Leita í fréttum mbl.is

Hvenćr verđur drengur ađ pilti?

Á dv.is er frétt um leit ađ 19 ára gömlum pilti sem hvarf á nýársnótt.  Ákaflega sorglegt og vonandi hefur hann bara fengiđ húsaskjól og gleymt ađ láta vita af sér.

Ţađ er ekki hvarf hans sem vekur mig til umhugsunar, heldur orđaval blađamanns sem vísar til einstaklingsins sem "drengs" enda er fréttin undir fyrirsögninni "Drengurinn enn ófundinn".  Í okkar ágćta máli eru til nokkur orđ sem lýsa einstaklingi af karlkyni og hafa hingađ til veriđ notuđ til ađ endurspegla aldur viđkomandi.  Ţannig höfum viđ í aldursröđ hnokka, stráka, drengi, sveina og pilta.  Ég veit ekki hvort ţađ er tilhneiging hjá fólki eftir ţví sem ţađ eldist ađ brengla ţessari röđ eđa bara ađ tilfinning fyrir málinu er ađ hverfa.  Í mínum huga er 19 ára karlmađur ekki drengur (nema kannski ţegar veriđ er ađ lýsi hreysti hans), hann er varla sveinn, en piltur er hann örugglega og svo sannarlega ungur karlmađur.

Hjá kvenţjóđinni er síđan talađ um tátur, telpur, stelpur, meyjar og stúlkur.  Sundmenn tala ađ vísu um hnátur sem 10-11 ára telpur, en samkvćmt íslenskri orđabók er hnáta ,,ţéttvaxin (lágvaxin) ung stúlka".

Í sama dúr er einnig oft talađ um ungmenni sem fólk á ţrítugsaldri og unglinga allt undir tvítugt.  Mér hefur fundist ţetta öfug snúiđ, ţar sem ég hef vanist ţví ađ unglingar séu ţeir sem eru í unglingadeildum grunnskóla eđa í gagnfrćđaskóla áđur fyrr, en ungmenni sem voru komin í framhaldsskóla.  Í knattspyrnu tilheyra ađ vísu 23 ára landsliđin "ungmennalandsliđum", en ađ teygja sig ofar finnst mér nú veriđ ađ ganga of langt.

En ég vona innilega ađ pilturinn finnist heill á húfi. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Ég rek augun í nokkra Háskólagengnahortitti í ţessari málvöndunargrein:

"einstaklings, lýsa einstaklingi, endurspegla, Ţannig höfum viđ...., tilhneiging"

Ţađ er gott ađ haltur leiđi blindan en ef ađ blindur leiđi blindan er hćtt viđ ađ ţeir lendi í pytti.

Lifđu heill.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 2.1.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Og punkturinn hjá ţér, Kristján, var?

Marinó G. Njálsson, 2.1.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 3.1.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ţađ er sorglegt ađ vita til ţess ađ pilturinn fannst látinn.  Votta ég ađstandendum hans samúđ mína.

Marinó G. Njálsson, 3.1.2008 kl. 10:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband