Leita í fréttum mbl.is

Þetta sagði ég í júlí - bara með öðrum orðum

Ég má til að grobbast svolítið.  Í viðskiptablaðinu í dag er klausa frá Innherja þar sem vitnað er í Björn Rúnar Guðmundsson forstöðumann greiningardeildar Landsbanka Íslands, en Björn líkti nýlega þróuninni í íslenska hagkerfinu við varanlega hliðrun á framboðs- og eftirspurnarhlið í íslenska hagkerfinu (sjá grein fyrir neðan).  Í bloggi mínu 16. júlí sl. (sjá Er þá verðbólgan lægri hér á landi?) held ég þessu sama fram með öðru orðalagi, en þar segi ég m.a.:

Rök Seðlabankans eru að stýrivextir verði að vera háir til að slá á þenslu og draga úr umsvifum, en getur verið að það sem hafi gerst á síðustu árum er að við höfum færst upp um deild í þessum efnum.  Hagkerfið hafi einfaldlega stækkað svo mikið á stuttum tíma, að það framkvæmdastig sem við búum við um þessar mundir sé hreinlega það sem við munum búa við á næstu árum og gamla framkvæmdastigið sé liðin tíð.  Við sjáum þetta í umsvifum á fjármálamarkaði.  Býst einhver við því að við eigum eftir að hverfa aftur til fjármálaumsvifanna eins og þau voru fyrir einkavæðingu bankanna?  Af hverju ætti önnur starfsemi í þjóðfélaginu að vera á nokkurn hátt frábrugðin?  Þegar knattspyrnuhúsið Fífan í Kópavogi var reist fyrir 4 árum eða svo, þá þótti þetta stór framkvæmd.  Síðan eru kominn Boginn á Akureyri, Reyðarfjarðarhöllin, hús Knattspyrnuakademíunnar í Kópavogi, Risinn í Hafnarfirði og knatthúsið á Akranesi svo einhver séu nefnd og þetta hefur gerst án þess að um það hafi verið rætt.  Fyrir 5 - 7 árum voru svona framkvæmdir stórar, en þær eru það ekki lengur.  Þess vegna segi ég:  Við færðumst upp um deild og nú eru stóru tölurnar orðnar stærri án þess að það þýði að það sé meiri þensla en áður.

Vissulega eru miklu meiri umsvif núna en árið 1999, en er núverandi ástand ekki bara meira normal en fyrra jafnvægi.  Við skulum hafa í huga, að ríki og sveitarfélög hafa frestað mörgum stórum framkvæmdum sem munu fara í gang á næstu mánuðum og árum.  Er þá þensla áfram vegna þess að þessi verkefni eru í gangi?  Hvenær hættir þenslan?  Hver eru viðmiðin?

 Ef við þýðum þetta yfir í hagfræðihugtök, þá er ég að tala um að kominn sé nýr jafnvægispunktur milli framboðs og eftirspurnar.  Kannski ég ætti að fara að sækja um vinnu hjá einhverjum af þessum greiningardeildum.  Grin

 

Vskblad


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að stýrivextir séu háir til að slá á þenslu, finnst mér vera svakaleg öfugmæli.  Hávaxtastefnan hefur laðað að spekúlanta, sem hafa lánað hömlulaust til framkvæmda og fjárfestinga og gera út á þessa háu vexti. Mætti jafnvel segja að vextir séu aðal útflutningsgrein okkar. Hér eru 700 milljarðar inni í skammtímaskuldbindingum, til komnar fyrir þessa vaxtastefnu. Geir og Dabbi ráða engu, heldur neyðast til að halda vöxtum í toppi því annars fella menn þessar skuldbindingar og hypja sig. Þá verður dómínóeffekt gjaldþrota og uppboða, svo rekstur og eignir hér á landi lenda í höndum þessara erlendu fjárfesta fyrir slikk.  Þá er sjálfstæði okkar og sjálfræði varla nema orðin tóm.  Það er huggun harmi í að enn eru auðlindir landsins ekki orðnar að veðum í þessu matadorspili, nema að litlu leyti en það er þó unnið að því að koma Orkuframleiðslu, orkuflutningi, vatnsréttindum og landareignum í veðhæft stand, eins og gerðist með kvótann forðum.  Eina sem stýrivextir hamla er vöxtur og viðkoma iðnaðar og þekkingar í landinu. Við erum bara gúlag erlendra lénsherra. Það á bara eftir að gera það skriflegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband