24.9.2007 | 17:59
Auðkennisþjófnaður er mikið vandamál hjá bandarískum bönkum
Auðkennisþjófnaður (e. identity theft) er það sem bandarískir neytendur kvarta mest undan samkvæmt upplýsingum frá Federal Trade Commission í Bandaríkjunum. Sífellt fjölgar afbrotum þar sem upplýsingum er stolið. Þessi atvik eru talin ógn við friðhelgi, neytendaviðskipti og jafnvel stöðugleika hagkerfisins. Gagnasöfn með viðkvæmum persónuupplýsingum eru orðið megin skotmörk hakkara, auðkennisþjófa og óheiðarlegra starfsmanna sem og skipulagðrar glæpastarfsemi. Talið er að 10 milljónir Bandaríkjamanna séu árlega fórnarlömb auðkennisþjófa.
Miklar vangaveltur hafa verið í Bandaríkjunum um það hvernig hægt sé að sporna við þessari þróun. Settar hafa verið ýmsar reglugerðir bæði á vegum einstakra fylkja og alríkisstjórnarinnar, þar sem fjármálastofnanir þurfa að uppfylla strangar kröfur sem ætlað er að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar. Fjölmargar eftirlitsstofnanir hafa gefið út sínar eigin reglur og leiðbeiningar til fjármálastofnana um það hvernig hægt sé að taka á því vandamáli sem auðkennisþjófnaður er. Þrátt fyrir þetta er áætlað að tjón vegna auðkennisþjófnaðar toppi 1 milljarð dala á næstu 5 árum og er þá bara um beinan kostnað að ræða. Annar kostnaður verður ekki mældur í peningum, en það er hlutir eins og orðspor, töpuð viðskipti, verri möguleikar á fjármögnun og lækkun á markaðsvirði. Til viðbótar þessu þurfa fyrirtæki í Bandaríkjum að senda öllum viðskiptavinum sínum tilkynningu, ef gagnaþjófnaður hefur átt sér stað.
Auðkennisþjófnaður er ekki eins auðveldur hér á landi, en eftir því sem viðskipti yfir internetið aukast, þar sem greitt er með greiðslukortum, aukast líkurnar á því að Íslendingar lendi í klóm auðkennisþjófa. Nú auðkennisþjófnaður þarf ekki að snúast um peninga, eins og Ólína Þorvarðardóttir komst að um daginn. Fölsun á uppruna sms-skilaboða er eitt form auðkennisþjófnaðar.
Meginflokkur: Persónuvernd | Aukaflokkar: Upplýsingaöryggi, Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 13:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.