3.1.2008 | 16:00
Spákaupmennska og ævintýramennska stjórna efnahagsmálum heimsins
Það fer ekkert á milli mála, að spákaupmennska hefur um þessar mundir veruleg áhrif á efnahagsmál í heiminum. Þarf ekki annað en að skoða þróun olíuverðs sem sveiflast og færist upp á við án haldgóðra skýringa. Það má ekki hvessa á Norðursjó eða snjóa í Bandaríkjunum án þess að olíuverð fari í nýjar hæðir og þó svo að lygni aftur og fari að rigna, þá verður það að ástæðu fyrir því að olíuverð hækki. Bensín hækkar fyrir mikla ferðahelgi í Evrópu, en lækkar ekki eftir hana. Skýringarnar á hækkun olíuverðs eru farnar að verða að brandara, en það hræðilega við þetta er að afleiðingar þeirra eru grafalvarlegar. Og svo kemur þessi skýring. Einhver bjáni vill geta stært sig af því að vera sá fyrsti til að greiða 100 USD fyrr tunnu af olíu. Viðskipti upp á 1000 tunnur settu allt á annan endann, vegna þess að maðurinn vildi hugsanlega geta montað sig af afrekinu.
OPEC ríkin hafa margoft bent á að það sé ekki þeim að kenna að olíuverð hækki. Framleiðsla þeirra er miklu meiri en nóg. Olíuhreinsistöðvar virðast hafa undan, þó eitthvað sé farið að nálgast efri mörk framleiðslugetu þeirra. Olíunotkun er víða orðiðn mun hagkvæmari en áður m.a. með bílum og flugvélum sem nýta eldsneyti betur en nokkru sinni fyrr.
Eina haldbæra skýringin á hækkun olíuverðs er spákaupmennska eða hreinlega samantekin ráð nokkurra aðila um að hækka verð eldsneytis. Það má svo sem alveg viðurkenna, að miðað við eldsneytisverð á 9. áratug síðustu aldar, þá er olíuverð upp á 40 - 60 USD tunnan ekkert svo fjarstæðukennt. Það er raun í dúr og moll við spár sérfræðinga á þeim árum. En 90 - 100 USD á tunnuna er gjörsamlega út úr kortunum. Líklegasta skýringin á þessu er spákaupmennska með framvirka samninga. Þetta dæmi frá því í gær sýnir að það þarf ekki mikið magn eða háar upphæðir til að skekkja myndina og ef nokkrir aðilar taka sig saman, þá væri lítill vanda að búa til spíral verðhækkunar. Það er á svona dögum, sem maður saknar gömlu góðu verðákvarðana OPEC ríkjanna, því það virðist meiri skynsemi í þeim nú, en markaðsverði dagsins í dag.
Einn fjárfestir á bak við olíuverðshækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Tek undir þetta Marinó!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2008 kl. 21:54
Markaðir stjórna efnahagslífinu. Þetta er lykilatriði. Og það er í meira lagi öfugsnúið og ber vott um djúpstæða og langvarandi hugmyndafræðilega kreppu sem þarf að ræða.
Baldur Fjölnisson, 4.1.2008 kl. 00:09
Góður pistill og þörf umræða. Við íslendingar erum heldur betur að súpa seyðið af hinum almáttugu markaðslögmálum nú um stundir.
Þórir Kjartansson, 4.1.2008 kl. 11:35
Olían er mjög ódýr miðað við 1. að dollarinn er í frjálsu falli og megnið af olíuviðskiptum er í þeim gjaldmiðli en megnið af kostnaði við að ná olíunni fellur á aðra gjaldmiðla, ergo hrynjandi dollar hefur tryggt hækkandi olíuverð, 2. það er löngu búið að hirða alla auðvelda og ódýra olíu og sífellt dýrara verður að ná í það sem eftir er, 3. eftirspurn eftir olíu vex gríðarlega í Asíu og raunar í helstu olíuframl.ríkjunum sjálfum, 4. besta leiðin til að tryggja hátt og hækkandi olíuverð er að ljúga af stað endalaus stríð á mikilvægasta olíuframl.svæði heimsins, þeirri stefnu hefur verið dyggilega fylgt og sér ekki fyrir endann á henni.
