Leita í fréttum mbl.is

,,Beinar útsendingar" Sýnar frá NFL

Þegar þessi orð eru rituð, kl. 22:00, er að hefjast ,,bein" útsending á Sýn frá leik Jacksonville Jaguars og Denver Broncos í bandaríska fótboltanum.  Það vill svo til að sömu stundu er staðan í leiknum 20 gegn 7 Jaguars í vil enda langt komið í 3. fjórðungi leiksins, því leikurinn hófst fyrir einum og hálfum tíma eða svo.  Það er með ólíkindum, að Sýn skuli auglýsa þennan leik sem beina útsendingu, sérstaklega þegar haft er í huga að ekkert af leiknum verður í beinni.  Er ekki bara hægt að koma hreint fram og segja rétt frá.  Þetta er upptaka af leik Jacksonville og Denver eða seinkuð útstending.  Þó svo að útsendingin hefði hafist á auglýstum tíma, þ.e. kl. 21:30, þá hefði samt ekki náðst að sýna síðustu mínútur leiksins beint.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Ég er alveg sammála því að þetta var frekar pirrandi í gær þegar leikurinn átti að vera í beinni útsendingu. Vonandi taka þeir sig á og sýna heilan leik og í beinni ef það er auglýst.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband