26.11.2007 | 21:54
Samræmd próf aflögð
Það er gott að sjá að ætlunin er að leggja niður samræmd próf. Greinilegt er að þetta hefur verið í bígerð í nokkurn tíma og ber að fagna því að loksins eigi að hrinda þessu í framkvæmd.
Ég var í fyrsta árganginum sem tók samræmd próf fyrir rúmum 30 árum. Þá var þegar ljóst að skólastarf myndi meira og minna snúast í kringum þessi próf, þó svo að þá hafi verið rennt blint í sjóinn. Nú hefur sem sagt 31 árgangur mátt þreyta samræmd próf 9./10. bekkjar og nokkuð margir líka samræmd próf í 4. og 7. bekk. Margir hafa verið brennimerktir af einkunnum sínum og mátt þola að vera vísað frá af sínum hverfisskólum, vegna þess að einkunn á samræmdu prófi hefur ekki verið í samræmi við kröfur skólans. Og hver var tilgangurinn? Eftir á að hyggja er hann óljós, nema kannski að útvega skólum verkfæri til að forgangsraða umsóknum um skólavist. Kannski var ætlunin að þvinga tiltekinn hóp nemenda í verknámsskólana. Ég veit það ekki, en þau ár sem ég vann við innritun nýnema við Iðnskólann í Reykjavík, þá mátti maður horfa upp á ansi marga nemendur sem hafði verið hafnað af þeim skóla sem viðkomandi hafði sett efst á blað hjá sér. Ástæðan var fall í einu fagi á samræmdum prófum, þrátt fyrir mjög góðar einkunnir í öðrum fögum og á skólaprófum. Og tilgangurinn, fullkomlega óljós. Hefði þessi sami nemandi sótt um skólavist á vorönn í stað haustannar, þá hefði hann flogið inn.
Það á svo sem eftir að koma í ljós hvort eitthvað komi í stað samræmdra prófa. Og það á eftir að koma í ljós hvaða aðferðum skólarnir munu beita til velja og hafna nemendum.
Ég hef aldrei geta skilið hvernig hægt var að ákveða að einkunn á einum tilteknum tímapunkti ætti að hafa jafnmikil áhrif á framtíð einstaklings og einkunnir fyrir samræmd próf í lok grunnskóla gerðu. Hugsanlega var það ekki ætlunin, en það breytir ekki niðurstöðunni.
Megi samræmdu prófin fá langa og góða hvíld. Þeirra verður ekki saknað.
Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 13:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.