Hér á landi fjölgar bílum því meira sem bensínið hækkar og ekkert dregur úr notkun einkabílsins nema síður væri. Almenningssamgöngur hér í borginni virðast vera í andarslitrunum. Þetta hlýtur að þýða að eldsneyti sé alltof ódýrt. Orsök - afleiðing.
Baldur Fjölnisson, 4.1.2008 kl. 14:17
Skuldapappíraframleiðsla hefur verið langmikilvægasta atvinnustarfsemi á vesturlöndum síðustu 1-2 áratugi og það hefur leitt til tröllslegrar offramleiðslu á peningum (skuldum) sem aftur hefur leitt til óðaverðbólgu í fasteignum og verðbréfum. En nú flýr fjármagnið úr eignabólum í hráefni, matvöru og annan varning. Verðbólgan færir sig því um set. Hún verður aldrei falin til lengdar og vonlaust fyrir stjórnmálamenn og hagstofur þeirra að reyna að falsa hana enda felst hin raunverulega verðbólga einfaldlega í verðfalli peninga gegn því sem hægt er að kaupa fyrir þá. Offramleiðsla veldur óhjákvæmilega verðfalli, það er engin leið framhjá því.
Baldur Fjölnisson, 4.1.2008 kl. 14:40
Baldur, það getur verið að USD sé óvenju lágt skráður um þessar mundir miðað við stöðu hans fyrir 5 - 10 árum. En ef farið er 20 ár aftur í tímann, þá var hann líka svona lágt skráður, þ.e. í kringum 53 ensk pens fyrir hvern USD (1 USD = 38,84 IKR). Nokkrum árum áður (febr. 1985) var dollarinn í hæstu hæðum eða um 91 pens fyrir dollar (1 USD = 41,85 IKR). Þetta eru vissulega öfgarnir, en meðalgengi dollars miðað við pund á árunum 1980 til 2007 er 61 pens. Það þýðir að gengi hans í dag er um 20% undir þessu meðalgengi. Mest allan tímann hefur þó gengið hans verið á milli 55 og 60 pensa, t.d. 55,46 pens síðustu 5 ár. Svo má alltaf deila um hvort dollarinn er lágt skráður eða pundið hátt skráð.
Marinó G. Njálsson, 4.1.2008 kl. 16:38
Dollarinn hefur fallið um 80% gegn evru síðan árið 2000 og líka gjörsamlega hrunið gagnvart gjaldmiðlum helstu olíuframleiðsluríkja. Þetta hrun mun óhjákvæmilega halda áfram enda Bandaríkin gjörsamlega fallít með hælistæka síkópata í Hvíta húsinu og ríkisstjórn og hjörð annarra álíka siðvillinga sem olnbogar sig áfram núna til að taka við eftir næstu sýndarkosningar einflokksins í þessu fasistaríki. Hrynjandi gjaldmiðill og hrynjandi tiltrú munu áfram haldast þarna í hendur.
Baldur Fjölnisson, 4.1.2008 kl. 18:14
Baldur, ég held þú eigir við að dollarinn hafi fallið um 20% gagnvart evru frá 2000, en nákvæm tala veltur á því hvenær árs þú mælir.
Marinó G. Njálsson, 4.1.2008 kl. 18:33
Dollarinn hefur fallið um 80% gegn Evru síðan árið 2000.
Í dag hefur Reuters eftir Goldman Sachs að stýrivextir seðlabankans verði lækkaðir um amk. 1,25 samtals á næstu mánuðum, þannig að það er algjör paník í Washington. Þessar vaxtalækkanir munu enn herða á falli dollarans.
Bandar. ríkið er gjörsamlega gjaldþrota og getur þú kynnt þér hvað David Walker, ríkisendurskoðandi BNA, (comptroller general) hefur um það að segja. Eftirlauna- og sjúkrasjóðir hins opinbera eru tómir og löngu búið að hirða þá alla og skilja eftir í staðinn einskis virði ríkisskuldabréf. Þeir viðurkenna sjálfir að skattar þurfi að hækka strax um amk. 60-70% til að mæta þessarri krísu næstu áratugina. Þess í stað sviðsetja þeir terror hollywoodsjó og svíkja af stað hvert vonlausa stríðið af öðru algjörlega á upplognum forsendum.
Baldur Fjölnisson, 4.1.2008 kl. 19:18
Afsakið, það er víst réttara að segja að evran hafi hækkað um 80% gagnvart dollar, úr 0,82 árið 2000 í 1,48 núna. My bad.
Baldur Fjölnisson, 4.1.2008 kl. 19:21
Það er gott að olíuverð er hátt. Við erum að reyna að venja okkur af því að nota olíu ekki satt? Með hækkandi verði opnast nýir möguleikar á að þróa aðra endurnýjanlega orkugjafa sem verða nú allt í einu samkeppnishæfir (í bílum til dæmis).
Mér finnst svolítil mótsögn í því að tala fyrir takmörkunum í útblæstri en kvarta svo þegar olían hækkar í verði.
Er markaðurinn ekki bara að svínvirka? Verðið hlýtur að ákvarðast að miklu leyti af því að olíuna þrýtur einhvern tímann í ekki svo fjarlægri framtíð á meðan notkunin er að aukast.
Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:11
Mínar áhyggjur voru í sjálfu sér ekki hvort olíuverðið væri hætt eða ekki, heldur hvernig verðbreytingar á því verða, þ.e. af völdum spákaupmennsku og ævintýramennsku. Það er náttúrulega stór alvarlegt, ef lágmarksviðskipti á fáránlega háu verði verða til þess að bensínverð hækkar t.d. hér á Íslandi. Það er alveg á sama hátt fáránlegt, að vanmat fjárfesta á greiðslugetu húsnæðiskaupenda í Bandaríkjunum verður til þess að gengi fjármálafyrirtækja, sem aldrei hafa fjárfest í slíkum undirmálslánum, lækkar um þriðjung til helming bara vegna þess að einhverjir guttar út í heimi dettur í hug að verðfella fyrirtækin.
Það er farið að verða stórhættulegt fyrir fjármálamarkaðinn hvað verðgildi fyrirtækja er að litlu leiti tengt innra verðmæti þeirra, en byggir mest á órökstuddum væntingu, framvirkum samningum eða skortsölu þar sem menn eru að reyna að lesa í væntingar, hystríu, hjarðfylgni og atvikum sem ekkert hafa að gera með rekstur viðkomandi fyrirtækis. Finnst mér alveg jafnslæmt hvort þetta leiðir til hækkunar eða lækkunar. Stundargróðinn er allt sem skiptir máli. Loks þegar það koma fyrirtæki fram, sem hafa verulegt innra verðgildi, þá týnast þau í frumskógi spákaupmennsku og njóta ekki ávaxta innri uppbyggingar vegna þess að það eru ekki nægilega margir á markaðnum sem stunda sjálfstæðar rannsóknir eða þeim er fórnað á altari stundargróðans.
Marinó G. Njálsson, 4.1.2008 kl. 22:26
Það er heilbrigt að fólk taki áhættu í viðskiptum ef það er látið taka afleiðingunum á eðlilegan hátt (innheimta gróða, eða líða tap). Það sem gerðist á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum var að menn tóku áhættu án þess að vita almennilega hverjar afleiðingarnar yrðu ef fasteignaverð færi lækkandi. Það vantaði reglur og lög til að fyrirbyggja svona hegðan. Þetta var afleiðing óheftraðrar auðhyggjustefnu Republikana. Og nú er spurning hvort þeir sem tóku þessa áhættu þurfa nokkuð að gjalda fyrir það.
