Leita í fréttum mbl.is

Umboðsmaður hunsaður

Ég sá í hádeginu hluta af umræðum á Alþingi um skýrslu Umboðsmanns Alþingis.  Ég hef ekki lesið skýrsluna, þannig að ég hef upplýsingarnar ekki frá fyrstu hendi, en það kom fram að stjórnvöld gera mjög mikið af því að hunsa tilmæli umboðsmanns.  Og ekki bara tilmæli umboðsmanns, heldur annarra eftirlitsstofnana og laga sem þau hafa sjálf staðið að að semja, skrifa umsagnir um, flytja á Alþingi og samþykkja.  (Auðvitað á það að heita að löggjafarvaldið sé ábyrgt fyrir þessu, en við vitum alveg hvernig þessu er háttað.)  Stjórnsýslulög og upplýsingalög eru sérstaklega tekin fyrir í þessari nýjustu skýrslu umboðsmanns og sér hann ástæðu til að benda mönnum á að þau skuli virða!  Vá!!

Það virðist á þessu, að margur lagabókstafurinn sé bara í orði en ekki á borði.  Ég spyr:  Til hvers erum við að hafa lög sem ekki er farið eftir?  Til hvers er verið að stofna til embættis Umboðsmanns Alþingis, ef stjórnvöld telja sig ekki þurfa að fara eftir úrskurðum hans og tilmælum?  Til hvers erum við yfirhöfuð að hafa eftirlitsstofnanir, ef menn telja sig ekki þurfa að hlíta ákvörðunum þeirra og úrskurðum?  Umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Fjármálaeftirlit, Samkeppniseftirlit og hvað þeir nú heita þessir eftirlitsaðilar leggja sig virkilega fram að koma með vandaða úrskurði og ákvarðanir sem eiga að vera stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum til leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að hlutunum.  Stundum eru þetta bein fyrirmæli, en þá hefur oftast verið fullreynt að hin leiðin gekk ekki. 

Þrátt fyrir þetta halda menn áfram sínum gölluðu starfsháttum.  Síðast í gærkvöldi fékk ég sölusímtal, þar sem viðkomandi aðili var að brjóta gegn ákvörðun einnar af þessum stofnunum.  Það hefði verið skiljanlegt, ef ákvörðunin hefði verið vegna starfshátta einhvers annars fyrirtækis, en svo var ekki.  Það var bara eins og fólkinu í markaðsdeildinni hefði ekki verið gerð grein fyrir því að það hafði fengið skömm í hattinn.  Eða að menn telji sig ekki þurfa að athuga hvort símanúmer séu x-merkt vegna þess að þau séu ekki x-merkt á þeirra lista.  Þetta er kannski léttvægt, en endurspeglar samt virðingarleysi fyrir þessum eftirlitsaðilum.  Sá sem fengið hefur á sig úrskurð getur ekki borið fyrir sig að honum finnist úrskurðurinn vitlaus, erfiður í framkvæmd, gleymsku, þekkingarleysi o.s.frv.  Vilji hann ekki una úrskurðinum, þá er það gert með því að kæra hann til æðra stjórnvalds eða fara með hann fyrir dómstóla.

Vandamálið við flesta af þessum eftirlitsaðilum er úrræðaleysi þeirra, ef ekki er farið að tilmælum þeirra.  Fjármálaeftirlitið virðist eitt hafa alvöru tól til að beita.

En aftur að Umboðsmanni Alþingis.  Í umræðunni á Alþingi í dag, kom fram vilji margra þingmanna til að styrkja embættið og vil ég hvetja fjárlaganefnd til að gera það.  Það er virkileg þörf að skoða stjórnkerfið, lög og reglur með þeim gleraugum sem Umboðsmaður Alþingis hefur.  Fyrir utan það, að umboðsmaðurinn er málsvari okkar og í gegnum hann getum við m.a. leitað réttar okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessi skrif - þau eru flott og rétt.

Ása (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Morten Lange

Já mikil þörf áað vekja athygli á þessu. 

Þú spyrð : Til hvers erum við að hafa lög sem ekki er farið eftir?

Ég hef ekki svarið , en reyni samt eftir veikum mætti : 

Lögin verða kannski til vegna þess að enginn / fáir vilja vera þekktir fyrir að   vera á móti þessum lögum. Lögin eru í samræmi við óskir um hvernig þingmen vilja lita á sig eða það sem þeim finnst einkenna góðu samfélagi.

I framkvæmd þá getur verið að forgangsröðun á milli margra verkefna komi í veg fyrir  að lögum verði fulgt eftir.  Kannski er smæð landsins eitt sem gerir þetta erfiðari hér. En að   einhverju marki má mögulega vera að mönnum finnst ágætt að hafa lögin og geta grípið í ef stefnir í óefni.  Mögulega er það þannig að ekkert er gert ef brotið er talið minniháttar  ( huglægt mat, ekki lögfræðilegt), og skilgreining á minniháttar afstæð, og etv háð hverjir eiga í hlut.

Morten Lange, 16.11.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband