálfs í fyrra starfi.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 12.1.2008 kl. 16:34
Það er ekki bara í fyrra starfi. Það var Seðlabanki Íslands sem gaf út reglur um sem breyttu hlutfalli eiginfjár vegna fasteignalána úr 8% í 4% og tvöfaldaði þannig í einum vettvangi útlánagetu bankanna. Þetta hefði verið allt í lagi, ef fylgt hefðu einhverjar mótvægisaðgerðir eins og hækkuð bindiskylda. Svo hefur maðurinn gagnrýnt bankana fyrir að nýta sér breytinguna í staðinn fyrir að horfa í eiginn barm.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2008 kl. 17:09
Jú það er líka rétt.
Og það var líka í stjórnartíð hans sem mest af þessu var gefið frjálst. Menn trúðu á frjálst fjármagnsflæði og frjáls viðskipti milli landa og heimsálfa. Allt gott og blessað með það ef það er bara heiðarleg stjórnmálaskoðun en það þýðir þá heldur ekkert að verða argur þegar afleiðingarnar koma í ljós.
Góður rithöfundur orðaði það þannig að það þýddi ekkert að verða hræddur eftir að hafa sjálfur hleypt út öllum hundunum.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 12.1.2008 kl. 17:58
Sem áhugamaður um innflutning á ítölskum hágæðavörum er ég frekar hlynntur stöðugu gengi. En sem íslenskur þjóðernissinni tek ég það ekki í mál. Það er ekkert nýtt að gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum sveiflist upp og niður. Svo ég spyr afhverju eru menn og konur að heimta upptöku evru nú fyrst í dag eða gær? Er ekki dalurinn og pundið ennþá ótengt evrunni?
Björn Heiðdal, 13.1.2008 kl. 22:03
Ég er í meginatriðum sammála þér Marinó, þetta er vel skrifaður pistill og stafsetningin er ágæt finnst mér (og þá meina ég betri en góð).
En ég vil taka enn dýpra í árinni.
Að segja að við munum ekki ganga í Evrópusambandið fyrr en seinna er eins og að segja að sólin muni ekki koma upp í fyrramálið.
Hingað til hafa rökin gegn inngöngu verið að það þyrfti að vernda og halda yfirráðum yfir stærsta atvinnuveg okkar. Nú er hægt að nota sömu rök til þess að styðja inngöngu.
Við gegnum nú þegar flestum skyldum Evrópusambandsins án þess að hafa áhrif á það. Það gengur ekki lengur. Með inngöngu kemur annaðhvort binding við evru eða evran sjálf. Krónan er svo lítil að það yrði skrýtið að halda í hana með bindingu. Því ekki að fara í sama ferli og allar aðrar þjóðir sem hafa gengið í Evrópusambandið, fyrst innganga, síðan gjaldeyrisbreytingar?
Það eina sem stendur í rauninni í veginum er að bankarnir græða svo rosalega á því að okra á Íslenskum almenningi og þess vegna vilja þeir ekki að Evrópusambandið sé að skipta sér að því. En vonandi eru tekjur að utan að aukast nóg til þess að liðkun í Evrópuviðskiptum skipti þá meira máli.
Þetta er mikið jafnréttismál. Ríkir einstaklingar og fyrirtæki geta notað evru og fengið lán í evrum, en það getur almenningur ekki, né heldur lítil fyrirtæki sem lifa við þessa dýru krónu sem gera allan útflutning mjög erfiðan.
Þetta er alls ekki þjóðernismál. Íslenska þjóðin verður sterkust ef hún getur unnið með öðrum án þess að tapa tungu og menningu. Og ég treysti henni alveg til þess. Einangrun myndi bara veikja þjóðina.
Það þarf að fara í þessa vinnu strax, stjórnvöld eru aftarlega á merinni, það er fáránlegt að þetta skuli ekki vera meginmálið í stefnuskrá hennar. Í staðinn er áhersla lögð á að þetta skuli ekki verða rætt á kjörtímabilinu.
Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.