Það getur vel verið að hið sama eigi við um olíuverðið, ég hef ekki þekkingu á því. En það kemur mér ekkert á óvart að olíuverðið hækki. Á eðlilegum markaði stýrist verðið af ótal þáttum sem margir hverjir eru alltaf bara ágiskanir um hvað eigi eftir að gerast í framtíðinni. Þegar fjölmargir aðilar eru allir að gera sitt besta til að giska á hvað eigi eftir að gerast (stríð, nýjar olíulindir, pólitískt ástand osfrv.), og allir leggja sitt mat á vogarskálarnar, þá myndast eðlileg og rétt verðlagning. Þetta má kannski kalla spákaupmennsku, en kannski er það bara þannig sem markaðurinn á að virka.
En ég vil ítreka að við ættum öll að fagna háu almennu olíuverði.
Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 03:38
Marinó, markaðurinn á að byggja á væntingum um framtíðina öðru fremur. Það segir sig sjálft. Hann er jú alltaf að reyna að vera á undan kúrfunni. Eitthvað býr síðan til þessar væntingar, líklega sama maskína og hannar veruleika almennings. Hér snýst bókstaflega allt um peninga, neyslu og afþreygingu og skuldapappíraframleiðslu til að fjármagna það allt saman. Verslun, skuldapappíraframleiðsla og auglýsingaruslpóstur (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) þetta starfar allt náið saman og kaupir síðan pólitíkusa og álitsgjafa til að hjálpa til við viðhorfahönnunina. Þetta ætti nú að vera orðið kunnuglegt mynstur.
En trendin ganga þangað til þau gera það ekki lengur. Skulda- og neyslumaskínan hefur gengið á ört vaxandi hraða og bræðir vafalaust úr sér á endanum. Sjálfsagt eru þessi vandræði á markaði og dvínandi væntingar og aukin tortryggni fyrirboðar um það.
Annars yfir- og undirskjóta markaðir alltaf og það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt enda mannlegt eðli sem stjórnar þeim svo breyskt og fallvalt sem það nú getur verið. Þar sem um framvirka efnahagsvísa er að ræða er ekki hægt að gera kröfu um að þeir séu "réttir" á hverjum tíma. Þeir eru vafalaust stundum réttir og stundum kolvitlausir og svo sem lítið við því að gera.
Baldur Fjölnisson, 5.1.2008 kl. 09:46
Baldur, það var þess vegna sem ég sagði "órökstuddum væntingum". Líklegast hefði ég átt að segja "óraunhæfum væntingum", "tilbúningi", "þvættingi" og síðast en ekki síst "blekkingum og gróusögum". Við sjáum bara hvernig Danske Bank hefur ítrekað reynt að koma höggi á íslenskt efnahagslíf með tilbúningi, gróusögum og þvættingi. Bara vegna þess að bankinn hafði ekki lagt sig fram um að kynna sér íslenska markaðinn. Það getur enginn komið með dóm um heilt hagkerfi eftir tíu daga skoðun, ef það náði því þá.
En horfum á afsakanirnar fyrir hækkun olíuverðs: vetrarveður í Evrópu, vetrarveður í Bandaríkjunum, ferðasumar framundan, hætta í Íran, hætta í Írak, spenna við landamæri Tyrklands og Íraks, spenna í Rússlandi, óveður á Norðursjó, fellibylatími í Karabískahafinu, órói í Venesúela, aukin eftirspurn í Kína, ólga eftir forsetakosningar í Nígeríu (sem voru meðal annarra orða í Kenía). Mest af þessu er algjört bull. Olíuútflutningur frá Írak hefur aukist hægt og bítandi undanfarin þrjú ár og þó hefur það ekkert dugað til að lækka olíuverð. Og síðan varð sú hætta, að það gæti dregið úr þessum útflutningi, til þess að hækka verðið sem ekki hafði lækkað. Og þetta með óveður víða um heim, það er eins og þau gangi aldrei niður og ef þau gangi niður þá verði það til þess að góða veðrið stuðli líka að hækkun. Það er alveg augljóst, að það er verðsamráð í gangi og þar sem þetta eru alþjóðaviðskipti, þá hefur engin eftirlitsstofnun valdsvið yfir þessu samráði. Ef þetta verðsamráð fær að halda áfram, þá munum við sjá tunnuna fara í yfir 150 USD innan 12 mánaða.
Marinó G. Njálsson, 5.1.2008 kl. 15:40
Ég held að þú hafir 100% rétt fyrir þér Marínó. En sumir hérna halda að olíuviðskipti séu eins og hver önnur viðskipti við kaupmanninn á horninu, frjáls og eðlileg. Þegar stjórnvöld verða búin að einkavæða vatnið, rafmagnið þurfum við að borga svokallað heimsmarkaðsverð fyrir þessa hluti. Björgólfur Thor sagði í blaðaviðtali nú um áramótinn að fjármagnið væri búið að næla sér í banka og óefnislegar eignir. Á næstu árum snerist allt um að kaupa fyrirtæki sem væru í orku, vatni, málmum o.s.fr. Orð Björgólfs ríma ágætlega við RE málið og alla vitleysuna í kringum það.
Peningapungar munu á þessu og næstu árum taka allar auðlindar Íslands til sín. Þetta er alþjóðleg þróun sem er svo vitlaus og óhagstæð fyrir almenning að ekki nær nokkru tali. En söngurinn um frjáls viðskipti og einstaklingsframtakið munu rugla skynsamt fólk í ríminu. Stjórnmálamenn sem taka þátt í ruglinu eru margir innvígðir og innmúraðir í þennan glæp en hinir ruglast og syngja líka með.
Einu sinni var heiðarlegur Eðalkrati. Þessi maður var formaður einhverrar fastanefndar hjá Reykjavíkurborg sem sá um heilsugæsluna í efri hverfum borgarinnar. Dag einn kom inn á borð þessa manns, sem var sérfræðingur í pönnukökubakstri og menntaður skósmiður, mál sem sneri að sölu á gömlu heilsugæslustöðunni og leigu á nýju húsnæði í staðinn. Honum var afhentur leigusamingur sem var við nánari skoðun verulega óhagstæður fyrir heilsugæsluna. Hann hringir í yfirmann sinn og segir hvað honum finnist um þennan samning og að hann hafi talað við banka um lánveitingu til kaupa á nýju heilsugæslustöðinni. Það sé miklu ódýrara og hagstæðara í alla staði.
Yfirmaðurinn jánkar þessu en tveimur tímum seinna hringir hann í skósmiðinn frekar æstur og segir að þetta gangi ekki. Á næsta fundi þar sem ónefndur Kjartan Gunnlaugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, var ásamt þessum yfirmanni. Er Eðalkratinn vinsamlegast beðinn um að hætta með þessa vitleysu það sé búið að ganga frá þessu við verktakann. Verktakinn fái gamla húsið og byggi nýtt í staðin og leigi það síðan heilsugæslustöðinni til 15 ára á okur prís.
Til að vera góður strákur og rugga ekki bátnum samþykkir kratinn þetta. Skýringin á þessu var síðan að verktakinn lánaði Sjálfstæðisflokknum gamla húsnæðið endurgjaldslaust en fengi síðan tvöfaldar leigutekjur frá heilsugæslunni í staðinn. Það er engin spilling á Íslandi eða þannig.
Björn Heiðdal, 5.1.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.