26.11.2007 | 10:48
947 km = Kópavogur - Húsavík - Kópavogur
Eins og kom fram í bloggi mínu um daginn, þá lést hann Silli á Húsavík 13. nóvember sl. Jarðaförin var sl. laugardag og því var ekki annað en að leggja land undir fót. Ferðalagið reyndist 947 km og tók 30 tíma með gistingu í höfuðstað Norðurlands. Þrátt fyrir að veturkonungur hafi eitthvað verið að hrista sig, þá tafði hann ferðalagið eiginlega ekki neitt og var flennifæri nær allan tímann sem við vorum á þjóðvegi nr. 1. Það var rétt á Öxnadalsheiði og í Víkurskarði á leiðinni norður og á Holtavörðuheiði á leiðinni suður sem aðstæður kröfðust sérstakrar aðgátar. Á móti var þjóðvegur nr. 85 úr Ljósavatnsskarði til Húsavíkur og til baka í Ljósavatnsskarðið seinfarin án þess að nokkur hætta væri á ferð.
Á ferð minni rakst ég nokkrum sinnum á bíla Vegagerðarinnar á þjóðvegi nr. 1, en á þjóðvegi nr. 85 var eins og þjónustunni sleppti. Ég ók veg 85 fram og til baka með nokkurra tíma millibili. Það hefði ekki verið óeðlilegt að mæta ruðningstæki á annarri hvorri leiðinni eða kannski fá það á tilfinninguna að slíkt tæki hefði farið þar um. Því var ekki fyrir að fara, þrátt fyrir að þetta væri eini hlutinn af þeim 947 km sem ég ók frá síðari hluta föstudags fram á laugardagskvöld, sem þurfti alvöru athygli. Hugsanlega var færðin annars staðar svona góð vegna þess að þær slóðir fengu athygli Vegagerðarinnar, en með fullri virðingu (og það kemur mínu ferðalagi ekkert við), þá er það ekki boðlegt fyrir fólk sem þarf að fara á milli þéttbýlisstaða á landsbyggðinni að þjónustan sé ekki forgangsröðuð miðað við aðstæður heldur eitthvað allt annað. Hér fyrir nokkrum árum hefðu menn ekki kallað út tæki fyrir þær aðstæður sem voru á Öxnadalsheiði eða Holtavörðuheiði. Það hefði einfaldlega verið gert ráð fyrir að umferðin hægði á sér til samræmis við aðstæður.
Það getur vel verið að aðstæður á þjóðvegi nr. 85 hafi ekki þótt neitt varhugaverðar fyrir þá sem venjulega aka þá leið, en á móti hljóta þá aðstæður það sem eftir var til Akureyrar að hafa verið eins og sumarfærð. Hvað ræður ákvörðunum um "mokstur", veit ég ekki, en mér fannst þetta einkennileg forgangsröðun.
Nú Húsavík var öðru vísi en ég á að venjast, enda í fyrsta sinn sem ég kem þangað í vetrarveðri (þó það hafi nú vart talist merkilegt vetrarveður fyrir þá sem þar búa). Bærinn lætur alltaf jafn lítið yfir sér og fellur vel inn í landslagið. Þar hafði merkilega lítið breyst frá því að ég kom þar síðast fyrir 12 árum eða svo, en þá kom ég reyndar fjórum sinnum á stuttum tíma, þar af tvisvar að vetrarlagi til að dæma handboltaleiki. Það er svona ýmist í ökkla eða eyra. Breytingarnar eru aftur meiri, ef maður fer á að giska 25 - 30 ár aftur í tímann, en þá var ekki búið að breyta aðkomunni að sunnanverðu eða gera upp gömlu húsin gengt kaupfélaginu. Nú verður forvitnilegt að sjá hvort Húsavík verður fórnarlamb biðar eftir stóriðju (eins og gerðist á Austurlandi) eða hvort menn halda áfram að treysta á sjálfan sig og þann kraft sem hefur alltaf búið með Húsvíkingum. Þetta er nú bara sagt með það í huga, að það liðu hátt í 30 ár frá því að fyrst var farið að ræða um stóriðju við Reyðarfjörð þar til álver Alcoa tók til starfa.
Ég vona bara að haldið verði eins og kostur er í gömlu bæjarmyndina, því við hér sunnan heiða erum farin að uppgötva að menningarverðmætin, sem í henni felst, eru hröðum skrefum að glatast í höfuðborginni. Miðjan í þessari gömlu bæjarmynd er kirkjan, sem er með þeim sérstökustu á landinu. Staðsetning hennar í bænum, er einstök, en það sem gerir kirkjuna merkilegasta er að ekki er gengið inn um miðskip hennar. Falleg kirkja á fallegum stað í fallegum bæ á einum fallegasta stað landsins.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt 14.12.2007 kl. 13:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.