Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið á rafrænu sniði

Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu á rafrænu sniði.  Borga fyrir það 1.700 kr. á mánuði, sem er hið besta mál.  Það sem er ekki hið besta mál, er að það er nær vonlaust að lesa blaðið, þar sem einhverra hluta vegna tekur óralangan tíma að hlaða blaðinu niður í vafrann, ef það á annað borð heppnast.  Það er ekkert mál að hlaða blaðinu niður á harða diskinn og opna blaðið þaðan, en ég hef engan áhuga á að safna pdf-skrám með Morgunblaðinu eða standa í tiltekt á þeim, heldur vil ég bara geta opnað það í vafranum mínum og skoða það þar.

Ég tek að vísu eftir því að fyrir notendur Windows Vista, þá er þetta ekkert mál.  Ég er með Windows XP og vil geta hlaðið blaðinu, sem ég borga fyrir, niður þegar mig langar að skoða það.

Það er svo merkilegt við það, að vilji ég skoða rafræna útgáfu af 24 stundum af sama vef, þá gengur hratt og vel að opna blaðið.  En vilji ég opna Morgunblaðið, þá er það hending að ég nái að skoða allt blaðið, þó svo að vafrinn minn segist vera búinn að hlaða öllu blaðinu inn!

Áðan var ég að leita að auglýsingu, sem ég sá í síðustu viku, en ég kem því ómögulega fyrir mér hvar ég sá hana.  Ég renndi í gegnum Fréttablöð síðustu viku á netinu á visir.is á um 5 mínútum.  Ég þurfti ekki að skoða hverja síðu fyrir sig, heldur get ég forskoðað síðurnar í smámyndum af síðunum og síðan valið þá síðu sem ég vil skoða.  Næst tók það mig um 10 mínútur að fletta í gegnum öll blöð 24 stunda sem komu út í síðustu viku.  Hvert blað hlóðst niður án hökkts eða erfiðleika.  Þessi blöð eru bæði ókeypis.  Þá var það blaðið sem ég borga fyrir.  Miðvikudagsblaðið varð fyrir valinu.  Í fyrstu tilraun komst ég á blaðsíðu 4.  Þá hætti vafrinn að hlaða niður.  Þá ýtti ég á F5 takkann til að reyna aftur.  Ekkert gerðist.  Ég reyndi aftur og teljarinn fór í gang, en stoppaði í eitthvað um 3 MB.  Svo stoppaði hann í 2,5 MB.  Þá fraus vafrinn, þannig að ég drap Acrobatinn (í Windows Task Manager).  Nokkrar tilraunir í viðbót og ég var ekki einu sinni kominn inn í mitt blað.  Þá kom Acrobatinn með villumeldingu og sagðist ekki finna pdf-skjal.

Málið er að þetta er ekki að gerast í fyrsta sinn.  Þetta er daglegt brauð.  Það er raunar með ólíkindum að maður sé að greiða fyrir þessa þjónustu.  Ég skora á Morgunblaðið að fara að gera eitthvað í þessu annað en að segja bara:

Ef þú átt í vandræðum með að opna blað dagsins prófaðu þá að hægri smella á myndina og velja "Save target as", vista blaðið á tölvuna og opna það þaðan.

Fyrst að hægt er að skoða Fréttablaðið og 24 stundir án vandræða, þá hlítur Morgunblaðið að ráða við það líka.

PS.  Ef einhver er með aðra lausn, sem mér yfirsést, þá þigg ég ábendingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég var líka í vandræðum með þetta en eftir að ég skipti um stýrikerfi og setti upp Linux ubuntu virkar þetta fínt eins og nánast allt annað tölvunni og þar að auki allt frítt ásamt aukaforritum. upplýsingar hér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Baldur Kristinsson

Kvörtunum frá notendum okkar vegna vandamála af þessu tagi byrjaði að fjölga fyrir nokkrum vikum án þess að við hefðum breytt neinu í kerfinu okkar megin. Svo virðist sem orsökin sé einvers konar samspil milli öryggishugbúnaðar á tölvunni (oft Norton Internet Security), vafra/stýrikerfis og Acrobat Reader, sem veldur því að vefkakan sem er stillt þegar fólk gefur upp lykilorð hættir að berast til okkar þegar Acrobat Reader biður um innsíður í blaðinu. Kveikjan hefur þá líklega verið sjálfkrafa uppfærsla öryggishugbúnaðarins og/eða Windows. Við lausn vandamálsins háir það okkur töluvert að erfitt er að framkalla það á áreiðanlegan hátt - reyndar hefur okkur ekki tekist það. Oft hjálpar það upp á sakirnar að uppfæra Acrobat Reader og að setja mbl.is á "whitelist" í stillingum öryggishugbúnaðar. Firefox-notendur virðast líka síður lenda í vandræðum en notendur Internet Explorer.

