Leita í fréttum mbl.is

Auđkennisţjófnađur er mikiđ vandamál hjá bandarískum bönkum

Auđkennisţjófnađur (e. identity theft) er ţađ sem bandarískir neytendur kvarta mest undan samkvćmt upplýsingum frá Federal Trade Commission í Bandaríkjunum.  Sífellt fjölgar afbrotum ţar sem upplýsingum er stoliđ.  Ţessi atvik eru talin ógn viđ friđhelgi, neytendaviđskipti og jafnvel stöđugleika hagkerfisins.  Gagnasöfn međ viđkvćmum persónuupplýsingum eru orđiđ megin skotmörk hakkara, auđkennisţjófa og óheiđarlegra starfsmanna sem og skipulagđrar glćpastarfsemi.  Taliđ er ađ 10 milljónir Bandaríkjamanna séu árlega fórnarlömb auđkennisţjófa.

Miklar vangaveltur hafa veriđ í Bandaríkjunum um ţađ hvernig hćgt sé ađ sporna viđ ţessari ţróun.  Settar hafa veriđ ýmsar reglugerđir bćđi á vegum einstakra fylkja og alríkisstjórnarinnar, ţar sem fjármálastofnanir ţurfa ađ uppfylla strangar kröfur sem ćtlađ er ađ vernda viđkvćmar persónuupplýsingar.  Fjölmargar eftirlitsstofnanir hafa gefiđ út sínar eigin reglur og leiđbeiningar til fjármálastofnana um ţađ hvernig hćgt sé ađ taka á ţví vandamáli sem auđkennisţjófnađur er.  Ţrátt fyrir ţetta er áćtlađ ađ tjón vegna auđkennisţjófnađar toppi 1 milljarđ dala á nćstu 5 árum og er ţá bara um beinan kostnađ ađ rćđa.  Annar kostnađur verđur ekki mćldur í peningum, en ţađ er hlutir eins og orđspor, töpuđ viđskipti, verri möguleikar á fjármögnun og lćkkun á markađsvirđi.  Til viđbótar ţessu ţurfa fyrirtćki í Bandaríkjum ađ senda öllum viđskiptavinum sínum tilkynningu, ef gagnaţjófnađur hefur átt sér stađ.

Auđkennisţjófnađur er ekki eins auđveldur hér á landi, en eftir ţví sem viđskipti yfir internetiđ aukast, ţar sem greitt er međ greiđslukortum, aukast líkurnar á ţví ađ Íslendingar lendi í klóm auđkennisţjófa.  Nú auđkennisţjófnađur ţarf ekki ađ snúast um peninga, eins og Ólína Ţorvarđardóttir komst ađ um daginn.  Fölsun á uppruna sms-skilabođa er eitt form auđkennisţjófnađar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband