17.10.2007 | 15:00
Af stjúpum, fóstrum, stjúpbörnum, fósturbörnum og kjörbörnum
Einhverra hluta vegna er notkun fólks á tveimur forliðum, þ.e. stjúp- og fóstur-, farinn að ruglast þannig að maður er hættur að vita hvort átt er við stjúp- hitt eða þetta eða fóstur- hitt eða þetta.
Í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs kemur fram að fósturbörn eru þau sem sett eru í fóstur til annars fólks, en stjúpbörn eru þau börn sem einstaklingur hefur á sameiginlegu heimili sínu og annars foreldris barnanna.
Ástæðan fyrir þessum pirringi mínum er að fréttamenn tala ítrekað um Borgar Þór Einarsson sem fósturson forsætisráðherra, en hið rétta er að Borgar er STJÚPSONUR Geirs, þar sem eiginkona Geirs, Inga Jóna Þórðardóttir, er móðir Borgars. Svo vitnað sé beint í Íslenska orðabók Menningarsjóðs, þá segir þar um stjúpbarn og stjúpfaðir svo dæmi séu tekin:
stjúpbarn: barn maka þess sem um er rætt og hann/hún gengur í föðurstað/móðurstað
stjúpfaðir: karl sem er kvæntur eða býr með móður þess sem um er rætt og kemur honum/henni í föðurstað, stjúpi
Skilgreining á fósturbarni verður að sækja í gegnum orðið fóstur:
fóstur (í merkingu að láta barn sitt í fóstur): uppeldi hjá öðrum en foreldrum
Loks er til orðið kjörbarn, en það á við um ættleitt barn.
Miðað við þessar skýringar, þá er Geir H. Haarde stjúpfaðir Borgars, sem er aftur stjúpsonur Geirs. Ættleiði Geir Borgar einhvern tímann, þá verður Borgar kjörsonur Geirs. En það er eitt sem er alveg á hreinu: Borgar hefur aldrei verði og verður aldrei fóstursonur Geirs.
Það getur vel verið, að það sé eitthvað viðkvæmt að tala um stjúpforeldra og stjúpbörn, en köllum hlutina réttum nöfnum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.