Leita í fréttum mbl.is

Einbýlishúsið orðið að 1,8 milljarði

Fyrir mjög mörgum árum, þá var stofnað fyrirtæki sem fékk nafnið HP á Íslandi.  Að stofnun fyrirtækisins komu nokkrir ungir menn og síðan útibú HP tölvufyrirtækisins í Danmörku.  Einn þessara ungu manna hafði um nokkurt skeið unnið hjá Kristjáni Ó Skagfjörð við sölu á tölvubúnaði, m.a. frá stórfyrirtækinu Digital Equipment Corporation.  Þessi maður heitir Frosti Bergsson.

Rekstur HP á Íslandi gekk svona upp og ofan og svo kom að HP í Danmörku vildi draga sig út úr samstarfinu.  Þá stóðu hinir eigendurnir frammi fyrir vanda, því á þeim tíma var aðgangurinn að fjármagni ekki eins góður og í dag.  Frosti tók mikla áhættu og seldi einbýlishúsið sitt og keypti frekar íbúð í blokk til að geta keypt hlut HP í Danmörku í því íslenska.  Þó svo að ýmislegt hafi gerst í millitíðinni, þá má segja að einbýlishúsið sé nú orðið að 1,8 milljarði króna.  Ekki léleg fjárfesting það.

Til hamingju, Frosti, þú sannar það enn og einu sinni, að líkt og kötturinn, þá kemur þú alltaf niður standandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband