Leita í fréttum mbl.is

Samræmd próf aflögð

Það er gott að sjá að ætlunin er að leggja niður samræmd próf.  Greinilegt er að þetta hefur verið í bígerð í nokkurn tíma og ber að fagna því að loksins eigi að hrinda þessu í framkvæmd. 

Ég var í fyrsta árganginum sem tók samræmd próf fyrir rúmum 30 árum.  Þá var þegar ljóst að skólastarf myndi meira og minna snúast í kringum þessi próf, þó svo að þá hafi verið rennt blint í sjóinn.  Nú hefur sem sagt 31 árgangur mátt þreyta samræmd próf 9./10. bekkjar og nokkuð margir líka samræmd próf í 4. og 7. bekk.  Margir hafa verið brennimerktir af einkunnum sínum og mátt þola að vera vísað frá af sínum hverfisskólum, vegna þess að einkunn á samræmdu prófi hefur ekki verið í samræmi við kröfur skólans.  Og hver var tilgangurinn?  Eftir á að hyggja er hann óljós, nema kannski að útvega skólum verkfæri til að forgangsraða umsóknum um skólavist.  Kannski var ætlunin að þvinga tiltekinn hóp nemenda í verknámsskólana.  Ég veit það ekki, en þau ár sem ég vann við innritun nýnema við Iðnskólann í Reykjavík, þá mátti maður horfa upp á ansi marga nemendur sem hafði verið hafnað af þeim skóla sem viðkomandi hafði sett efst á blað hjá sér.  Ástæðan var fall í einu fagi á samræmdum prófum, þrátt fyrir mjög góðar einkunnir í öðrum fögum og á skólaprófum.  Og tilgangurinn, fullkomlega óljós.  Hefði þessi sami nemandi sótt um skólavist á vorönn í stað haustannar, þá hefði hann flogið inn.

Það á svo sem eftir að koma í ljós hvort eitthvað komi í stað samræmdra prófa.  Og það á eftir að koma í ljós hvaða aðferðum skólarnir munu beita til velja og hafna nemendum.

Ég hef aldrei geta skilið hvernig hægt var að ákveða að einkunn á einum tilteknum tímapunkti ætti að hafa jafnmikil áhrif á framtíð einstaklings og einkunnir fyrir samræmd próf í lok grunnskóla gerðu.  Hugsanlega var það ekki ætlunin, en það breytir ekki niðurstöðunni.

Megi samræmdu prófin fá langa og góða hvíld.  Þeirra verður ekki saknað. 


mbl.is Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband