8.1.2008 | 09:17
Golden State í góðum gír
Það er búið að vera gaman að fylgjast með Golden State Warriors í vetur. Tímabilið byrjaði ekki vel og hélt maður að þá að enn eitt hörmungartímabilið væri í uppsiglingu. Fyrstu sex leikirnir töpuðust allir, en á því var einföld skýring. Besti maður liðsins, Stephen Jackson, var að taka út sex leikja bann sem hann fékk fyrir uppákomu í leik gegn Utah Jazz sl. vor. Svo mætti Jackson til leiks og liðið hrökk í gírinn. Af næstu 10 leikjum unnust 9, þar á meðal 6 af 7 á útivelli (eina tapið var gegn Boston í Boston).
Liðið þykir eitt það skemmtilegasta í deildinni. Það spilar hraðan leik, sem byggir á frjálsu flæði og fátt er um uppstillingar (að því virðist). Enginn einn leikmaður ber uppi leik liðsins, heldur er eins og menn skiptist á að vera bestir. Eftir leiki nóvember höfðu t.d. 6 leikmenn náð því marki að hafa skorað 30 stig eða meira í einum leik, mest allra liða í NBA. Það er einmitt þessi breidd sem einkennir liðið. Vissulega eru Jackson og Baron Davis mikilvægir fyrir liðið, en Monta Ellis, Al Harrington, Andris Biedrins og Kelenna Azubuike hafa einnig leikið feikna vel.
Golden State vakti athygli sl. vor, þegar liðið sló, að margra mati, óvænt út lið Denver í 8 liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Sá árangur þurfti ekkert að koma svo á óvart (eins og ég benti þá á) þar sem GSW höfðu unnið alla leiki liðanna á keppnistímabilinu. Það var eins og Don Nelson vissi hvernig ætti að vinna Denver. Þó svo að Denver hafi tekist að setja fyrir lekann í leik liðanna í Oakland í desember, þá féll allt í sama farið tveimur dögum síðar í Denver.
Á yfirstandandi tímabili eru fylgismenn GSW að upplifa marga hluti í fyrsta sinn í meira en áratug. T.d. að vinna tvær útivallaleikjahrinur í röð, en það gerðist síðast fyrir 15 árum. Að leggja LA Lakers í LA, en það hefur ekki tekist í svo lengi sem elstu menn muna og þetta var aðeins í annað sinn í 16 leikjum, heima og að heiman, sem GSW náði að leggja LAL. Og síðan í gærkvöldi tókst liðinu að tryggja sér sigur í seríu ársins gegn San Antonio Spurs, en það gerðist síðast tímabilið 1996-97. Síðan má ekki gleyma að GSW hefur ekki verið með fleiri sigra í 35 leikjum frá því einhvern tímann fyrir upphaf okkar tímatals.
Það verður gaman að fylgjast með liðinu í vetur. Margt bendir til þess að það ætti að komast inn í úrslitakeppnina, en þó verður að hafa í huga að Vesturdeildin er firna sterk í vetur. Vinningshlutfall GSW, 20-15, gefur t.d. ekki nema 8. sæti meðan liðið í 4. sæti í Austurdeildarinnar er með hlutfallið 17-15. En það er langt til vors og margt getur breyst. Það er þó ljóst, að Don Nelson hefur verið að gera góða hluti með liðið eftir að hann tók við því af Mike Montgomery sl. vetur. Árangursleysi Montgomery með liðið voru mikil vonbrigði, þar sem hann hafði náð frábærum árangri með lið Stanford háskóla í nærri 20 ár áður en hann tók við GSW.
(Smá leiðrétting við frétt mbl.is: Það var SAS sem vann upp 6 stiga forskot GSW á síðustu 47 sekúndum venjulegs leiktíma og jafnaði Tony Parker metin með þriggja stiga körfu 6,7 sekúndum fyrir lok 4. leikhluta.)
Golden State lagði meistaraliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Alltaf gaman að horfa á lið Don Nelson´s spila...vantar ekki hraðann í sóknina. Leiðinlegt að heyra með meiðsli Troy Hudson...hann var alltaf í svolitlu uppáhaldi hjá mér í Minnesota. Annars er erfitt að vera Timberwolves fan þessa dagana.
Róbert Björnsson, 8.1.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.