Baldur Kristinsson, 29.10.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldur, ég þakka fyrir svarið.  Við höfum upplifað þetta vandamál á þremur tölvum í fjölskyldunni.  Hver er sett upp á sinn máta.  Tvær eiga það sameiginlegt að nota FireFox, en á einni er Internet Explorer notaður.  Önnur FireFox tölvan er með Windows XP, en hin Windows Vista.  Þriðja tölvan keyrir á XP.  Vandamálið lagaðist á Vista vélinni þegar Acrobatinn var uppfærður í 8.0.0.8, en á móti hrundi hún vegna óstöðugleika í Vista eftir aðeins þriggja mánuða notkun, þannig að hún er úr leik í bili.  XP tölvurnar eru hvor með sína öryggisstillinguna.  Önnur notar almennar stillingar í Windows Firewall, hin er með CA Internet Security Center uppsett með öllum sjálfsögðum öryggisstillingum og hafnar þar af leiðandi flestum vefkökum.  mbl.is er á "whitelist", sem þýðir að öllu sem frá vefnum kemur er treyst.

Þetta vandamál er búið að vera viðverandi hjá okkur frá því sl. vor/vetur, þannig að ef þið hafið ekki fengið kvartanir nema í nokkrar vikur, þá sýnir það að lesendur eru mjög þolinmóðir eða líta á þetta eins og hverjar aðrar kenjar netsins.  Svo er líka munur á hvernig þetta verkar í Acrobat 7 og 8. Í Acrobat 7 endurhlóðst blaðið frá þeim stað sem maður var kominn, þannig að maður komst í gegnum blað með því að ýta kannski 3 - 4 sinnum á F5.  En Acrobat 8 les blaðið frá byrjun, þannig að þó maður sé kominn inn í mitt blað, þegar allt frýs og verður maður að lesa inn skrána frá byrjun.  Þá fær maður jafnvel ekki þá blaðsíðu sem maður var þó kominn á.  Það má því segja að ástandið hafi versnað eftir að Acrobat 8 kom og er núna orðið gjörsamlega óviðunandi.

Nú önnur breyting sem varð með Acrobat 8, er að vilji maður skoða eina opnu í einu, þá er það ekki hægt.  Í staðinn fær maður síður sem snúa bökum saman.  Það gerir það að verkum, að vonlaust er að lesa greinar í miðopnum þar sem dálkar eru látnir ná yfir síðuskilin. 

Marinó G. Njálsson, 29.10.2007 kl. 12:25

4 Smámynd: Baldur Kristinsson

Takk fyrir upplýsingarnar, Marinó. Þær eru mjög hjálplegar. Við munum skoða vandann nánar og reyna að finna lausn á honum nú í þessari viku.

Baldur Kristinsson, 29.10.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldur, þetta kalla ég að redda málunum í snarhasti.  Opnaði blað dagsins og það hlóðst allt inn á 10 sekúndum eða svo.  Breytingin hefur samt einskorðast við þriðjudagsblaðið, þar sem ástand mánudagsblaðsins er óbreytt.  Vonandi er þessi breyting til frambúðar.

Takk fyrir skjót viðbrögð.

Marinó 

Marinó G. Njálsson, 30.10.2007 kl. 18:21

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta með að skoða eina opnu í einu reyndist stillingaratriði í Acrobat Reader.  Þessu er breytt með því að opna Acrobat Reader sjálfstætt, fara í View og Page Dispaly og haka þar við Show Cover Page During Two-up.

Marinó G. Njálsson, 30.10.2007 kl. 23:22

7 identicon

Ég prófaði fyrir nokkrum mánuðum að skipta út Adobe Reader og setja inn Foxit Reader í staðinn. Sú breyting hefur reynst mér vel, miklu léttari og þægilegri client.

Mummi (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678159

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband