Leita í fréttum mbl.is

Íþróttamaður ársins er kona

Ég vil bara vísa í blogg mitt frá því um daginn, þegar ég sagði að Margrét Lára eða Ásthildur Helgadóttir hefur verið fremstar meðal jafningja.  Nú sé ég að Ásthildur kemst ekki á blað, þrátt fyrir að vera ein besta konan í bestu kvenna deild í heimi.

Takist íþróttafréttamönnum að komast hjá því að kjósa konu sem íþróttamann ársins, þá er tími til kominn að skipta þessari útnefningu upp í íþróttakarl ársins og íþróttakonu ársins. 


mbl.is Einn verður útnefndur úr glæsilegum hópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo kærkomið málefni. Það er engu líkara en íþróttafréttamenn séu mestmegnis bæði blindir og fatlaðir, þó svo þeir hafi í gegnum tíðina ekki fundið hjá sér hvöt til að velja fatlaðan einstakling sem íþróttamann ársins. Það er engu líkara að afrek fólks verði að engu þegar kemur að vali íþróttamanns ársins, mörg undanfarin ár hefur ung kona sýnt ekki bara einstakan vilja heldur líka einstakan íþróttaanda og ef þjóðin hefði fengið að kjósa hefði hún valið þennan einstakling, en eins og ég sagði eru íþróttafréttamenn almennt og í heildina litið einstaklega blindir og slá um sig með alskonar undanbrögðum til að réttlæta val sitt. Og heimskuleg undanskot einsog t.d hún er ekki að æfa á sama caliberi og aðrir íþróttamenn. Samt varð þessi "kona í dag" unga stúlka margfaldur heimsmeistari og hefði verið mörgum heilbrigðum íþróttamanninum sómi að komast með tærnar sem hún hafði hælana.

En ég er nú bara í jólagleðinni núna en segi samt haltu gangrýni þinni áfram kanski skilar hún okkur öðruvísi vinnubrögðum og öðruvísi mati þessara einstöku manna "Íþróttafréttamanna"

Gleðileg jól.

Baldvin Baldvinsson 

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gengi íþróttafréttamanna hríðfellur þessa dagana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gústaf, sænska deildin er sterkasta deildarkeppni kvenna í heimi.  Hún er því jafnoki ensku, spænsku og ítölsku deildanna kvenna megin.  Ásthildur Helgadóttir var valin ein besta knattspyrnukona sænsku deildarinnar sl. vor.  Það setur hana á stall með Ronaldo, Rooney, Gerrad, Henry og Lampard í Englandi.  Ásthildur sló auk þess við þeirri konu sem FIFA valdi besta.  Getur einhver íslenskur knattspyrnumaður státað af slíku?  Margrét Lára skoraði 38 mörk á Íslandsmótinu, bætti markamet landsliðsins og komst með liði sínu í 16 liðaúrslit Evrópukeppninnar.  Margrét Lára er vel af þessum titli komin og óska ég  henni til hamingju.

Marinó G. Njálsson, 28.12.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband